Leita í fréttum mbl.is

FRBL - Þorvaldur Gylfason um gjaldeyrishöft

FréttablaðiðAukin þyngd virðist vera að færast í umræðuna um gjaldeyrishöftin, enda nánast samdóma álit allra að þau séu efnahagslífinu ekki til framdráttar. Haftabúskapur rímar mjög illa við opið flæði fjármagns, vöru og þjónustu á milli landa, þ.e. frjálst markaðshagkerfi!

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um þetta, bæði í fréttum sem og leiðara blaðsins. Sagt er frá grein eftir Dr. Þorvald Gylfason, sem hann birtir á www.voxeu.org undir nafninu "Houston, we have a problem, Iceland's capital controls."

Í leiðara FRBL, eftir Óla Kr. Ármannsson, segir: "Fleiri hafa orðið til að benda á skaðsemi viðvarandi gjaldeyrishafta, þótt fáir mótmæli því að nauðsynlegt hafi verið að koma þeim á til að ná tökum á efnahagsþróuninni eftir hrunið. Í nýrri grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors á síðu efnahagsvefritsins Vox (www.voxeu.org) bendir hann á að þótt efnahagsbati Íslands eftir eitt mesta hrun sem nokkurt ríki hafi orðið fyrir þá standi gjaldeyrishöftin nú áframhaldandi efnahagsbata fyrir þrifum. Lífeyrissjóðir geti ekki fjárfest erlendis, útflutningsfyrirtæki flytji ekki gjaldeyri heim og rýrir fjárfestingarkostir ýti undir fjárfestingu á fasteignamarkaði."

Í framhaldi af þessu má spyrja grunnspurningar: Af hverju eru Íslendingar (einir þjóða í að minnsta kosti hinum vestræna heimi, ef ekki heiminum öllum) með gjaldeyrishöft?

Jú, gjaldmiðillinn, krónan, hrundi haustið 2008, með hrikalegum afleiðingum fyrir almenning og atvinnulíf. Og hefur verið síðan þá á gjörgæslu. Ástand sem gengur ekki til lengdar, lausn á þessum vanda er brýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Aukin þyngd virðist vera að færast í umræðuna um gjaldeyrishöftin, enda nánast samdóma álit allra að þau séu efnahagslífinu til framdráttar."

Klaufar! Hér stóð til að segja: "... efnahagslífinu EKKI til framdráttar"!

Jón Valur Jensson, 6.6.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JVJ: Takk fyrir ábendinguna, gott að hafa prófarkarlesara! Ps. Þú gerir nú líka þína "gloríur" hér á blogginu - enginn er fullkominn!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.6.2011 kl. 13:11

3 identicon

Ef það þurfti að setja á gjaldeyrishöft, af hverju gera þá aðrar þjóðir þetta ekki líka?

Var þörf á því að setja svona ströng höft?

Af hverju þurfti að afnema fjórfrelsið?

Ég sé ekki betur en að flestir hagfræðingar segi í dag að ekki hefði þurft að setja á höft. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og alþingismaður 2. júní síðastliðinn:

"Magntakmarkanir Seðlabankans á uppboðsmarkaði og í formi reglna á útstreymi fjármagns sem nú á að innleiða í lög fram til loka árs 2015 benda til þess að bankinn telji afar erfitt að afnema höftin án þess að gengi krónunnar lækki umtalsvert.

Ástæðan er sú að alltof mikið af krónum er í umferð, krónum sem búnar voru til með lánveitingum til kaupa á bólueignum.

Lánveitingarnar voru fjármagnaðar með útgáfu innlendra verðbréfa sem ekki hafa lækkað í verði þrátt fyrir að eignirnar sem áttu að standa undir lánveitingunum/verðbréfunum hafi hrunið í verði (hlutabréf) eða lækkað (fasteignaverð).

Í umferð eru því verðbréf og innstæður sem urðu til í bóluhagkerfi sem sprakk án þess að verðmæti þeirra hafi minnkað.

Þessum eignum á m.a. að umbreyta í erlendan gjaldeyri á uppboðsmarkaði og allar líkur eru á gengishrapi nema þær fari mjög hægt og með miklum afföllum út úr hagkerfinu.

Annað gengishrun mun þurrka upp eignir mörg þúsund heimila og fyrirtækja sem eru með verðtryggð lán og óverðtryggðar tekjur."

Þorsteinn Briem, 6.6.2011 kl. 17:28

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. ég ákvað að kynna mér í morgun hvernig yfirvöld upplýsa ríkisborgara EES ríkja sem ætla að gerast innlendir aðilar um gjaldeyrishöftin.  En EES samningurinn gerir þessum aðilum kleyft að gerast innlendir aðilar með því einu að skrá lögheimili sitt hér á landi í Þjóðskrá.

Gjaldeyrishöftin auka skyldur þeirra sem gerast innlendir aðilar án þess að auka réttindi þeirra á móti.  Þessir aðilar mega m.a. ekki lengur senda peninga heim, þeir verða að skila öllum fjármagnstekjum af eignum sínum erlendis til Íslands og mega ekki taka sparnaðinn með sér heim ef þeir ákveða að flytja aftur til síns heimaríkis.

Ekkert er að finna um þetta hjá Vinnumálastofnun, ekkert er að finna um þetta hjá Þjóðskrá og ráðuneytin segja þetta ekki í sínum verkahring.

Á síðu Vinnumálastofnunar segir reyndar undir "Moving to Iceland":  "

3. Free movement of Capital

Another essential condition for the functioning of the internal market is the free movement of capital. It is one of the four basic freedoms guaranteed by EU legislation and represents the basis of the integration of European financial markets. Europeans can now manage and invest their money in any EU Member State.

The liberalisation of capital markets has marked a crucial point in the process of economic and monetary integration in the EU. It was the first step towards the establishment of our European Economic and Monetary Union (EMU) and the common currency, the Euro."

Þetta er náttúrulega til skammar.  Hvort höft eru nauðsynleg eða ekki afsakar ekki svona lélega stjórnsýslu.

Lúðvík Júlíusson, 6.6.2011 kl. 21:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá ykkur: í tímaleysi við pistlaskrif geri ég líka mínar ásláttarvillur - enginn er fullkominn!

Jón Valur Jensson, 7.6.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband