Leita í fréttum mbl.is

"Báknið" !!

Um helgina birtist í Fréttablaðinu grein um framkvæmdastjórn ESB eftir Klemens Þrastarson, blaðamann. 

EU-BrusselÍ henni ber hann meðal annars saman starfsmannafjölda ESB við önnur ríki og stofnanir. Eitt af því sem andstæðingar ESB segja er að þetta sé risastórt skrifræðisbákn. Klemens kemst hinsvegar að öðru:

"Samkvæmt upplýsingum...starfa í framkvæmdastjórninni um 32.000 manns. Þetta fólk vinnur í um fjörutíu stjórnarsviðum og deildum og er það sem kalla mættiríkisstarfsmenn ESB. Þetta er lunginn úr starfsmannafjölda ESB, sem er um 40.000 manns. Nefna má til samanburðar að tvær milljónir starfa hjá bandaríska ríkinu og um 22.000 manns hjá því íslenska. Um 80.000 manns starfa í breska varnarmálaráðuneytinu. Ráðuneyti aðildarríkja ESB sjá um að framfylgja ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar að nokkru leyti og skýrir það að hluta starfsmannafæðina, auk þess sem aðildarríkin tíma einfaldlega ekki að ráða fleiri starfsmenn til ESB. Alla jafna eru um 300 starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa í stjórnsýslu aðildarríkjanna en í stofnunum ESB starfa einungis 0,8 opinberir starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa."

Þetta er nú allt báknið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Er þetta ekki eins og að bera saman epli og skrúfjárn?

Hjá ESB eru nefndir starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar, sem er sambærilegt við stjórnarráðið íslenska. En þeir eru bornir saman við ALLA ríkisstarfsmenn á Íslandi, sem inniheldur lækna, kennara, lögreglumenn, eftirlitsstofnanir, ríkisútvarpið og margt fleira.

Samanburðurinn við Bandaríkin er enn fáránlegri. Með opinberum starfsmönnum í USA teljast þeir sem eru í landher og sjóher, CIA, FBI, US Mail, NASA og margir fleiri.

Ef bera ætti tvær milljónir opinberra starfsmanna USA saman við eitthvað sambærilegt í ESB þyrfti að telja með sams konar opinbera starfsmenn í öllum 27 aðildarríkjunum.

Svo er það ekki bara höfðatalan sem skiptir máli þegar talað er um bákn, heldur skilvirknin líka. Embættismannakerfið í ESB er þunglamalegt, hægvirkt, óskilvirkt og að kikna undan eigin þunga. Þess vegna er réttilega talað um bákn.

Deilan um fjölda tungumála vegna einkaleyfa er eitt dæmið. Annað er að það tók fimm sólarhringa að boða einn símafund vegna truflana á flugi þegar Eyjafjallajökull gaus. Hvers vegna tók ESB heila viku að senda hjálp til Haítí vegna jarðskjálftana? Jú, vegna þess að stjórnkerfið er þunglamalegt bákn!

Hver var annars tilgangurinn með þessari kjánalegu grein í Fréttablaðinu? Skilur það einhver?

Haraldur Hansson, 7.6.2011 kl. 00:41

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Spurningarnar í lokin: Hugsa Haraldur, hugsa!

Þú tekur væntalega eftir gæsalöppum fyrirsagnarinnar.

Fyrst þetta er allt saman svona þunglamalegt og er að "kikna" af hverju hefur það ekki kiknað nú þegar? Getur þú, meistari Haraldur, svarað því?

Þetta fyrirkomulag hefur dugað í næstum 70 ár, hver eru merki þess að það sé að kikna?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.6.2011 kl. 01:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alla jafna eru um 300 starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa í stjórnsýslu aðildarríkjanna en í stofnunum ESB starfa einungis 0,8 opinberir starfsmenn fyrir hverja 10.000 íbúa."

Það væru þá 25 opinberir starfsmenn í stofnunum Evrópusambandsins fyrir alla Íslendinga.
 

Þorsteinn Briem, 7.6.2011 kl. 10:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fámennisstjórnun er ekki endilega gæðastjórnun. Ef svo væri ættu mestu gæðin að felast í einræðisherranum.

Margar fasista- og kommúnistastjórnir hafa verið mjög skilvirkar á sumum sviðum og útrýmt milljónum manna skipulega á skömmum tíma.

Íslenska stjórnsýslan var hins vegar ekki beinlínis skilvirk í löngum aðdraganda bankahrunsins hér haustið 2008, fyrir utan Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

Þorsteinn Briem, 7.6.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband