Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold um Íra og Evruna

Brydís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um Írland og Evruna. Hún segir meðal annars:

"Írskur fræðimaður Anthony Coughlan kom hingað til landsins fyrir skömmu í boði andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er þekktur í sínu heimalandi sem harður andstæðingur evrunnar og ESB. Áratuga gömul spá hans um að endalok Evrópusambandsins séu á næsta leiti er fræg í heimalandi hans. Enn lifir Evrópusambandið þó góðu lífi en nú vill Coughlan meina að vegna evrunnar sé Írland í vondum málum.

Írska þjóðin er þó á allt annarri skoðun því þegar írskur almenningur er spurður um stuðning við evruna og evrusamstarfið kemur í ljós að í 80% tilfella styður almenningur bæði evruna og evrusamstarfið. Ekki nóg með það heldur telja 77% Íra að aðild að ESB frá árinu 1973 hafi bætt hag landsins.

Efnahagsvandinn sem Írar glíma við er fyrst og fremst vegna ofþenslu hagkerfisins, eignabólu og svipaðra efnahagsmistaka og gerð voru hér á landi. Enginn heldur því fram að efnahagshrun hefði ekki orðið þótt við Íslendingar hefðum verið með evruna – en margir vilja meina að skellurinn hefði orðið miklu minni. Sama gildir um Írland en munurinn er sá að við sitjum núna uppi með verðlausa krónu í gjaldeyrishöftum."

Öll grein Bryndísar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband