Leita í fréttum mbl.is

Vill grípa "Kanadagæsina" og það strax!

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÁ visir.is stendur: "Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni.

Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna."

Í fréttinni kemur fram að ýmsum kanadískum mönnum, sem eru ekki nafngreindir, finnist þetta spennandi og að þetta hafi verið rætt. Hverjir eru þessir menn? Er ekki sniðugt að það komi fram? Fá gagnsæi í þetta?

Og hvað finnst aðdáendum Krónunnar um þetta? Finnst þeim þetta hið besta mál?

En er ekki svolítil "popúlistalykt" af þessu?

Það má þó túlka þennan mikla áhuga Sigmundar Davíðs (mynd) sem einskonar viðurkenningu hans á slæmri stöðu landsins í gjaldmiðilsmálum. Og hvað segir foringi Nei-sinna, nýgenginn í Framsókn, um þessa hugmynd?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Síðan er Sigmundur að þykjast vera á móti upptöku evrunnar á Íslandi.

Orðið yfir þetta er auðvitað ekkert annað en hræsni, og það er mikið af henni þarna á ferðinni.

Jón Frímann Jónsson, 8.6.2011 kl. 16:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Króna, Evra, Dollar, Franki. Sama frá hvaða landi þá eru þetta allt matadorpeningar gefnir út af einokunarstofnunum, sem við erum þvinguð með lögum til að taka við sem greiðslu fyrir raunverðmæti.

Áætlunarbúskapur af þessu tagi hefur runnið sitt skeið á enda í veraldarsögunni, og er í andarslitrunum. Framtíðinn krefst nýrra og öðruvísi lausna á því hvernig við högum viðskiptum okkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2011 kl. 16:55

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Höldum okkur við "Matador" krónurnar frekar en að lúta lögmáli sterks Kanada dollara.

Við erum að ganga inn í ESB og þá fáum við góðan gjaldmiðil.

Guðlaugur Hermannsson, 8.6.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Guðmundur: Hvaða lausn ertu eiginlega að tala um. Þýðir ekki að tala í hálf-kveðnum vísum! Villtu leggja af gjaldmiðla eða hvað villtu?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 8.6.2011 kl. 18:39

5 identicon

Ef við getum tekið upp Kanadadollar á stuttum tíma, þá verður enn auðveldara fyrir okkur að taka upp evru því stöðugleiki verður þá fyrr kominn á hér á landi.

Það er vert að skoða þetta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband