Leita í fréttum mbl.is

Efnhagslegt sjálfsmorđ fyrir Grikki ađ yfirgefa Evruna!

Yannis StournarasEinn virtasti hagfrćđingur Grikkja, Yannis Stournaras (mynd), sagđi í viđtali viđ Sćnska dagblađiđ ţann 22. mars síđastliđinn ađ ţađ myndi jafngilda efahagslegu sjálfsmorđi fyrir Grikkland ađ yfirgefa Evruna:

"Öll lán myndu hćkka gríđarlega og allir bankar landsins myndu verđa gjaldţrota. Ţeir sem tala um ađ Grikkland eigi ađ yfirgefa Evruna, vita hreinlega ekkert hvađ ţeir eru ađ tala um," sagđi Yannis í samtali viđ Sćnska dagblađiđ.

Grikkir fóru inn í Evruna á 340 drökmum (gamli gjaldmiđillinn ţeirra), en rćtt hefur veriđ um ađ í dag myndi gengiđ vera um 1000 drökmur, eđa nćrri ţrefalt, ef Grikkir myndu fara aftur yfir í drökmuna.

Í viđtalinu segir Yannis ađ ,,međal Grikkinn" taki skynsamlega á málunum, hann telur umbótavilja grísku stjórnarinnar mikinn og telur ađ hlutirnir séu á réttri leiđ.

Hann hefur sinnt ráđgjafahlutverki fyrir ríkisstjórn Grikklands (á 9.áratugnum) og hann sat í samninganefnd Grikklands um Evruna. Hann hefur einnig kennt viđ Oxford-háskóla í Bretlandi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband