Leita í fréttum mbl.is

ESB stuðlar að lægri farsímakostnaði

gsm-símiÁ SkyNews er sagt frá að þann 1.júlí tóku gildi nýjar reglur frá ESB sem lækka farsímakostnað í Evrópu. Um er að ræða mjög vinsælar breytingar og stefnir ESB að því að enginn munur verði á milli landa varðandi farsímakostnað frá árinu 2015.

Frétt SkyNews: http://m.skynews.com/article/business/16022153?version=enhanced


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bla bla bla ..

Fáið ykkur Skype eða annan hræbillegan greiðslumáta.

En það vantar ekki að reynt sé að auglýsa söluvöruna: ESB-"pakkann". En hvað er í "pakkanum"? alFullveldisframs, ekki sízt missir alls æðsta löggjafarvalds, secundo: YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ESB, einkum frá árinu 2014, og síðaukin miðstýring.

Eigum við að selja fullveldi okkar fyrir farsímasamtöl?

Ef ekki, til hvers var þá skrifað?

Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 21:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allir sjá, að þarna átti að standa: Fullveldisframsal ...

Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 21:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.

Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.7.2011 kl. 22:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Ísland yrði óánægt með aðild að Evrópusambandinu segir íslenska ríkið sig einfaldlega úr sambandinu.

Aðild ríkja að Evrópusambandinu er ekki kaþólskt hjónaband.

Lissabon-sáttmálinn:


"49. gr.

Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að Sambandinu.

Tilkynna skal Evrópuþinginu og þjóðþingunum um slíka umsókn. Umsóknarríkið skal senda umsókn sina til ráðsins en það skal taka einróma ákvörðun að höfðu samráði við framkvæmdastjórnina og að fengnu samþykki Evrópuþingsins með stuðningi meirihluta allra þingmanna.

Taka skal tillit til skilyrða sem leiðtogaráðið hefur samþykkt að þurfi að uppfylla vegna aðildar.

Skilmálar aðildar og sú aðlögun á sáttmálunum, sem Sambandið byggir á, sem slík aðild felur í sér, skulu byggjast á samningi milli aðildarríkjanna og umsóknarríkisins.

Þann samning skal leggja fyrir öll samningsríkin til fullgildingar í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar.

50. gr.


1.
Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar.

2.
Aðildarríki, sem ákveður að segja sig úr Sambandinu, skal tilkynna það leiðtogaráðinu.

Í ljósi viðmiðunarreglna leiðtogaráðsins skal Sambandið ganga til samningaviðræðna og gera samning við viðkomandi ríki um það hvernig staðið skuli að úrsögn þess með hliðsjón af því hvernig framtíðartengslum þess við Sambandið verður hagað.

Samningurinn skal gerður í samræmi við 3 mgr. 218. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Ráðið skal gera samninginn fyrir hönd Sambandsins og taka um hann ákvörðun með auknum meirihluta, að fengnu samþykki Evrópuþingsins.

3.
Sáttmálarnir hætta að taka til viðkomandi ríkis á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, að öðrum kosti, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningunni sem um getur í 2. mgr., nema leiðtogaráðið ákveði einróma, með samþykki viðkomandi aðildarríkis, að framlengja þetta tímabil.

4.
Sá sem á sæti í leiðtogaráðinu eða ráðinu fyrir hönd aðildarríkis sem segir sig úr Evrópusambandinu, skal, að því er 2. og 3. mgr. varðar, ekki taka þátt í umræðum leiðtogaráðsins eða ráðsins eða í ákvörðunum sem varða það.

Aukinn meirihluti skal skilgreindur í samræmi við b-lið 3. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.

5.
Óski ríki, sem hefur sagt sig úr Sambandinu, eftir því að ganga í það aftur gildir málsmeðferðin sem um getur í 49. gr."

Þorsteinn Briem, 4.7.2011 kl. 22:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og sú málsmeðferð er miklu flóknari en þú kemur auga á.

Hún er ennfremur nógu tímafrek til að ESB gefist fullt tækifæri til að beita alls kyns aukaaðferðum til að tryggja það, að krúnudjásnið í norðurhöfum myndi ekki gatast, eins og þeir glötuðu Grænlandi áður, en það var líka vegna afar sérstaks fyrirvara í umsókn Danmerkur, sem gaf Grænlendingum þessa undankomuleið, sem venjuleg ESB-ríki hafa að forminu til EKKI.

Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 22:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll aðildarríki Evrópusambandsins, til að mynda Danmörk, eru sjálfstæð og fullvalda ríki og geta því að sjálfsögðu sagt sig úr sambandinu, óski þau þess.

Danmörk er í Evrópusambandinu en Grænland og Færeyjar eru EKKI í Evrópusambandinu.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar EKKI sjálfstæð og fullvalda ríki en aftur á móti í hinu sjálfstæða og fullvalda konungsríki Danmörku.

Þorsteinn Briem, 5.7.2011 kl. 00:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og frá þeim tíma voru Danmörk og Ísland TVÖ AÐSKILIN OG JAFNRÉTTHÁ ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar Í DANSKA RÍKINU og því ENGAN VEGINN hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur og engin ástæða til að kalla það eitthvað sérstakt á íslensku. Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge. Det er heller ikke en forbundsstat.

Færøerne og Grønland er ifølge Grundloven dele af det danske rige og underlagt dansk myndighed, men Folketinget har uddelegeret ansvarsområder til hjemmestyret i de to områder.

Der er altså tale om én stat, hvor de særlige færøske og grønlandske myndigheder har meget store beføjelser, mens regionale myndigheder i det egentlige Danmark har ret begrænset magt."

Rigsfællesskabet


Statsministeriet - Rigsfællesskabet

Þorsteinn Briem, 5.7.2011 kl. 00:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Færeyjar og Grænland eru sjálfstæð og fullvalda, þar sem þessir HLUTAR AF DANSKA RÍKINU eru EKKI í Evrópusambandinu, en DANSKA RÍKIÐ aftur á móti EKKI sjálfstætt og fullvalda vegna þess að það er í Evrópusambandinu.

"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."

The Faroe Islands


"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.


"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
"

Þorsteinn Briem, 5.7.2011 kl. 02:49

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steinakópíum svara ég seinna.

Jón Valur Jensson, 5.7.2011 kl. 07:56

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands:

"22. gr. Staðfesting konungs þarf til þess að nokkur samþykkt Alþingis fái lagagildi. [...]

Nú hefur konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman og er þá frumvarpið niður fallið."

Konungur Íslands og Danmerkur
neitaði hins vegar ALDREI að staðfesta íslensk lagafrumvörp EFTIR AÐ ÞINGRÆÐI KOMST HÉR Á með íslenskri heimastjórn 1. febrúar 1904.

Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og Ísland varð þá SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki.


Í
athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Konungur Íslands og Danmerkur
hafði þá einungis FORMLEGT neitunarvald hér. Forseti Íslands hefur hins vegar EKKI neitunarvald en getur synjað að staðfesta lagafrumvörp.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd - Forseti í stað konungs og 26. greinin er enn óbreytt:


"26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Frá árinu 1944 þar til í fyrra voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Á lýðveldistímanum liðu því 66 ÁR án þess að hér væri haldin þjóðaratkvæðagreiðsla og þar af var Sjálfstæðisflokkurinn VIÐ VÖLD Í 54 ÁR.


Ríkisstjórnatal


Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 5.7.2011 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband