Leita í fréttum mbl.is

Krónuland á botninum samkvæmt spá OECD

OECD birti nýlega tölur sem spá fyrir um útflutning landa á þessu ári. Þar kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

Mestur vöxtur er í Eistlandi, um 20%, en þeir tóku upp Evruna um áramótin.

Þar á eftir koma fleiri Evrulönd: Þýskaland, Slóvakía og Spánn, sem eru í þriðja, fjórða og fimmta sæti (Kórea er nr. 2).

Öll þessi lönd liggja í kringum 10% vöxt í útflutningi, spáir OECD.

En hvar skyldi krónulandið Ísland vera? Jú, á botninum, með aðeins 2.7% vöxt, samkvæmt þessari spá OECD., sem sagt er frá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf fleiri tölur við.  Hér þarf GDP á hvern íbúa, og hlutfall útflutnings miðað við GDP, og síðan hlutfall útfluttnings miðað við influttning.  Án þessara talna segir þetta lítið.  Ef innflutningur vex um 30% og útflutningur um 2,7% þá er voðinn vís, hvort sem um Ísland eða Bandaríkin sé að ræða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 20:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eurostat - Industrial production:

"In April 2011 compared with April 2010, production of capital goods grew by 9.7% in the euro area and by 9.5% in the EU27.

Intermediate goods increased by 5.7% and 5.5% respectively.

Durable consumer goods rose by 5.2% in the euro area and by 2.8% in the EU27.

Non-durable consumer goods gained 3.1% and 3.4% respectively."

"Among the Member States for which data are available, industrial production rose in eighteen and fell in five.

The highest increases were registered in Estonia
(+31.8%), Latvia (+13.7%), Sweden (+10.5%) and Germany (+9.9%), and the largest decreases in Greece (-10.7%), Portugal (-1.7%) and Spain (-1.6%)."

Þorsteinn Briem, 7.7.2011 kl. 23:11

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

góð ábending hjá ykkur evrópusamtökunum.

smá vandræðalegt fyrir NEI sinna og krónu-vini

rökin þeirra voru kolfelld í dag.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2011 kl. 23:18

4 identicon

Verða andstæðingar ESB og evruaðildar ekki sáttir ef við setjum Jón Sigurðsson á 2ja evru myntina? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 00:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru þessar hækkandi útflutningsspár kannski reiknaðar í hratt rýrnandi Evrum? Án tillits til kaupmáttar? Það skyldi þó aldrei vera...

Það er auðvelt að hlaupa 100 metrana undir 10 sekúndum ef notaðir eru 50cm langir metrar. Þegar þú spilar keilu á barnabrautinni fer kúlan heldur aldrei í rennuna. Og það er auðvelt að hjóla með hjálpardekk.

En ekkert smá vandræðalegt ef það sést til manns...

Tímabundin aukning á reiknaðri afkomu skiptir ekki öllu máli þegar hrun er á næsta leiti. Sem dæmi þá sýndu íslensku bankarnir methagnað í árshlutauppgjörum sínum á fyrri hluta árs 2008, en settu á þeim seinni heimsmet í gjaldþroti. Svo verður að hafa í huga að þetta er bara spá, en hinar og þessar stofnanir gefa út allskonar spádóma sem er misjafnlega mikið að marka. Sem dæmi þá töldu stærstu og virtustu matsfyrirtæki heims nánast engar líkur á greiðslufalli íslensku bankanna þar til skömmu fyrir algjört hrun þeirra. Spádómar rætast, stundum.

Hér er gáta fyrir íslenska evrópumenn: Ef ég seldi 10 fiska í fyrra fyrir 100 hundraðkalla en á þessu ári 10 fiska fyrir 200 fimmtíukalla, hvort hefur þá úflutningur minn aukist eða dregist saman?

Fyrir rétt svar fær viðkomandi að ganga í ESB, jafnvel með sínum eigin fótum ef vill þó ólíklegt sé. En fyrir þá sem vilja er líka aukaspurning: Fyrir utan myndskreytingarnar sem prentaðar eru á seðlana og litinn á blekinu, hver er þá munurinn á evru og krónu? Athugið að fjöldi notenda telst ekki gilt svar nema með fylgi útskýring á því hvernig krónan myndi breytast við það eitt þó milljónir manna myndu nota hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 02:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útflutningsspár" eru þetta nú ekki:

"In April 2011 compared with April 2010, production of capital goods grew by 9.7% in the euro area and by 9.5% in the EU27.

Þorsteinn Briem, 8.7.2011 kl. 03:33

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Grew compared to what?

Hörður Þórðarson, 8.7.2011 kl. 06:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla á fjárfestingarvörum jókst um 9,7% á evrusvæðinu og 9,5% í öllum Evrópusambandsríkjunum á einu ári, frá apríl 2010.

ALLIR
andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru greinilega með greindarvísitölu í skóstærð.

Og blóðþrýstingur þeirra orðinn svo hár að bráðlega springa þeir allir í loft upp, þannig að súrsaðir selshreifar dreifast um alla heimsbyggðina.

Það verður ófögur sjón, svo ekki sé nú minnst á lyktina.

Eurostat - Industrial production:


"In April 2011 compared with April 2010, production of capital goods grew by 9.7% in the euro area and by 9.5% in the EU27."

"Capital goods - fjárfestingarvörur, til dæmis vélar og annar útbúnaður sem nota má til framleiðslu á öðrum vörum."

"Individuals, organizations and governments use capital goods in the production of other goods or commodities.

Capital goods include factories, machinery, tools, equipment, and various buildings which are used to produce other products for consumption.

Capital goods, then, are products which are not produced for immediate consumption; rather, they are objects that are used to produce other goods and services.

These types of goods are important economic factors because they are key to developing a positive return from manufacturing other products and commodities."

Þorsteinn Briem, 8.7.2011 kl. 07:25

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steini. Þú ert gríðarlega málefnalegur, eða þannig, að vega að greindarfari þeirra sem eru ekki sömu skoðunar og þú. Með þessu viðhorfi verðurðu bráðum orðinn formaður JÁ-hreyfingarinnar.

En ég setti fram tvær spurningar í minni athugasemd, sem þú gerir enga tilraun til að svara. Fyrst þú telur okkur sem erum andvíg aðild svona vitlaus, þá stendur áskorunin núna upp á þig að sýna fram á snilli þína með því að svara.

Blóðþrýstingurinn er í fínu lagi og selshreifar, eftir því sem ég best veit, hið mesta lostæti. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 10:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Ásgeirsson,

Í Evrópusambandsríkjunum er iðnframleiðsla fyrir utan byggingastarfsemi nú 102, miðað við 100 árið 2005, OG FER VAXANDI:


Euro area and EU27 production, total industry excluding construction, sjá línurit


Á árunum 2006 og 2007 var hins vegar ofþensla í mörgum ríkjum
, til að mynda í Evrópu og Bandaríkjunum.

Nær öll framleiðsla hérlendis byggist á innflutningi,
aðallega frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

Þannig byggist "íslenskur landbúnaður" á innflutningi til að mynda dráttarvéla, annarra búvéla, kjarnfóðri, tilbúnum áburði og olíu.

"Íslenskur sjávarútvegur"
byggist einnig á innflutningi. Þannig eru nær öll íslensk fiskiskip smíðuð í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Evran byggist á einu stærsta hagkerfi heimsins, um 332 milljónum manna í sautján Evrópusambandsríkjum.


Íslenska krónan
byggist hins vegar á einu minnsta hagkerfi heimsins, 319 þúsund manns, og það byggist aðallega á innflutningi frá Evrópusambandsríkjunum og útflutningi til þeirra.

Íslenska krónan hefur verið minnsti fljótandi gjaldmiðill heims og hér eru nú gjaldeyrishöft.


Í maí í fyrra kostaði evran 280 íslenskar krónur ERLENDIS.


Í Evrópusambandsríkjunum eru hins vegar engin gjaldeyrishöft.

Evran HÆKKAÐI gagnvart íslensku krónunni um 86,24% frá ársbyrjun til ársloka 2008, sem olli gríðarlegri hækkun hér á öllu verðlagi, enda eru nær allar vörur hér og aðföng innflutt.


Verðlagshækkunin olli einnig mikilli hækkun hér á lánum vegna verðtryggingar.


Á evrusvæðinu er hins vegar ekki verðtrygging og Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu, sem eru nú 1,5%.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru hins vegar
4,25% og þeir voru 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri.

Og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var enn seðlabankastjóri en hún er nú 4,2% og verðbólgan á evrusvæðinu er 2,7%.

16.5.2011:


“Inflation data and THE STRONG EURO-ZONE GROSS DOMESTIC PRUDUCT GROWTH increase the risk that the ECB could tighten interest rates more aggressively,” said Howard Archer, chief European economist at IHS Global Insight."

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur evran HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 59,02%.

Og við Íslendingar kaupum meðal annars olíu í Bandaríkjadollurum.

Frá áramótum
hefur evran HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjdal um 7,82%, japanska jeninu um 7,83%, íslensku krónunni um 8,01%, breska sterlingspundinu um 4,54%, Kanadadollar um 4,02%, sænsku krónunni um 1,47% og dönsku krónunni um 0,08%.

Þorsteinn Briem, 8.7.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband