Leita í fréttum mbl.is

Fullt af greinum

Bendum á áhugavert efni í Fréttablaðinu:

Guðmundur Andri Thorsson skrifar beinskeytta grein í blað dagsins um ESB-málið:

http://visir.is/-latum-tha-alla-svelgja-okkur-/article/2011707119989

Óli Kr. Ármannson fjallar um stöðugleika í leiðara dagsins og segir þar meðal annars:

"Efnahagssaga Íslands hefur frá upphafi einkennst af sveiflum. Uppspretta óstöðugleikans er þekkt, en rætur hans eru í gjaldmiðlinum. Fullyrðingar um að ábati sé af því að vera með gjaldmiðil sem geti veikst hafa verið hraktar, meðal annars í skrifum Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans. Kostnaðurinn er meiri en ábatinn og hann ber almenningur í hvert sinn sem honum er smurt ofan á lán hans, áratugi fram í tímann.

Meira að segja í gjaldeyrishöftum virðist ekki hægt að láta íslensku krónuna styðja við almenn lífskjör í landinu. Fyrir helgi benti Greining Íslandsbanka á að nú stæði sem hæst annatími vegna erlendra ferðamanna, gjaldeyrisinnstreymi væri með mesta móti og samt veiktist krónan. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var á föstudag er svo gert ráð fyrir verðbólga haldi áfram að aukast. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að hún verði komin yfir fimm prósent."

Leiðarinn: http://visir.is/stodugleika-bedid/article/2011707119991

Bendum einnig á grein eftir Árna Þór Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ um ESB-málið, en hann hefur unnið í sambandi við það innan Sjálfstæðisflokksins.

http://visir.is/erum-vid-tilbuin-ad-ganga-i-esb?/article/2011707119985


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Íslenskir mjólkurframleiðendur gætu stóraukið útflutning á skyri til Evrópu með aðild að Evrópusambandinu en aftur á móti myndu þeir mæta harðri samkeppni þegar kemur að ostum, segir forstjóri MS."

"Með aðild að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á innfluttar evrópskar landbúnaðarafurðir og samhliða því myndu tollar á íslenskar afurðir fluttar út til Evrópusambandsríkjanna falla niður.

Þetta gæti skapað margvísleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.


Íslenskir mjólkurframleiðendur hafa heimildir til að flytja út 380 tonn af skyri á hverju ári.

Það eru um milljón lítrar af mjólk sem fara í afurðirnar, eða um eitt prósent af landsframleiðslu.

MS markaðssetur skyr.is í bæði Bandaríkjunum og Finnlandi en fyrirtækið fullnýtir kvótann á þessu ári með útflutningi til Finnlands.

Einar Sigurðsson
, forstjóri MS, sagði við fréttastofu að gagnkvæm áhrif þess að afnema tollmúra myndu fela í sér tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til að flytja meira út af skyri en gert er í dag.

Ef tollverndar nyti ekki við væri hægt að auka þennan útflutning verulega.
"

Stórauka mætti útflutning á skyri með aðild Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 11.7.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skemmtileg tilvitnun í Jón Sigurðsson sem NEI-sinnar eru búinir að ætleiða á einu bretti.  Þó að það blasi við öllum sem vilja sjá það. Að Jón Sigurðsson hefði viljað Ísland í ESB ef hann hefði verið á lífi.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Þetta er ekki aðalmál og engin ástæða að ganga í ESB. vegna skyr-sölu,sem selst vel í BNA,og líkur á að hægt sé að ná samningum um tolla (tvíhliða). FULLVELDI OKKAR, er aðalmál og það gefum við ekki eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2011 kl. 00:12

4 Smámynd: The Critic

Helga Kristjánsdóttir: Aðild að ESB felur ekki í sér afsal á fullveldi. Ekkert aðildaríkjana hefur afsalað sér fullveldi við inngöngu.

The Critic, 12.7.2011 kl. 01:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga Kristjánsdóttir,

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá árinu 1918 og Danmörk er fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópusambandinu.

Evrópusambandið hefur enga ástæðu til að fella alveg niður tolla á íslenskum landbúnaðarvörum í sambandinu, til dæmis skyri og lambakjöti, ef tollar verða ekki felldir niður hér á móti á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum, til að mynda kjúklingum og svínakjöti.

Hins vegar eru hér einungis tíu svínabú og fjögur kjúklingabú, sem er verksmiðjubúskapur en ekki hefðbundinn búskapur hérlendis.

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 01:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.3.2010:

"Arion banki hefur tekið yfir rekstur tveggja stórra svínabúa, Brautarholts á Kjalarnesi og Hýrumels í Borgarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka voru búin tekin yfir vegna skuldavanda en bankinn gefur ekki upp um hversu háar skuldir hafi verið að ræða.

Samkvæmt ársreikningi Brautarholts fyrir árið 2008 námu skuldir 919 milljónum króna og voru þá 278 milljónum króna hærri en eignir.
"

Arion banki tekur yfir svínabú

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 01:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.8.2010:

"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.

Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.


Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.

Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU
."

Arion-banki selur svínabú

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 01:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... gagnkvæmur samningur á milli Evrópusambandsins og Íslands frá 28. febrúar 2007.

Með samningnum veitir Ísland Evrópusambandinu almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um 40%.

Enginn tollur verður í viðskiptum aðila með hesta, hreindýrakjöt í heilum og hálfum skrokkum, tómata, agúrkur og vatn.


Það sama gildir um blóm og plöntur, þó ekki afskorin blóm eða pottaplöntur undir einum metra á hæð.

Þá fellir Ísland niður tolla af frosnu grænmeti.


Ísland veitir Evrópusambandinu ennfremur kvóta fyrir innflutning á 100 tonnum af nautakjöti, 200 tonnum af svínakjöti, 200 tonnum af alifuglakjöti, 50 tonnum af skinku, 50 tonnum af unnum kjötvörum og einnig ákveðið magn af pylsum, kartöflum, rjúpum og osti.

Í staðinn fá Íslendingar tollfrjálsan kvóta til að flytja út 1.850 tonn af lambakjöti, 380 tonn af skyri, 350 tonn af smjöri og 100 tonn af pylsum.
"

Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, bls. 71-72, útg. 2011.

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 02:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm fimm prósent frá upphafi árs eftir að hafa styrkst um þrjú prósent að meðaltali árið 2010."

"Seðlabanki Íslands býðst í dag til að kaupa íslenskar krónur í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.

Þetta er annað gjaldeyrisútboð bankans í sumar en útboðin eru liður í losun gjaldeyrishafta og eiga að stuðla að því að fjárfestar geti selt krónueignir sínar með skipulögðum hætti ef þeir svo kjósa.

Seðlabankinn býðst til að kaupa fimmtán milljarða króna gegn greiðslum í evrum, sem er einungis rúm fjögur prósent af krónueign erlendra aðila en hún er metin á um 400 milljarða króna.


Síðari hluti útboðsins fer fram í ágúst en þá mun bankinn bjóðast til að kaupa íslenskar krónur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum."

Íslenska krónan hefur veikst um rúm 5% á árinu

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband