Leita í fréttum mbl.is

Króna í þágu neytenda?

Á www.visir.is stendur: "Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljót að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu.

Í ritgerðinni segir orðrétt:

„Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr."

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Vöruverð á Íslandi lækkar aldrei

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.7.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað.

"Á fundi í Póllandi fyrir nokkrum dögum kom skýrt fram að Pólverjar myndu í formennskutíð sinni í Evrópusambandinu leggja áherslu á að opna fleiri kafla, þar sem það væri jú okkar ósk.

Og Pólverjar leggja sérstaka áherslu á fisk og landbúnað, þannig að ég tel að það hafi strax haft áhrif," segir Össur.

Hann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Pólverjar styðja að aðildarviðræðum við Ísland verði hraðað

Þorsteinn Briem, 12.7.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta er engin sérstök uppgötvun.  Klassíska hagfræðin heldur því fram að verð lækki jafn auðveldlega og það hækkar á meðan Keynesíska hagfræðin(frá 4. áratug síðustu aldar) heldur því fram að (nafn)verð eigi auðveldara með að hækka en lækka.

Flestir aðhyllast Keynesíska hagfræði sem notar verðbólgu sem leið út úr kreppum. 

Verðstöðugleiki er aðalmarkmið Evrópska seðlabankans og þess vegna er ekki lengur hægt að nota Keneysíska hagfræðikenningar eins og áður til að leysa hagfræðileg vandamál í þeim löndum sem nota eða styðjast við evruna.

Þetta þýðir að evrulönd geta ekki "eytt" sig út úr vandræðum, þau verða að spara eins og Grikkland, Portúgal, Írland og Ítalía verða að gera. 

Þessi nauðsynlegi agi er ekki innbyggður í ESB og þess vegna verða stjórnmálamenn að sýna mikinn aga í ríkisfjármálum og þroska í hagstjórn, enda verður ekki hægt að setja á höft í ESB eða fella evruna og senda þar með reikninginn til almennings.

Lúðvík Júlíusson, 12.7.2011 kl. 22:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands er nú rúmlega 400 milljarðar króna, samkvæmt hagtölum bankans.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans í heild nam 827,8 milljörðum króna í lok júní síðastliðins og hækkaði um 119,2 milljarða króna milli mánaða.

Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam 408,3 milljörðum króna í lok júní síðastliðins.


Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs næstu 12 mánuði
eru hins vegar áætlaðar 419,5 milljarðar króna."

Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands 408 milljarðar króna

Þorsteinn Briem, 13.7.2011 kl. 14:58

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, einn gagnrýnislausi ESB-fylgismaðurinn, hefði nú mátt nefna það um leið, að þegar skipt var yfir í evru, í mörgum evrulandanna, notuðu kaupmenn, veitingasalar og margir aðrir, sem bjóða vörur og þjónustu, tækifærið til að hækka verulega verðið á sínum framboðna varningi eða þjónustu.

Reyndar er evran kannski á útleið núna vegna alls konar hræringa og nánast kollsteypu sem við blasir í sumum evrulöndum. "Verðstöðugleiki" og hvers konar annar efnahagslegur stöðugleiki er nokkuð sem ESB-menn geta ekki lengur gumað af án þess að gera sig hlægilega.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 01:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu LÆKKAR hér verð á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandslöndunum vegna afnáms tolla á þeim vörum.

Þorsteinn Briem, 14.7.2011 kl. 01:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS MEÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 14.7.2011 kl. 01:58

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Allt að tuttugu og fimm prósent" lækkun á landbúnaðarvörum myndi, ef það nær til lamba- og nautakjöts, hafa stórskemmandi áhrif á íslenzkan landbúnað. Ég veit, að Steina er alveg sama, hann vill eflaust að við étum mengaðra kjöt frá 42,5% Evrópu, þ.e. ESB.

En hvað ætlar hann að gera við allt það fólk, sem þá flosnar upp frá vinnu sinni? Ekki fer það til ESB að fá sér vinnu þar á ökrunum! Þú verður að líta á heildarmyndina, Steini.

Svo, til að svara líklegu svari þínu, er ESB ekki svo saklaust af niðurgreiðslum og landbúnaðarstyrkjum, að það hafi efni á að gagnrýna okkur. En "norðurslóðastyrkirnir" í ESB, í Finnlandi og Svíþjóð, eru EKKI frá Brussel eða ESB, heldur frá sænska og finnska ríkinu -- ESB leyfir bara að ríkin þar styrki þannig eigin landbúnað, en samt á það að heita velgerningur, af því að leyfið má líka ekki treysta á, og það er líklegt til að verða fellt síðar úr gildi.

Takið líka eftir, að Steini segir bara Æ eða Ö, þegar ég segi A. Ég benti á, að mýthan um "stöðugleika" evrusvæðisins er fyrir bí. Steini "svarar" með því að tala um eitthvað annað.

Af hverju talarðu ekki bara um veðrið, Steini? Gætirðu ekki fundið eitthvað á wetter.de eða weatherforecast.eu ? Það væri gaman að fá ca. 25 innlegg frá þér um það efni. Ég bíð spenntur.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 02:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvernig var veðrið í Brussel, síðast þegar þú fréttir af því?

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 02:51

11 Smámynd: The Critic

JVJ þú ert að gleyma því að kaupmenn á íslandi nota hverju einustu smugu til að hækka þegar krónan lækkar um nokkur prómil. Það er hvergi í evrópu jafn tíðar hækkanir á vöruverði eins og á banalýðveldinu íslandi.

Allt tal um að vöru verð hafi stórhækkað við upptöku evru eru stórlega ýktar. Sumt lækkaði og annað hækkaði. Breyting á vöruverði var nokkur cent til eða frá vegna þess sem kallað er "sálfræðilegt verð" sem þýðir að vörur kosta 9.99. en ekki 10. Ef vara kostaði t.d. 10,1 eftir evru var því breytt í 99,99 og ef hún kostaði  99,7 var því breytt í 99,99.

The Critic, 14.7.2011 kl. 13:19

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

nei, "Crotic", þú hefur ekki fylgzt með þessu, kannski verið á barns- eða unglingsárum, þegar þessi evrubreyting gekk þar í garð. Hún var misnotuð til stórfelldra verðhækkana um marga hluti.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 13:51

13 identicon

Jón Valur:  Geturðu komið með dæmi fyrir okkur um vöru sem hækkaði í verði með evruupptöku?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband