14.7.2011 | 11:46
Góðir leiðarar eftir Ólaf í Fréttablaðinu
Við viljum benda á tvo fína leiðara eftir Ólaf Þ. Stephensen í Fréttablaðinu.
Þann 12. júlí skrifar hann um bændur og ESB-málið og segir meðal annars: "Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað.
Þannig eru varnarlínurnar, sem Bændasamtökin kynntu á nýjan leik í síðustu viku, í raun varnarlínur um óbreytt ástand í landbúnaði. Í ályktun Búnaðarþings, þar sem varnarlínurnar voru settar fram sem ófrávíkjanleg skilyrði í aðildarviðræðunum við ESB, var sömuleiðis sú krafa að allar umræður sem leiða af sér grundvallarbreytingar á ríkisstuðningi, tolla- og stofnanaumhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samningaferli lýkur.
Er það nú endilega nauðsynlegt? Margir af þeim sem hafa áhuga á umbótum í landbúnaðinum hafa engan áhuga á Evrópusambandsaðild og enga trú á að hún verði að veruleika. Af hverju þá að bíða með þessar umræður?
Alveg óháð ESB-aðild er til dæmis ástæða til að ræða hvort ekki þurfi að koma á bæði innlendri og erlendri samkeppni á búvörumarkaði hér á landi, með því að samkeppnislög nái til alls landbúnaðargeirans eins og annarra atvinnugreina og tollvernd verði afnumin, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning rétt eins og flestir aðrir innlendir framleiðendur neyzluvöru."
Daginn eftir tók svo Ólafur fyrir sjávarútvegsmálin, og segir þetta: "Margir, þar á meðal ýmsir forystumenn í sjávarútvegi, hafa fært rök fyrir því á undanförnum árum, alveg óháð umræðunni um ESB, að bannið við beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi sé tímaskekkja og til óþurftar.
Bannið torveldar þannig sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sér áhættufé á hlutabréfamarkaði til frekari vaxtar. Á sínum tíma fékk Ísland undanþágu á sviði sjávarútvegs frá ákvæðum EES-samningsins um fjárfestingafrelsi. Þá ríkti talsverður ótti um að útlendir fjárfestar gleyptu hér heilu atvinnugreinarnar. Hann reyndist ástæðulaus; þvert á móti voru það íslenzku fyrirtækin sem nýttu sér fjárfestingafrelsið til að vaxa erlendis.
Þar létu sjávarútvegsfyrirtækin ekki sitt eftir liggja. Fyrirtæki á borð við Samherja hafa verið umsvifamikil í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins. Fyrirtæki í eigu Íslendinga ráða til dæmis drjúgum hluta úthafsveiðikvóta Þýzkalands og Bretlands.
Ísland getur að sjálfsögðu ekki haldið því fram til langframa að það sé allt í lagi að Íslendingar fjárfesti í sjávarútvegi í ESB, en fyrirtæki frá öðrum Evrópuríkjum megi ekki fjárfesta hér. Óttinn er ástæðulaus. Íslenzkur sjávarútvegur er öflugri en sjávarútvegur flestra ríkja ESB og líklegt að áfram verði það fremur Íslendingar sem fjárfesta ytra en öfugt."
Ólafur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Evrópumálum og skrif hans eru mikilvæg í að halda umræðunni upplýstri og á skynsemisnótum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.