21.7.2011 | 17:05
Bandalag ystu aflanna!
Morgunblaðið mærir í dag í leiðara Ragnar Arnalds, fyrrum formann Nei-samtakanna hér á Íslandi. Ragnar skrifaði grein um Írland og fiskveiðimál í gær, en ekki verður farið nánar út í hana hér.
Þetta er hinsvegar aðeins enn ein staðfesting þess að ysta-vinstrið og ysta-hægrið hafa gengið í eina sæng í ESB-málinu.
Allir vita jú að skoðanir Morgunblaðsins á ESB-málinu koma jú að stórum hluta til frá aðila sem aðhyllist taumlausa frjálshyggju í anda afskiptaleysisstefnu.
Og margir vita eflaust að Ragnar Arnalds var formaður gamla Alþýðubandalagsins frá 1968-1977, sem var lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum og athvarf helstu kommúnista þessa lands.
Í sambandi við uppunalega útgáfu þessarar færslu skal tekið fram að hamarinn og sigðin sem fylgdu með sem myndskreyting pössuðu kannski ekki alveg. Það skal viðurkennt.
Því má svo bæta við í framhaldinu að þetta mynstur er þekkt víða í Evrópu, þ.e. að öfl lengst til hægri og vinstri í stjórnmálum séu á móti ESB.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er búið að kasta frjálshyggjutalinu fyrir róða í Mogganum. Pólítíska orðræðan samsvarar Þjóðviljanum gamla. Davíð er orðinn kommúnisti af gamla skólanum. Nú þegar herinn er farinn og Nató ekki lengur varnarbandalag heldur sérsveit þröngra Bandarískra hagsmuna og frjálshyggjan reyndist bara bóla stendur ekkert eftir nema gamli sossaáróðurinn um þjóðfrelsi og hatur á auðmönnum.
Gísli Ingvarsson, 21.7.2011 kl. 18:03
Það er ekkert öfgakennt við Ragnar Arnalds, fjarri fer því.
Það er heldur engin öfga-hægristefna boðuð í Morgunblaðinu.
Þið eruð nú alveg dæmalaust illa að ykkur að skrifa annað eins.
Svo mætir öfga-evrókratinn og þykist bæta hér um betur!
Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 00:46
Bara allt á haus, Steingrímur orðinn harður kapitalisti,kosinn sem vinstrimaður,Jóka bjargvættur litla mannsins!! Hugsjónir heiðarlegra halda velli, þarf að kenna þér að sameinuð stöndum vér gegn landssöluliðinu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2011 kl. 07:46
27.10.2008:
Sjötíu prósent Íslendinga vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis
Þorsteinn Briem, 22.7.2011 kl. 11:28
Fyrir síðustu alþingiskosningar voru 38% VINSTRI GRÆNNA HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.
Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar
Þorsteinn Briem, 22.7.2011 kl. 11:29
Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4
Þorsteinn Briem, 22.7.2011 kl. 11:30
Í skoðanakönnun Capacent Gallup 5. marz 2010 vildu aðeins 24,4% inntöku Íslands í Evrópubandalagið, 15,5% tóku ekki afstöðu, en 60% voru andvíg. Í sömu könnun var spurt þess sama, að þessu viðbættu: ef kosið væri núna, og þá svöruðu 30,5% játandi, en 69,4% neitandi. (Sbr. hér.)
Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 18:26
Samkvæmt þessari skoðanakönnun eru EINUNGIS UM 30% Íslendinga ANDVÍG aðild Íslands að Evrópusambandinu, hvað sem á dynur:
27.10.2008:
Sjötíu prósent Íslendinga vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis
STÓR HLUTI þjóðarinnar tekur hins vegar ekki afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fyrr en SAMNINGUR um aðildina LIGGUR FYRIR.
Hvorki þeir sem eru fylgjandi eða andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu geta ákveðið fyrir aðra en sjálfa sig hvernig þeir greiða atkvæði um aðildina þegar þar að kemur.
Og margir munu jafnvel ekki ákveða sig fyrr en í kjörklefanum.
Þorsteinn Briem, 22.7.2011 kl. 20:23
Þú ert að vitna hér í gamlar, úreltar skoðanakannanir, Steini.
Þar að auki er þessi gerð af engum öðrum en Fréttablaðinu!
Það var merkilegt þegar ESB-innlimunarsinnar voru um daginn að kvarta yfir skoðanakönnun sem Heimssýn hafði látið framkvæma - viðkomandi gagnrýnendur töldu hana þess vegna ekki marktæka. En það var þó könnun, sem Heimssýn framkvæmdi ekki sjálf, heldur Capacent Gallup. Svo ætlizt þið hins vegar til þess, að rammhlutdrægt, ESB-sinnað Fréttablaðið verði talið marktækt, þegar það birtir SÍBAR EIGIN skoðanakannanir um sitt heittelskaða 42,5%-Evrópusamband!!!
Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 23:55
Já, SÍNAR EIGIN !
Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 23:56
STAÐREYND:
STÓR HLUTI þjóðarinnar tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fyrr en SAMNINGUR um aðildina LIGGUR FYRIR.
Og margir munu jafnvel ekki ákveða sig fyrr en í kjörklefanum.
ENGIN skoðanakönnun getur því sagt fyrir um það hvort aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykkt hér í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ekki einu sinni daginn fyrir atkvæðagreiðsluna.
Skoðanakannanir eru EKKI þjóðaratkvæðagreiðslur og þingkosningar.
Og ríkjum er EKKI stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum.
Ef svo væri þyrfti einungis kóng í hverju ríki sem stjórnaði með skoðanakönnunum Gallup.
Jafnvel einn kóng fyrir þau öll.
Heilalausan HÆGRIÖFGAMANN.
Þorsteinn Briem, 23.7.2011 kl. 00:48
Endemisbullari sem þú sýnir endalaust að vera, Þorsteinn Briem.
ÞETTA ætti að sýna þér og öðrum hér, hvernig raunveruleg staða í skoðanakönnunum er frá marz á þessu ári (og hinum fyrri), skoðið þarna vel neðstu línurnar í töflunni til að sjá afstöðuna til hinna ýmsu spurnina. http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion.
Þessi er niðurstaðan úr könnunum Gallup (G) og MMR (M):
1) 10.3.2011 G: að ganga í (join) ESB: Já 31,4%, nei 50,5%, óákv.18%.
2) Sama: Ef kosið væri nú? –Já 38,9%, nei 61,1%.
3) 17.3.2011 M: að ganga í ESB: Já 30%, nei 55,7%, óákv.14,2%.
4) 16.6.2011 G: að ganga í ESB: Já 37,3%, nei 50,1%, óákv.12,6%.
5) 30.6.2011 G: að draga umsóknina til baka: Já 51,0%, nei 38,5%, óákv.10,5%.
Og reyndu svo að hreykjast um, Steini, eða ertu kannski dagaður uppi sem hvert annað nátttröll?
Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 05:14
SKOÐANAKANNANIR.
"24. October 2005
Least corruption in Iceland
Iceland ranks #1 of 159 countries included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."
News - Least corruption in Iceland
Þorsteinn Briem, 23.7.2011 kl. 11:19
SKOÐANAKANNANIR OG KOSNINGAR.
Fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup vikuna 25.-31. mars 2009, einungis 24-30 dögum fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009:
Samfylkingin 29,4% en fékk 29,8% í alþingiskosningunum,
Vinstrihreyfingin - grænt framboð 27,7% en fékk 21,7% í alþingiskosningunum,
Sjálfstæðisflokkurinn 25,4 en fékk 23,7% í alþingiskosningunum,
Framsóknarflokkurinn 10,7% en fékk 14,8% í alþingiskosningunum,
Borgarahreyfingin 3% en fékk 7,2% í alþingiskosningunum,
Frjálslyndi flokkurinn 1,4% en fékk 2,2% í alþingiskosningunum.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 23.7.2011 kl. 11:20
Í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 23.7.2011 kl. 11:22
Aðeins 60% Samfylkingarmanna voru fylgjandi stefnu flokksins um innlimun í ESB.
Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 13:03
Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 38% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.
Af þeim sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna voru 73% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 92% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.
Um 28% þeirra sem ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn voru HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 57% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.
Og af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru 25% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 54% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.
Af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 5% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 17% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 16% Framsóknarflokkinn og 16% Sjálfstæðisflokkinn.
Og af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 6% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 2% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 15% Framsóknarflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.
Fjöldi svarenda var 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.
Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar
Þorsteinn Briem, 23.7.2011 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.