Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson um kaupmátt

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, stjórnlagaráðsmaður, fjallar um efnahagsmál í nýjum pistli á Eyjunni og kemur þar í lokin inn á kaupmátt, þ.e. það sem launþegar fá fyrir launin sín. Guðmundur segir:

 "Íslenskum launamönnum hafði tekist frá 2000 að ná um 13% kaupmáttaraukningu fram að Hruni, en töpuðu henni allri við Hrunið,auk þess að fjöldi heimila tapaði öllum sínum eignum.

Danir féllu ekkert í kaupmætti um við efnahagshrunið og hafa bætt við sig 1% eftir 2008 og tæp 6% það sem af er þessari öld. Auk þess að halda þeir sínum eignum.

Svíar hafa gert betur, þeir hafa bætt við sig 2.3% eftir efnahagshrunið og 7,3% það sem af er þessari öld, og líka halda sínum eignum.

Finnland hefur bætt við sig 4,5% í kaupmætti frá efnahagshruninu og bætt við sig 10,8% það sem af er þessari öld.

Meðaltal kaupmáttaraukningar í Evrópu það sem af er þessari öld er 12,7%, þar af 2,7% eftir efnahagshrunið. Heimild: Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) árið 2010.

Vextir hér á landi eru töluvert hærri en annarsstaðar og vaxtamunur verður alltaf a.m.k. 5% hærri á Íslandi en innan Evrusvæðisins, það er vegna krónunnar. Ef fjölskylda kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur kaupir sér hús t.d. í Danmörku. Þá er staðan sú eftir 20 ár að íslenska fjölskyldan hefur greitt sem svarar andvirðis rúmlega tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við stöðu dönsku fjölskyldunnar."

Megin atburðir Hrunsins voru tveir: Fall bankakerfisins og hrun Krónunnar ( sem hefur verið í sóttkví í meira en þrjú ár!).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Séu þessar ónefndu heimildir og aðferðafræði Guðmundar réttar þá hlýtur Hagstofa Íslands að falsa tölur.

Samkvæmt tölum frá hagstofu Íslands þá hefur kaupmáttur launa hækkað frá Janúar 2000(98,2) til og með Júní 2011(109.5) um 11,5% UMFRAM VERÐBÓLGU sem stemmir ekki við órökstuddar fullyrðingar Guðmundar um að kaupmáttaraukning frá 2000 til dagsins í dag sé 0%. Kaupmáttaraukning hefur því verið 11,5% á þessari öld eða 92% betri árangur en hjá Dönum.

Kaupmáttur frá Janúar 2000(98,2) til Mars 2008(119,2), þegar fór að fjara undan gróðærinu hjá venjulegum launþegum, var rúm 21%.

Það sem skilur okkur frá flestum löndum Evrópu er að við fjármögnum okkar lífeyriskerfi með sjóðsöfnun sem samkvæmt lögum skal bera 3,5% RAUNVEXTI. Við fjármögnum stæsta hlut eftirlaunanna okkar með framlögum til söfnunarsjóðanna í gegnum vexti Íbúðarlána  enda fjármagna lífeyrissjóðirnir megin hluta húsnæðiskerfisins. "Einkabankar" hafa reynt að ná til sín, í sína bónussjóði, þessari raunávöxtun sem rennur nú að mestu aftur til launþeganna í gegnum rífleg eftirlaun sem annar yrði að fjármagna með gegnumstreymiskerfi eins og í flestum Evrópulöndum með tilheyrandi skuldavanda fyrir komandi kynslóðir.

Ef við ákveðum við að leggja niður þetta kerfi þá munu vextir lækka en skattar hækka og fjármögnun kerfisins lenda á framtíðar kynslóðum.

Ef álpums inn í ESB þá munum við þurfa að fjármagna ónýttu eftirlaunakerfin á meginlandinu eins og Finnar eru nú þegar farnir að gera í gegnum fjármögnun ósjálfbæru skuldasöfnunar Grikklands og væntanlegara annarra Evrulanda í framtíðinni. 

Vextir innan ESB og Eurozon eru breytilegir og fer það allt eftir landsvæðum, þ.e jaðarsvæði borga 1-3% hærri vexti, það ekkert annað en draumórar að halda annað en að vextir verði hér varanlega 1-3% hærri en best gerist á meginlandinu eftir inngöngu í sambandsríkið. 

Eggert Sigurbergsson, 31.7.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

ALLIR
sem aðild eiga að verkalýðsfélagi geta verið í stjórnum þeirra. EF einhverjir hafa áhuga á að kjósa þá.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru sem gjaldmiðils okkar Íslendinga FELLUR verðtrygging hér NIÐUR.

Sjálfstæðisflokkurinn
mun hins vegar EKKI leggja hér niður verðtryggingu.

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið hér VIÐ VÖLD Í 54 ÁR, rúmlega 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér á Íslandi.

Og hér hefur verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar gengi íslensku krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.

Verðbólgan
hérlendis var 7% árið 2006, þegar gengi krónunnar var HÁTT skráð, og 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og gengi krónunnar HRUNIÐ.

Og á árunum 2001-2008 HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 65%.

"Fara þarf alveg aftur til sjötta áratugs síðustu aldar til að finna dæmi um verulega verðhjöðnun sem náði yfir heilt ár.

Mest varð lækkunin frá desember 1958 til sama mánaðar 1959 eða 7,84%. Þá lækkaði verðlag um rúm 3% frá október 1952 til sama mánaðar árið á eftir.

Örlítil verðhjöðnun varð einnig árið 1948. Þar áður lækkaði forveri vísitölu neysluverðs um tæp 5% frá desember 1942 til sama mánaðar 1943.

Árið 1943 var vitaskuld mjög óvenjulegt ár vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.

Þetta var þó allt fyrir verðtryggingu lána, sem ekki var leyfð fyrr en með svokölluðum Ólafslögum árið 1979.

Eftir það hefur aðeins einu sinni orðið verðhjöðnun þegar horft er til heils árs en hún var þó óveruleg.

Frá október 1993 til nóvember 1994 varð örlítil verðhjöðnun, vísitala neysluverðs lækkaði úr 170,8 í 170,7 stig eða um 0,06%."

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 15:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Þú og aðrir ÖFGAMENN hafið hvorki áhuga né getu til að kynna ykkur STAÐREYNDIR, heldur ruglið þið út í það óendanlega hér á Netinu.

Ef þið viljið nýjar stjórnir verkalýðsfélaganna verðið þið að bjóða ykkur þar fram, ykkar vísindi og gríðarlegu þekkingu, í stað þess að gapa hér.

Meðlimir verkalýðshreyfingarinnar hljóta að taka ykkur fagnandi.

Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lagt til að við notum áfram íslenska krónu sem gjaldmiðil okkar Íslendinga en ÁN VERÐTRYGGINGAR?!

Og hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að við tökum upp Kanadadollar eða Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil okkar Íslendinga.

En ekki vantar nú að þið gapið um það hér á Netinu eins og nýveiddir þorskar.

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 16:38

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Verðbólga í Danmörku er um 2,8% síðast þegar ég heyrði (gætu þó verið úreldar upplýsingar hjá mér) og þótti há.

Verðbólgan á Íslandi er kominn í 5% og stefnir hratt yfir þá tölu á næstunni.

 Íslenska efnahagskerfið er á leiðinni í verðbólguskot og er að fá yfir sig dýpri kreppu ofan á það að auki.

Jón Frímann Jónsson, 31.7.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.6.2011:

"Minnst mælist verðbólgan á Írlandi (1,2%) af löndum Evrópska efnahagssvæðisins og næst þar á eftir koma Noregur (1,6%) og Svíþjóð (1,7%)."

Verðbólgan 2,7% á evrusvæðinu


7.7.2011:


"Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans úr 1,25% í 1,5%.

Þetta er önnur vaxtahækkun bankans frá því í apríl.

En þá höfðu vextirnir haldist óbreyttir frá því í júlí 2008.
"

Vextir hækka á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband