Leita í fréttum mbl.is

Eyjan tók undir með Evrópusamtökunum

EyjanVefmiðillinni Eyjan tók undir með Evrópusamtökunum í sambandi við pistil Styrmis Gunnarssonar í helgarblaði Morgunblaðsins, en þar ræðir hann meðal annars um beint lýðræði. Á Eyjunni stendur:

"Hvernig stendur á því að Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, telur beint lýðræði hornstein nýs og betra íslensks samfélags en vill ekki leyfa Íslendingum að vita hvað Evrópusambandsaðild hefur í för með sér og kjósa um það í kjölfarið?

Þessari spurningu velta pistlahöfundar Evrópusamtakanna fyrir sér í kjölfar skrifa Styrmis í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Þar fer Styrmir yfir þann mun sem virðist vera á samfélagsgerð Íslendinga og Norðmanna þegar dramatískir atburðir eiga sér stað. Ólíkt Norðmönnum sem nú standa þéttar saman en áður í kjölfar voðaverka Anders Breivik og vekja aðdáun fyrir vikið hefur íslenskt samfélag sundrast enn meira í kjölfar bankahrunsins 2008."

Þessi frétt er efst í flokki "heitustu umræðna" á Eyjunni nú um stundir.

Öll frétt Eyjunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Krafa fámenns hóps um að Ísland verði innlimað í stór Þýskaland er nátúrulega ekki lýkleg til að sameina þjóðina heldur þvert á móti sundra henni þegar síst þarf á að halda.

En sambandssinnar vita sem satt er að þjóðinni verður aldrei komið í ESB nema STRAX eftir efnahagsáfall og það af stærstu gerð enda hafa útsendarar Samfylkingarinnar unnið ötulum höndum að því að gera fullveldisafsal mögulegt á leiftur hraða í nýjum drögum að stjórnarskrá.

Ég er ekki hissa á að "Eyjan" sé stórveldissinnuð enda er núverandi ritstjóri fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Eggert Sigurbergsson, 31.7.2011 kl. 20:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 38% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 56% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna voru 73% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 92% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Um 28% þeirra sem ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn voru HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu og 57% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru 25% HLYNNT AÐILD Íslands að Evrópusambandinu en 54% HLYNNT VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að sambandinu.

Af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 5% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 17% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 16% Framsóknarflokkinn og 16% Sjálfstæðisflokkinn.

Og af þeim sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru um 6% HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG VIÐRÆÐUM UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu, 2% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 15% Framsóknarflokkinn og 8% Sjálfstæðisflokkinn.

Fjöldi svarenda var 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 21:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

ÞIÐ ÖFGAMENNIRNIR eruð greinilega hrifnir af hver öðrum.

Í Evrópusambandsríkjunum búa hins vegar um 500 milljónir manna og sem betur fer er einungis LÍTILL HLUTI þeirra ÖFGAMENN.

Og það sama á við þá sem búa hér á Íslandi.

Þið eruð MINNIHLUTAHÓPUR í öllum ríkjum Evrópu.

Kexruglaðir allir sem einn.

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 22:11

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Ég vona að þú hafir verið að grínast. Vegna að ef þú ert ekki að grínast. Þá áttu við alvarlegt vandamál að etja, eða ert hreinlega orðin ruglaður af öfgunum sem þú ert búinn að koma sjálfum þér í.

Jón Frímann Jónsson, 31.7.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha þetta er frábær brandarasíða.  Það er gaman að koma hér inn og sjá þessa skemmtilegu umræður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 01:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ásthildur Cesil Þórðardóttir,

Hugmyndafræði þeirra sem hér gapa sem nýveiddir þorskar er sú sama og Frjálslynda flokksins, þannig að það er von að þú skemmtir þér vel.

Frjálslyndi flokkurinn
hefur hins vegar ekkert fylgi og hvers vegna skyldi það nú vera?!

Þorsteinn Briem, 1.8.2011 kl. 02:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steini ég er að tala um þetta ágæta bloggsvæði.  Fyrst koma þeir sem standa fyrir honum með einhverja barnalega frétt um að einhver hafi sagt og gert þetta eða hitt, svo kemur einhver og mótmælir, þá kemur Jón Frímann og setur inn stór orð eins og honum er einum lagið, og svo rappar þú undir með copy/paste langlokum.  Þetta er ótrúlega flott og fyndið og kemur mér alltaf í gott skap.

Hvað varðar Frjálslynda flokkinn þá er hann með einhverja heilbrigðustu stefnuskrá flokkanna, sérstaklega í sjávarútvegsmálum, málefnum aldraðra og skattamálum.  Ef menn hefðu á sínum tíma hlustað á Guðjón Arnar og það sem hann og Sverrir voru að segja, þá værum við í miklu betri málum í dag.  Þannig er það nú bara.  Eigðu góðan dag og takk fyrir skemmtunina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 10:15

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásthidur. Þú talar um einhverja heilbrigðustu stefnuskár flokka í þremur málaflokkum. Á þetta að vera brandari. Frjálslyndi flokkurinn var með heimskulegustu tillögu sem ég hef séð í langan tíma í skattamálum. Tekjutengdur persónuafsláttur eins og þeir lögðu fram hefði ekki bara flækt skattkerfið verulega heldur líka leitt til um 50% jaðaráhrifa tekna hjá fólki með lágar tekjur. Til viðbótar við það hefði stór hluti þessa hóps verið með jaðaráhrif tekna á barnabætur, vaxtabætur eða húsaleigubætur. Jaðaráhrif tekna hefðu getað farið upp í um 70% hjá fólki með tvö eða þrjú börn með miklar húsnæðisskuldir. Þetta hefði í mörgum tilfellum leitt til þess að fólk í þessari stöðu hefði séð lítinn tilgang í því að auka lítillega við tekjur sínar.

Hvað vaðar stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum þá tek ég lítið mark á flokki sem vill auka veiðar um 100 þúsun tonn þegar fiskifræðingar telja þörf á að minnka veiðar.

Frjálslyndi flokkurinn er sem betur fer dauður því það hefði orðið stór skaði hefði stefna hans náð fram að ganga og þá sérstaklega í málefnum innflytjenda enda óð þar uppi andúð á innflytjendum og á köflum var um hreinan rasisma að ræða. Reyndar eru fylgjendur hans margir komnir með endurunnin Frjálslynda flokkinn í Hægri grænum en sá flokkur fær væntanlega ekki mikið fylgi.

Sigurður M Grétarsson, 1.8.2011 kl. 11:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Þú og önnur íslensk ÖFGAFLÓN eruð með Samfylkinguna Á HEILANUM.

Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru langflestir Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM.

Framsóknarflokkurinn og Sjálftæðisflokkurinn EINKAVÆDDU bankana hér en EKKI til dæmis Samfylkingin.

Þorsteinn Briem, 1.8.2011 kl. 13:33

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður M. Grétarsson, skrýtið að óska stjórnmálaafli dauða?  Það er von að við sitjum í þessari pólitísku súpu og verðum stjórnað af kjánum sem lítið kunna annað en að halda völdum, alveg sama hvaða hluti fjórflokksins það er. 

Sýnir bara að  margir kjósendur eins og þú til dæmis hlustar ekki, skilur ekki og ert eins og asninn sem reynir að klífa vegginn með glópalánið í klafa á bakinu og tunguna á kafi í þeim sólskinsrössum sem ráða íslandi í dag.  Verði þér að góðu.  Annars var Frjálslyndi flokkurinn ekki til umræðu hér heldur Eyjan og ESB mannstu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 14:40

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ásthildur. Það er nú bara þannig að Frjálslyndi flokkurinn er öfga-flokkur til hægri og hagar sér slíkur. Enda með einsdæmum mikill rasismi og útlendingahatur sem er stundaður innan hans og hefur verið gert núna í mörg ár.

Málflutningur þinn segir sína sögu um það hvernig þú metur heiminn út frá því hvort að fólk er íslendingar eða útlendingar. Slíkt er auðvitað ekki boðlegt í dag og hefur aldrei verið.

Jón Frímann Jónsson, 1.8.2011 kl. 18:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ha! hvernig met ég stöðu heimsins út frá því hverrar þjóðar fólk er? Geturðu einhversstaðar bent á það að ég geri upp á milli manna eftir þjóðerni?

Þvílíkt bull og órökstuttur asnaskapur sem frá þér kemur Jón minn. Ég nenni ekki einu sinni að byrja á að ræða þessi mál við þig.  Því þú skilur ekki rök né útskýringar.  Þegar þú hefur ákveðið eitthvað þá stendur það punktur basta.  Ég ætla út og rökræða við stærsta steininn í garðinum mínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 18:33

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásthildur. Ef þú hefur ekki áttað þig á því þá var það líkingamál hjá mér að tala um "dauða" Frjálslynda flokksin og átti ég þar við að ég vonaði að hann komi aldrei aftur manni á þing eða í sveitastjórn.

Ekki veit ég hvernig þú telur þig þess umkomin að halda því fram að ég hlusti ekki? Ég las vel stefnuskrá Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar bæði árið 2007 og 2009. Ég gerði meira að segja útreikninga á skattastefnunni og sá að á tekjubilinu 150 til 250 þúsund kr. á mánuði væru jaðaráhrif tekna bara í skattkerfinu um 50% og þá átti eftir að bæta við jaðaráhrifum tekna á barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur. Með þá niðurstöðu er það og var mitt mat að þetta væri með einsdæmum heimskuleg hugmynd.

Ég tek undir með Jóni Frímanni um að Frjálslyndi flokkurinn er öfga hægri flokkur og þar grasserar rasismi og útlendingahatur. Ég ber því minni en enga virðingu fyrir þessum flokki.

Jú vissulega er það rétt hjá þér að hér er ESB til umræðu en það var ekki ég sem kom með Frjálslynda flokkinn inn í hana heldur var ég aðeins að bregðast við ummælum þínum um "heilbrigðustu" stefnuskrá hvað varðar skattamál og fiskveiðimál.

Hitt er þó annað mál að Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið ansi harða stefnum gegn ESB og þar á bæ hafa menn farið með miklu offorsi gegn þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB og sagt slíka afstöðu vera "landráð". Það gerði fyrrverandi formaður ungliðahreifingar flokksins, Viðar Guðjónsen" ítrekað á útvarpi Sögu og á blogginu sínu og var ekki einn um þetta viðhorf í flokknum. Það er ekki hægt að taka svona menn alvarlega í pólitískri umræðu.

Sigurður M Grétarsson, 1.8.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband