Leita í fréttum mbl.is

Þórólfur um lambakjöt og málefni bænda

Dr. Þórolfur Matthíasson var gestur í Morgunútvarpi og ræddi þar lambakjötsmál og málefni bænda. Þetta vegna þeirrar staðreyndar að bændur flytja út lambakjöt, en á móti er alls ekki flutt inn lambakjöt (eða annað kjöt) en samkvæmt kynningu á Rás tvö er skortur á lambakjöti. Viðtalið er hér.

Bendum einnig á hvassa grein Þórólfs um málið í Fréttablaðinu. Málið er einnig tekið fyrir í leiðara FRBL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gagnrýnin umræða um málefni bænda er af hinu góða. Völd og áhrif bændaforystunnar eru ekki í neinu samræmi við efnahagslegt mikilvægi og stöðu í þjóðarbúinu. Grein Þórólfs er þarft innlegg í umræðu sem einkennist alltof mikið af þjóðernisrembingi og ótta við opin viðskipti milli ríkja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

LANGT
frá því að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin, elsku kallinn minn.

Frá áramótum
hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 6,53% og íslensku krónunni um 7,02%.

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 57,12% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 120,11%.

Samfylkingin neyddi sem sagt Icesave upp á íslensku þjóðina?!

desember 2008 [þegar Geir H. Haarde var forsætisráðherra] samþykkti Alþingi þingsályktun um að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu."

Voru bankastjórar og bankaráðsmenn Landsbankans allir í Samfylkingunni?!

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Davíð Oddsson
, þáverandi seðlabankastjóri, ræddi við fréttamanninn Faisal Islam á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í febrúar 2008 og sagði:

"Innstæður eru öruggar aðallega í Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður fyrir 120 árum. Hann er virtur og gengur vel hér á landi og annars staðar.

Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann."

Davíð sagði að farsælla hafi þótt að afla fjár hjá venjulegum innstæðueigendum en á markaði.

"Ég held að íslenskir bankar hafi áttað sig á því fyrir tveimur árum að þeir ættu að fara þá leið, frekar en að endurfjármagna sig á markaði.

Það var eðlilegra að gera slíkt með innlánum og það hefur gengið vel. Ég held að við ættum að hrósa þeim fyrir það en ekki refsa þeim."

Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband