5.8.2011 | 14:21
Meira ryk, meira ryk!
Hin spurula Vigdís Hauksdóttir skrifar grein í Morgunblaðið í dag um ESB-málið, en hún vill draga það til baka og EKKI veita þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir eftir u.þ.b 12-18 mánuði. Svo mikil er lýðræðisást hennar!
Vigdís veltir fyrir sér kostnaði vegna málsins og fullyrðir að "stjórnsýslan liggi hér á hliðinni" vegna málsins og þessvegna gangi allt svo hægt hérna! Þetta sé s.s. allt ESB-málinu að kenna!
Sem á ekki við rök að styðjast, því sum ráðuneyti vilja ekki vinna í málinu, hvernig geta þau þá verið á hliðinni vegna þess?
En það alvarlega í málflutningi Vigdísar (sem sjálf hefur kostað íslenska skattgreiðendur milljónir vegna allskyns fyrirspurna á Alþingi!) er að hún slær fram tölum sem eru hreinlega staðlausir stafir!
Í grein Vigdísar segir: "Fljótt á litið má áætla að beinn kostnaður við umsóknarferlið verði á bilinu 1,5-2 milljarðar. Þær upplýsingar er ekki hægt að fá frá stjórnarráðinu og heykist hver ráðherrann á fætur öðrum að veita þinginu og almenningi upplýsingar um þennan kostnað. Samandregið er um að ræða gríðarlegan dulinn kostnað fyrir ríkissjóð.
Í minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu á fylgiskjali IV í þingsályktunartillögunni kemur fram að kostnaður aðildarviðræðnanna sé háður óvissu sér í lagi í ljósi þess hversu hratt viðræðurnar ganga. Kostnaðarmatið er byggt á 18 mánaða ferli sem átti að ljúka um mitt ár 2011. Nú er sá tími liðinn og langt í land með að samningar takist. Rökrétt er því að tvöfalda beinan kostnað af ferlinu. Ef umsóknin verður ekki dregin til baka er ljóst að kostnaðurinn við umsóknina mun hlaupa á tugum milljarða."
Kostnaðaráætlun Utanríkisráðuneytisins hljómar upp á 800 milljónir! Og við spyrjum: Hvernig ætlar Vigdís að fá upplýsingar um tölur, sem eru ekki til, eru ekki raunveruleiki? Jú, hennar aðferð er að búa þær til með því að "áætla" þær sjálf!
Og svo talar Vigdís um "tugi milljarða"! Gerir hún sér grein fyrir því að í því felast tölur á bilinu 10-90 milljarðar? Hvernig í ósköpunum er hægt að tala svona?
Nei-sinnar og "drögum-til-baka"-sinnar eru sífellt að slá ryki í augu almennings, með óábyrgum málflutningi og hræðsluáróðri eins og þessum!
Hér má svo lesa frétt, þar sem sagt er frá milljónakostnaði vegna einnar fyrirspurnar Vigdísar Hauksdóttur! Og þetta eru staðreyndir, ekki einhverjar getgátur um kostnað!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já þú meinar! Rykinu þyrlaði Össur Skarphéðinsson,með umsókn um aðild,sem reyndist vera aðlögun.
Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2011 kl. 16:15
Utanríkisráðherra 14.6.2010: Samtals 768 milljóna króna kostnaður í ár og á næsta ári vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 16:24
Um 384 milljóna króna kostnaður hér á ári á tveimur árum við samning um aðild Íslands að Evrópusambandinu er engan veginn mikill í ljósi þess að beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var um fjórum sinnum meiri, eða 1,4 milljarðar króna, árið 2007.
Og Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru hérlendis.
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 16:34
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 16:37
"Á Íslandi veitti Alþingi stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 12. janúar 1993."
Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 16:38
En "innlimunarsinnar" slá EKKI ryki í augu almennings með óábyrgum málflutningi???????
Jóhann Elíasson, 5.8.2011 kl. 17:23
Já Steini Briem. Það er alveg sama hvað þú peistar mikið. Nú eru ALLS engir kostir við það að ganga í ESB. Og þó að þú getir peistað gamla skoðanakönnun sem segir að meirihluti þjóðarinnar vilji inngöngu, þá hefur allt orðið á annan veg. Þú ert að missa allt niðrum þig.
Aumingja strákurinn.
Snorri Hansson, 5.8.2011 kl. 17:35
Snorri Hansson,
LANGT frá því að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin, elsku kallinn minn.
Frá áramótum hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 6,53% og íslensku krónunni um 7,02%.
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 57,12% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 120,11%, sem meðal annars hefur valdið mikilli VERÐBÓLGU hér.
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 18:09
Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 18:37
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 21:43
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 21:49
Steini Peist, á skriði sem aldrei fyrr
Guðmundur Júlíusson, 5.8.2011 kl. 22:15
Já, það ER lýðræðisást að vilja stoppa ólýðræðislega fáráðsumsókn um fullveldisafsal, enda vildi Vigdís hana ekki. Nú er kominn tími til að ræða fullveldisafsal inn í Bandaríkin, Japan, Kanada, Kína eða Rússland og við munum sjá hvað ykkur líkar það vel að eilífðarumræðan hætti loks að snúast um dýrðarveldið ykkar. Við munum heldur ekki spyrja ykkur, bara gera það eins ofbeldislega og Jóhönnuliðið gerði í júlí, 09.
Elle_, 5.8.2011 kl. 22:59
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 38:
"Það liggur fyrir að stór samtök innan Samtaka atvinnulífsins hafa ályktað um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.
Þetta sjónarmið hefur legið lengi fyrir hvað varðar Samtök iðnaðarins og nýverið hafa Samtök verslunar og þjónustu ályktað á sama hátt.
Það kom einnig fram á fundi með nefndinni að Samtök ferðaþjónustunnar vilja taka upp evru en hafa ekki stefnu gagnvart aðild að Evrópusambandinu."
"Þá liggur fyrir að sveiflur í gengi krónunnar koma illa við alla atvinnustarfsemi í landinu. Allar greinar eru nú orðið með erlend lán í sínum efnahag og eru háðar aðföngum erlendis frá sem taka verðbreytingum með gengissveiflunum."
"Áður hefur verið rætt um sjónarmið sjávarútvegsins hvað þetta varðar og sjónarmið landbúnaðarins mótast sömuleiðis af viðhorfum til landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins en báðar greinarnar líða fyrir þær miklu sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar að undanförnu."
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 23:21
Lýðræðið kostar en það er betra en annað sem er í boði.
Hvar gæti ég fundið útreikninga Aðalsteins Leifssonar?
Lúðvík Júlíusson, 5.8.2011 kl. 23:29
Lúðvík Júlíusson,
Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, al@ru.is, farsími 8256430:
Evran lækkar húsnæðisvexti (Why the euro lowers interest rates on housing)
Þorsteinn Briem, 5.8.2011 kl. 23:57
Ef sparnaðurinn með upptöku evru er að meðaltali 1 milljón af 20 milljónum, þá reikna ég með að vextirnir myndu lækka um 5% (prósentur) á ári... linkurinn er samt ekki að virka. Guðmundur Gunnarsson útskýrir þetta.
Lúðvík Júlíusson, 6.8.2011 kl. 00:08
VERÐTRYGGT 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.
Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 00:09
Rykið og rykmökkurinn liggur í ólýðræðislegri framgöngu og málflutningi EU-sinna ekki okkar hinna og ekki í lýðræði Vigdísar Hauksdóttur.
Elle_, 6.8.2011 kl. 00:52
Vextir á lánum til íbúðakaupa í Svíþjóð - Aktuella boräntor (Svenska Handelsbanken)
Vextir á lánum til íbúðakaupa í Svíþjóð á árunum 1994-2011 (Svíþjóð fékk aðild að Evrópusambandinu í ársbyrjun 1995)- Historiska räntor (Svenska Handelsbanken)
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 01:00
Var einhverjum bjargað úr bruna Edens í Hveragerði.
Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2011 kl. 01:56
"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár FYRIR bankahrunið."
"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Fréttablaðið.
Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.
Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [2009]."
Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 02:30
Steini,þú hefur þína sannfæringu ég mína. Upplýsingar frá Seðlabankanum sitja í mér,sem vafasöm,þótt liklega séu þessi rétt. Einknnilegar voru upplýsingar SB. um ágætis stöðu ríkisins,í miðjum slagnum um Icesave,þar var ekki um neina smáupphæð að ræða.Ekki löngu seinna eftir kosningar,var staðan orðin mun verri þótt ekki kæmi til greiðslu Icesave. Er hægt að lá manni þótt véfengi allt sem kemur frá Seðlabankanum,sem greinilega möndlar með þeirri tæru í hamslausri Esbvæðingunni. Sannir Íslendingar samþykkja það aldrei.
Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2011 kl. 04:14
Það á að reka Vigdísi Hauksdóttur, enda er manneskjan vanhæf með öllu og ætti með réttu ekki að vera á Alþingi.
Það kemur ennfremur ekkert á óvart að þjóðrembur bæði til hægri og vinstri vilji stoppa ESB aðildarumsóknina.
Þær nefnilega vita að þegar þar að kemur þá er þetta tapað mál hjá þeim.
Jón Frímann Jónsson, 6.8.2011 kl. 04:54
Helga Kristjánsdóttir,
"Sannir Íslendingar" eru eins og "Sannir Finnar" minnihlutahópur, enda er hugmyndafræði ykkar keimlík.
Sami grauturinn í sömu skálinni og meirihluti Íslendinga hefur skömm á ykkar hugmyndafræði.
Meirihluti landsmanna vill EKKI að íslenska krónan verði áfram gjaldmiðill okkar Íslendinga og íslenskar krónur verða EKKI lánaðar hér til langs tíma án verðtryggingar, enda hafa hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn lagt það til.
Hvað þá að Bandaríkjadollar eða Kanadadollar verði gjaldmiðill okkar.
Aðild Íslands að Evrópusambandinu og evran sem gjaldmiðill okkar er hins vegar góður kostur, hvað sem einhverjum "Sönnum Íslendingum" FINNST um það.
Og öllum heiminum er nákvæmlega sama um hvað ykkur FINNST um Evrópusambandið.
Þið vísið sífellt í einhverjar skoðanakannanir og hangið á þeim eins og hundur á roði en STÓR HLUTI kjósenda tekur að sjálfsögðu ekki afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fyrr en samningur um aðildina liggur fyrir. Og jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum.
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins, eins og fram kemur í athugasemdum mínum við síðustu færslu, enda þótt þið "Sannir Íslendingar" reynið sífellt að sannfæra ykkur sjálf um annað.
Og lengi lá fyrir að við, íslenska þjóðin, þyrftum trúlega ekkert að greiða vegna Icesave-reikninga Sjálfstæðisflokksins þegar upp væri staðið.
Hins vegar tæki ákveðinn tíma fyrir okkur að innheimta þá peninga og við þyrftum á velvilja margra annarra þjóða að halda til að fá hjá þeim háar upphæðir að láni, meðal annars vegna gjaldþrots Seðlabanka Íslands þegar Davíð Oddsson var þar bankastjóri.
Og að sjálfsögðu gerið þið einnig lítið úr því að mörg aðildarríki Evrópusambandsins, til að mynda Finnland og Pólland, hafa lánað okkur Íslendingum háar fjárhæðir til að við getum greitt GAMLAR skuldir íslenska ríkisins.
Þær skuldir þarf að greiða nú í ár og á næsta ári, meðal annars vegna kaupa á mykjudreifurum "Sannra Íslendinga" í Dölunum og annarra styrkja til landbúnaðar hérlendis.
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 07:51
Þessi 5% lækkun vaxta verður samt að líta á með dálítilli varúð vegna þess að hluti þeirra gæti verið verðbólga. Laun fylgja verðbólgu og rúmleg það til lengri tíma og því þarf að taka verðbólguþáttinn út úr dæminu og notast aðeins við langtíma raunvexti. Þá lítur dæmið öðruvísi út. Hins vegar hafa raunvextir verið háir og myndu lækka með stærri og stöðugri gjaldmiðli.
Lúðvík Júlíusson, 6.8.2011 kl. 11:42
20.6.2011:
Minnst mælist verðbólgan á Írlandi (1,2%) af löndum Evrópska efnahagssvæðisins og næst þar á eftir koma Noregur (1,6%) og Svíþjóð (1,7%).
Verðbólgan 2,7% á evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 13:21
Í Noregi hefur verið mikill uppgangur síðastliðna áratugi, enda er Noregur olíuríki, en verðbólgan þar er einungis 1,6%.
Á Írlandi er hins vegar efnahagslægð og verðbólgan þar er einungis 1,2%.
Hérlendis hefur hins vegar verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar gengi íslensku krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.
Verðbólgan hér var 7% árið 2006, þegar gengi krónunnar var HÁTT skráð, og 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og gengi krónunnar HRUNIÐ.
Og nú er verðbólgan hérlendis 5%, enda hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 7% frá áramótum.
Á árunum 2001-2008 HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 65%.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa einnig verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.