6.8.2011 | 11:56
Hverjum hjálpar krónan?
Í athugasemd hér á blogginu var nefndur til sögunnar pistill eftir Guðmund Gunnarsson, Eyjubloggara, um krónuna; Hverjum er krónan að hjálpa? og var birtur fyrir réttu ári. Í honum segir Guðmundur:
"Með lágri skráningu krónunnar er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og viðhalda henni. Jafnframt því er komið í veg fyrir hagvöxt og Íslandi haldið niðri við botninn. Íslenska krónan er rúinn trausti erlendis. Erlendir fjárfestar forðast landið og okkur standa ekki til boða erlend lán. Sama viðhorf ríkir hér heima útgerðarfyrirtæki hafa verið að skipta yfir í Evru, allmörg tæknifyrirtæki hafa þegar skipt yfir í Evru og greiða út laun í evrum."
Síðan segir Guðmundur: "Króna heldur vöxtum um 5% hærri en þeir þyrftu að vera. Vöruverð er hátt, lyfjaverð er of hátt og öllum er gert erfitt fyrir. Ef þú kaupir þak yfir fjölskylduna ertu að greiða vegna krónunnar tvöfalt verðið til baka, ef þú kaupir t.d. 30 millj.kr. íbúð ertu að greiða um 100 þús. kr. aukalega á mánuði. Semsagt kjarasamningar eru jafnharðan ógiltir í gegnum gengistýringu krónunnar og kaupmáttur feldur.
Hverjum er krónan að hjálpa? Ég get bara ekki komið auga á neinn. Utan nokkurra útgerðamanna, sem eru þessa daga að fá ofsafengin gróða vegna þessarar stöðu. Leikurinn með krónuna er helst fólgin í því að fela staðreyndir og taka ekki á hinum raunverulega vanda sem þessi þjóð glímir við."
Í fréttum hefur komið fram að væntanlega þurfi að skera meira niður við gerð fjárlaga nú í haust.
Hvar er björgunarmáttur krónunnar í því samhengi?
Og verða t.d. framlög (eða landbúnaðarskatturinn) til bænda óbreytt, tæpir 11 milljarðar á næsta ári? Verður skorið meira niður í menntun og heilsugæslu?
Ráðmenn tala um gríðarlegan vaxtakostnað hjá hinu opinbera og með hárri verðbólgu viðhelst hátt vaxtastig. Vextir og verðbólga í Evrópu eru meira en helmingi lægri en hér á landi.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Krónan hjálpar aðallega fjármagnseigendum. Þeir græða enn meira ein útgerðarmenn.
Fjármagnseigendur geta fengið 215 krónur fyrir evruna sína á meðan að útgerðarmenn og aðrir innlendir aðilar fá hana á Seðlabankagengi eða u.þ.b. 165 krónur.
En allt í nafni jafnaðarmennskunnar auðvitað. Sumir eru jafnari en aðrir.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 12:31
Þetta misræmi stafar af gjaldeyrishöftum krónan endurspeglar aðeins fávisku efnahagsmála á Islandi. Gætum haft sterkasta gjaldmiðil í heimi ef vanvitarnir (stjórnmálamennirnir hefðu eitthvað hundsvit á fjármálum) þetta sér allt upplýst fólk þjóðartekjur á mannn á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í heimi. Hættum að taka lán vinnum fyrir okkar tekjum!!
ragnar bergsson, 6.8.2011 kl. 13:55
Í Noregi hefur verið mikill uppgangur síðastliðna áratugi, enda er Noregur olíuríki, en verðbólgan þar er einungis 1,6%.
Á Írlandi er hins vegar efnahagslægð og verðbólgan þar er einungis 1,2%.
Hérlendis hefur hins vegar verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar gengi íslensku krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.
Verðbólgan hér var 7% árið 2006, þegar gengi krónunnar var HÁTT skráð, og 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og gengi krónunnar HRUNIÐ.
Og nú er verðbólgan hérlendis 5%, enda hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 7% frá áramótum.
Á árunum 2001-2008 HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 65%.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa einnig verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 14:16
Verðbólgan 2,7% á evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 14:24
Það eru einmitt fréttir um horfur á því núna að verðbólga rjúki þar upp á næstunni.
Og gleymdu ekki, Steini, að launavísitala hér hækkaði líka mikið á sama tímabili.
Krónan hefur hjálpað þessum: sjómönnum, útgerð, fiskvinnslufyrirtækjum, starfsfólki í fiskvinnslu, góðu gengi þjónustufyrirtækja sjávarútvegs, ennfremur ferðaþjónustunni, ýmsum framleiðendum vöru hérlendis, sem áður áttu engan séns í samkeppni við innfuttar vörur af sama tagi, o.s.frv. Hefðu stjírnvöld ekki sett stóran hluta skipasmíða á hausinn með vanhugsaðri hágengisstefnu, hefðum við einng þar upplifað nýja uppsveiflu á síðustu misserum.
En núverandi stjírnvöldum er fyrirmunað að koma nokkru af stað eða nýta þau tækifæri sem boðizt hafa: allt berja þau niður, hvort sem það eru álver eða fiskeldi í Dýrafirði, framþróun á Suðurnesjum eða virkjanir án náttúruspjalla.
Jón Valur Jensson, 6.8.2011 kl. 15:32
Það er auðvitað gott fyrir útflutningsfyrirtæki að krónan lækkaði.
En nú er gengi krónunnar á einhverju ímynduðu gengi sem ákveðið er í Seðlabanka Íslands.
Það er gengi sem fjárfestar eru ekki sáttir við vegna þess að aflandsgengið er miklu hærra.
http://www.hsh-nordbank.de/media/pdf/marktberichte/finanzmarkt/eurofixing/1eurofixing_050811.pdf?
Gengið hefur ekki styrkst erlendis þrátt fyrir gjaldeyrisuppboð Seðlabanka Íslands.
Lækkað gengi sem er án hafta er betra en lækkað gengi með höftum.
Með höftum eru stjórnvöld að minnka kostina fyrir fjárfesta, nema náttúrulega þá fjármagnseigendur sem geta fengið 215 krónur fyrir evru hjá Seðlabanka Íslands.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 15:39
Sammála Ragnari Bergssyni. Stjórnmálamenn hafa nefnilega ekki hundsvit á fjármálum, eyða eins og vitfirrtir væru og það lánapeningum. Stjórnmálamenn valda verðbólgu með eyðslu og endalausri eyðslu og enn meiri eyðslu í óþarfa eins og EU-fáráðsumsókn, ljóta kumbaldinn við höfnina og eins og þeir firrtustu ætluðu með ICESAVE, etc, etc.
Elle_, 6.8.2011 kl. 15:40
ERLEND lán GETA að sjálfsögðu skilað ríkissjóði miklum TEKJUM en Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt HÆTTA að taka lán ERLENDIS, til dæmis vegna nýrra virkjana.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa skilar borgarsjóði og ríkissjóði MIKLUM TEKJUM.
Starfsfólk Hörpu greiðir að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt og greiddur er mikill virðisaukaskattur vegna starfseminnar.
Sama gildir að sjálfsögðu um hótel sem reist verður á næstu árum við hlið Hörpu, svo og önnur hótel og ferðaþjónustu hérlendis.
Og fjölmargir þeirra sem starfað hafa við að reisa Hörpu undanfarin ár hefðu annars fengið greiddar atvinnuleysisbætur.
22.3.2011:
"Starfsmenn á verkstað [við Hörpu] eru nú 490 til 510, breytilegt frá degi til dags. Þar af eru erlendir starfsmenn 75."
"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.
Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.
Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."
Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002.
En væntanlega kom Tómas Ingi EKKI NÁLÆGT neinni ÞENSLU hérlendis, að eigin sögn, hvorki byggingu Hörpu og Kárahnjúkavirkjunar né því HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir.
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 6.8.2011 kl. 17:36
Eg mæli með að ,,elle erikkson" og Ragnar Bergsson verði fengnir til að stjórna fjármálum hérna. Þeir hafa svo mikið vit á því. Eitthvað annað en einhverjir vitleysingar sem hafa baxast við þetta hérna allann lýðveldistímann.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2011 kl. 18:34
Elle hafði alla vega meira vit á Icesave-málinu en þú, Ómar Bjarki, sem jafnan skrifaðir gegn okkar Íslendinga hagsmunum og rétti í því máli. Elle var öflugur baráttumaður þar fyrir landsins rétt, hér innanlands og á erlendum vefsíðum.
Svo ættirðu að hætta þessu drambslega tali þínu um lélega fjármálastjórn Íslendinga á lýðveldistímanum -- og það á þessum tíma, þegar allt er á suðupunkti út af evrukrísunni og skuldamálum gervalls suðurhluta ESB og Írlands og Belgíu að auki, fyrir utan austurhlutann! -- Ég veit ekki betur en framfarirnar í lífskjörum hér (t.d. í húsakosti og ennfremur í uppbyggingu virkjana og atvinnuvega) hafi verið gríðarlegar frá 1944 til 2004.
Það er ófögur iðja að niðra eigin landi og ekki síður þegar tilgangurinn er kannski sá að draga úr sjálfstrausti landsmanna sinna og stuðla að því að þeir feti slóð Nýfundnalendinga: að láta sogast inn í stórríki og hætta að vera sjálfstæðir.
Svei slíkri afstöðu.
Jón Valur Jensson, 6.8.2011 kl. 23:48
Jón Valur: Þó svo að við viljum ganga í ESB er enginn að gera lítið úr Íslandi.
Við verðum að sætta okkur við það að fjármálastjónun á Íslandi var ekki frábær og framtíðarsýn stjórnmálamanna síðustu ár var enginn, heldur aðeins hugsuð til skamms tíma.
Það hefur í raun og veru ekkert með ESB að gera.
Ef Ísland vill vera innan eða utan ESB, þá verða að koma stjórnmálamenn með framtíðarsýn og stefnu sem er framkvæmanleg.
Ég vil ekki að Ísland gangi í ESB án stefnumörkunar. Þá getur landið alveg eins staðið utan ESB.
Það er einnig frábært að menn sem styðja inngöngu Íslands í ESB eru sáttir við það að fjórfrelsið skuli hafa verið afnumið.
Það er auðvitað aðeins gott fyrir þig og ykkur sem viljið standa utan ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 23:56
Okkur Ragnari Bergssyni var stætt á að segja að stjórnmálamenn hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum eða fjármálum, Ómar Kristjánsson. Við þurfum í alvöru ekki að líta neitt lengra aftur en að kúguninni ICESAVE og spillingu stjórnmálamanna þar en það þýðir víst ekki að skýra það út fyrir forhertum ICESAVE-sinnum.
Elle_, 7.8.2011 kl. 00:04
Icesave;)
Við verðum að greiða Icesave vegna galla fyrrverandi stjórnmálamanna.
Ef við fáum stjórnmálamenn sem vita hvað þeir eru að gera, þá gerist ekkert annað Icesave.
En við verðum víst enn að bíða eftir því. Eins og ég sagði, þá skiptir ekki máli hvort við viljum ganga í ESB eða ekki.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 00:11
Borgaðu ICESAVE sjálfur, Stefán Júlíusson og þið sem það viljið. Hefðuð þið í alvöru viljað það, hefðuð þið farið að borga ólöglegu kröfuna fyrir langa löngu. Nei, þið höfðuð ekki manndóm, ætluðuð okkur hinum það.
Elle_, 7.8.2011 kl. 00:15
ElleEricson: Við eigum eftir að sjá hvort hún var lögkrafin eða ekki. Krafan fer líklega fyrir dómstóla. Auðvitað vill enginn borga þetta rugl sem átti sér stað. En sem Íslending búandi erlendis í 10 ár, þá er þetta alveg klárt mál. Því miður.
Ég mun alveg eins borga Icesave eins og þú. Eins og alla aðra vitleysu sem hefur átt sér stað á Íslandi.
Það væri alveg frábært ef það væri hægt að gera klárt borð. En einhvern vegin er enginn tilbúinn í það.
Við bæði og vil öll verðum að vona það besta.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 00:20
Nei, Stefán, við verðum EKKI að borga Icesave fyrir Björgólfana. Vilt þú ekki taka það að þér ásamt vini þeirra, Icesave-sinnanum Vilhjálmi Þorsteinssyni, CCP-manni og samstarfsfélaga Björgólfs Thors?!
Og það er ekkert "frábært" við að beygja sig eins og hver annar aumingi fyrir ólögmætum kröfum gömlu nýlenduveldanna!
Svo þekkirðu greinilega lítt til ótrúlega óþjóðlegra skrifa Ómars Bjarka á Eyjunni og víðar. Hann hefur oft gert lítið úr Íslandi, og það eru væg orð um skrif hans og tengjast ekki bara Icesave.
Jón Valur Jensson, 7.8.2011 kl. 00:29
Jón Valur: Ég þekki tengls þeirra. Alþingi veitti Verne Holding sérstaka undanþágu frá gjaldeyrishöftum til þess að fjárfesta. Ég var mótfallinn því.
Ég hef ekki fylgst með Ómari Bjarka, enda þekki ég hann ekki neitt.
Icesave er kafli fyrir sig, ég sé þetta aðeins öðruvísi. Enda sé ég þetta frá öðrum vínkli en þú og flestir Íslendingar þar sem ég bý erlendis.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 00:40
Takk fyrir svarið, Stefán.
Ágæti Örn Ægir, vertu svo vænn að senda mér bréf í jvjensson@gmail.com - þarf að koma til þín nokkrum orðum.
Jón Valur Jensson, 7.8.2011 kl. 01:24
"Sannir Íslendingar" halda því sem sagt fram að hér sé nánast allt í sómanum, flestir græði á tá og fingri, sjávarútvegs- og framleiðslufyrirtækin, sjómenn sem ferðaþjónustan. Og Landsvirkjun "mali gull".
Útlendingar séu sólgnir í að lána okkur Íslendingum peninga eftir bankahrunið hér haustið 2008 og íslenska ríkið eigi að taka SEM MEST af erlendum lánum til framkvæmda til að skapa hér atvinnu, til dæmis virkjana- og vegaframkvæmda.
GALLINN ER hins vegar sá að íslenska ríkið hefur nú þegar tekið mikið af erlendum lánum vegna bankahrunsins og Seðlabanki Íslands varð GJALDÞROTA.
Hátt í 20 þúsund manns MISSTU hér ATVINNUNA vegna bankahrunsins, þannig að launavísitala þeirra fór í NÚLL.
Gengi íslensku krónunnar HRUNDI og hér eru nú gjaldeyrishöft. Yrðu þau afnumin núna í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn frekar, þannig að VERÐBÓLGAN hér yrði MUN MEIRI en hún er nú.
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu verða gjaldeyrishöftin hins vegar AFNUMIN og íslenska krónan BUNDIN gengi evrunnar með aðstoð Seðlabanka Evrópu.
ÞÁ FYRST munu erlend fyrirtæki FJÁRFESTA MIKIÐ hérlendis.
Um 70% erlendra ferðamanna hér koma frá Evrópska efnahagssvæðinu og þeir koma EKKI til Íslands vegna þess að ódýrara sé að ferðast hingað en til Evrópusambandslandanna eða á milli þeirra.
Á síðasta áratug fjölgaði hér erlendum ferðamönnum MEST á árunum 2006-2007, þegar íslenska krónan var HÁTT skráð.
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9
Á síðasta áratug fjölgaði erlendum ferðamönnum hér að meðaltali um 6,8% á ári og lengi hefur verið búist við svipaðri fjölgun þeirra á þessum áratug, þannig að hingað komi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020.
KOSTNAÐUR ferðaþjónustunnar, ALLRA annarra atvinnugreina og heimilanna hér hefur hins vegar AUKIST MIKIÐ síðastliðin ár vegna GENGISHRUNS íslensku krónunnar.
Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 120,11%, og verð á erlendum vörum og aðföngum, til að mynda bifreiðum, olíu og bensíni, hefur HÆKKAÐ MIKIÐ.
Verðvísitala bíla hækkaði hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007 til ágúst í fyrra, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 87,7% frá ársbyrjun 2001.
Og verðtrygging hér FELLUR NIÐUR með upptöku evru sem gjaldmiðils okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 7.8.2011 kl. 11:13
Ætli þú grípir ekki í tómt, Steini, ef eða þegar þú reynir að seilast eftir evrunni?! Svo er ekki hægt að ógilda gerða verðtryggingarsamninga, þótt breytt yrði um gjaldmiðil. Og ferðaþjónustan hefur, þrátt fyrir áföll vegna eldgosanna, haldið áfram að græða og þenjast út þrátt fyrir hækkun á eldsneytisverði o.fl. Þú ert nánast einn um þessa bullandi svartsýni þína gagnvart okkur sjálfum, ungi maður, að ekki sé nú talað um þessa skærgulu ofurbjartsýni þína gagnvart öllu sem frá skjögrandi brauðfóta-risaveldinu kemur.
Jón Valur Jensson, 7.8.2011 kl. 16:43
Steini; Af hverju kopý/pestaru ekkii af hverju gjaldeysirhsöft eru svona góð og af hverju ESB getur bara beðið þangað til Ísland er klárt.
Þú sérð ekki að þú er að hjálpa andstæðingum ESB.
En það er í lagi, Steini. Ég vorkenni þér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 20:08
Jón Valur Jensson,
Að sjálfsögðu MÆRIR þú hér Evrópusambandsríkin.
Sá sem er BJARTSÝNN varðandi framtíð Íslands er EINNIG bjartsýnn hvað snertir framtíð Evrópusambandsríkjanna, því við Íslendingar eigum MEST viðskipti við þau ríki.
Og 70% erlendra ferðamanna hér koma frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
Það er að sjálfsögðu ekki svartsýni að reikna með að til Íslands komi ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 og þar af 700 þúsund frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Ég hef margoft bent á þetta atriði undanfarin ár, til að mynda á bloggi Ómars Ragnarssonar, einnig FYRIR bankahrunið hér haustið 2008, en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn töldu það tóma steypu.
Og það er ENGIN hætta á að Evrópusambandið og evran hrynji á næstunni, elsku kallinn minn.
Bandaríkin og Bandaríkjadollar munu heldur ekki hrynja, enda þótt hlutabréf lækki í verði á næstunni. En það er ekki gott fyrir íslenska lífeyrissjóði, sem eiga töluvert af erlendum hlutabréfum.
Sum Evrópuríki og Bandaríkin þurfa hins vegar að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum á næstunni og engin ástæða fyrir okkur Íslendinga að skæla út af því.
Hádegismórar ættu á hinn bóginn að fagna öllu slíku, enda þótt þeir sjálfir hafi stuðlað að mestu ríkisútgjöldum Íslandssögunnar vegna bankahrunsins hér haustið 2008.
Mörg Evrópuríki hafa lánað öðrum Evrópuríkjum peninga og fá vexti af þeim lánum. Þannig haldast peningarnir innan Evrópu. Og lán vegna fjárfestinga geta að sjálfsögðu verið skynsamleg.
Kínverjar hafa hins vegar undanfarin ár fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjanna, sem kostað hefur bandaríska ríkið gríðarlegar fjárhæðir, og kínverska ríkið fær vexti af þeim lánum.
Kínverjar eiga MJÖG MIKIL viðskipti við ríki í Evrópusambandinu og kaupa þar meðal annars bíla smíðaða úr áli sem hér er framleitt.
Og við Íslendingar fengum nýlega lán í Evrópu til að reisa Búðarhálsvirkjun.
Þorsteinn Briem, 7.8.2011 kl. 20:43
Stefán Júlíusson,
Gengi íslensku krónunnar HRUNDI og hér eru nú gjaldeyrishöft. Yrðu þau afnumin núna í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn frekar, þannig að VERÐBÓLGAN hér yrði MUN MEIRI en hún er nú.
Það væri ráð fyrir þig að tala við systur þína varðandi gjaldeyrishöftin, í stað þess að reyna að ræða þau nær daglega hér við mig, elsku kallinn minn.
Þú átt systur sem er bæði þingmaður og ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hún er væntanlega á sömu skoðun og ég í þessum málum og harla einkennilegt af þér að ráðast hér mörgum sinnum á mig fyrir að hafa sömu skoðanir og systir þín í þessum efnum.
Og mínar skoðanir varðandi gjaldeyrishöftin hjálpa að sjálfsögðu ekki andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu á nokkurn hátt, enda þótt þú ímyndir þér það.
Ég hef mínar skoðanir á þessum málum og þú þínar. Þú verður bara að kyngja því og því fyrr, því betra.
"The European Central Bank (ECB) is the central bank for Europe's single currency, the euro.
The ECB’s main task is to maintain the euro's purchasing power and thus price stability in the euro area.
The euro area comprises the 17 European Union countries that have introduced the euro since 1999."
Seðlabanki Evrópu
Þorsteinn Briem, 7.8.2011 kl. 21:32
Sér er nú hvert stabílítetið!
En ég var ekki að mæla gegn viðskiptum við nein Evrópuríki, ekki einu sinni þessi sem ná yfir 42,5% Evrópu og kallast Evrópusambandið. Mér finnst sjálfsagt fyrir mig og aðra að kaupa ítalska og spænska skó, franskt rauðvín, Rínar- og Móselvín (geri reyndar minnst af því) o.s.frv. og frv., sem og að selja hverjum sem kaupa vill fiskmeti héðan -- já, og hval og selspik, Steini, gleymdu því ekki -- og auðvitað sem mest af makríl !
En þá fór nú í verra, frú eða fröken Damanaki vill láta þetta ESB sitt brjóta á okkur EES-samninginn með innflutningsbanni á sjávarafurðir ... af því að við veiðum fisk í okkar eigin lögsögu!
Hvað er næst?
Tókstu annars eftir þessu í Sunnudags-Mogganum þínum í dag:
"Smáríki hótað
Þegar smáríkið Slóvakía, nýkomið í ESB og evruna, neitaði að taka þátt í að setja fé í "björgunarsjóð" fyrir Grikkland, sem það hafði auðvitað fullan rétt á að gera, var landið umsvifalaust sakað um brigð við evrópskt "solidaritet" (samstöðu) en það er litið alvarlegustu augum í Brussel og þykir verra en "andsovésk hegðun" þótti vera forðum austantjalds. Og því var bætt við af framkvæmdastjórn ESB að ákvörðun Slóvakíu mundi hafa "pólitískar afleiðingar fyrir landið." Þetta voru viðbrögð Brusselvaldsins við ákvörðun þjóðþings Slóvakíu, sem var tekin með nær samhljóða atkvæðum. Það er ekkert léttmeti fyrir smáríki eins og Slóvakíu (meira en 10 sinnum fjölmennara en Ísland) að fá slíkar ódulbúnar hótanir frá forystu ESB í Brussel. Sér einhver fyrir sér að þannig yrði nokkurn tímann talað til Þýskalands?"
(Tilvitnun lýkur í Reykjavíkurbréf dagsins.)
Jón Valur Jensson, 8.8.2011 kl. 00:07
Jón Valur Jensson,
Ég fagna því að sjálfsögðu að Hádegismórar og aðrir "Sannir Íslendingar" skuli MÆRA fullveldi og sjálfstæði Evrópusambandsríkjanna.
Fái Evrópusambandsríkin ekki lengur íslenskar sjávarafurðir HÆKKAR þar VERULEGA verð á ÖÐRUM sjávarafurðum og evrópskir neytendur yrðu engan veginn hrifnir af því.
Þar að auki vinna fjölmargir íbúar Evrópusambandsríkjanna við að selja þar íslenskan fisk og ÞÚSUNDIR Pólverja og annarra ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna starfa hér í fiskvinnslunni.
Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 500 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu FALLA NIÐUR tollar af íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og tekjur okkar Íslendinga aukast þegar tollarnir falla niður.
Við Íslendingar greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði í sjávarútvegi. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Og fái Evrópusambandsríkin ekki lengur ÓUNNINN íslenskan fisk missa þúsundir Skota og Englendinga vinnuna.
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 8.8.2011 kl. 11:32
Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005
Þorsteinn Briem, 8.8.2011 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.