Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðinu

Þorsteinn PálssonUmfjöllunarefni Þorsteins Pálssonar í "Kögunarhólspistli" helgarblaðs Fréttablaðsins voru gjaldmiðilsmálin, en eins og öllum er kunnugt býr lýðveldið Ísland (eitt ríkja Evrópu) við gjaldeyrishöft og við krónu sem er ENN á gjörgæslu. Þorsteinn fer yfir þessi mál og gerir tækifærismennsku Nei-sinna í gjaldmiðilsmálum að umfjöllunarefni:

"Frá því evran kom til sögunnar hefur röksemdafærsla aðildarandstæðinga hins vegar sveiflast eftir sömu lögmálum og vindhani á burst. Í byrjun veiktist evran. Þá var það röksemd gegn aðild. Síðan styrktist hún. Þá var röksemdinni snúið við og því haldið fram að það þjónaði ekki útflutningshagsmunum Íslands að tengjast sterkri mynt.
Þau rök dugðu skammt því að íslenska krónan varð allt í einu sterkari en evran. Þá var staðhæft að ekkert væri vitlausara en að yfirgefa nægtaborðið sem því fylgdi. Síðan féll sú spilaborg og við fengum gjaldeyrishöft einir Evrópubúa. Þegar þar var komið sögu varð til kenningin um að hrun krónunnar og höftin hafi í raun verið gæfa en ekki áfall. Í reynd réðu stjórnendur peningamála litlu um gang krónunnar þar til höftin komu þó að hún að formi til lyti fullveldisyfirráðum þeirra.

Eina haldreipið í þessum hringsnúningi röksemda er sú trú að fólk muni ekki hvernig haninn sneri á burstinni þegar síðast blés úr annarri átt."

Síðan gerir Þorsteinn hræðsluáróður Nei-sinna  að umræðuefni: "Veikleikinn í hræðsluáróðrinum er hins vegar sá að látið er í veðri vaka að Ísland sé hólpið ef það einungis stendur utan evrópska myntbandalagsins. Það er blekking. Við erum á margan hátt í veikari stöðu vegna lítils myntkerfis.
Aðildarandstæðingar hafa ekki enn getað svarað spurningunni hvað á að koma í staðinn. Í einum mánuði vísa þeir í fríverslunarsamning við Kína og við Bandaríkin í þeim næsta, tala um norska krónu í dag og kanadískan dal á morgun, og þannig hring eftir hring."

Síðan segir Þorsteinn: "Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér.

Evruríkin þurfa sannarlega að sætta sig við harða kosti í ríkisfjármálum á komandi tíð, sérstaklega þau sem eru skuldug eins og Ísland. Ætli Ísland að standast viðskiptalöndunum snúning með eigin sjálfstæða mynt verður ekki komist hjá enn harðari aðgerðum hér. Það kostar einfaldlega meira að verja stöðugleika í örsmáu peningakerfi en leiða myndi af þátttöku í stærri heild.

Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör. Evruandstæðingar benda enda ekki á neinn annan kost í ríkisfjármálum en þann sem þýsk stjórnvöld hafa talað fyrir; eða er það?"

Í lokin segir Þorsteinn að fall hlutabréfa víða um heim kalli ..."enn frekar á endurmat peningastefnunnar, aukið aðhald í ríkisfjármálum og skýra hagvaxtarstefnu en ekki afturköllun aðildarumsóknarinnar."

Málið er að hér er fullt af fólki sem vill ekkert annað kerfi en gamla kerfi gengisfellinga, með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu og virðisminnkun gjaldmiðilsins, íslensku krónunnar.

Er það falleg meðferð (og eðlileg) á gjaldmiðli þjóðar?

Vert er að benda á þá staðreynd við hrun krónunnar haustið 2008 þurrkaðist út á einu bretti sá 13% kaupmáttur sem hafði myndast frá árinu 2000. Það var í raun risastór gengisfelling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mikið voðalega er það lágkúrulegt að "fara í manniunn en ekki boltann" í umræðu um ákveðin málefni svo tekið sé til lýsingar úr fótbolta. Í stað þess að svara málflutningi manns með rökum er farið í það að ata manninn sjálfan auri. Þannig er freiðstað þess að gera lítið úr manninum og þá um leið málflutningi hans.

Þetta er lágkúruleg leið og dæmigerð leið manna sem eru rökþrota.

Óskar. Hvernig væri að koma með rök gegn því sem Þorsteinn skrifar hér í stað þess að vega að honum persónulega eins og þú gerir hér? Eða er það sem hann skrifar hér einfaldlega sannleikanum samkvæmt þannig að þú átt engin rök gegn því sem hann er að segja og leggst því í lárkúrulegt persónuníð gegn honum í staðinn?

Sigurður M Grétarsson, 8.8.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem hefur einkennt skrif Þorsteins og gerir það ekki síst í þessari grein hans, er að hann skautar algerlega fram hjá því að íslendingum stendur það ekki til boða að taka upp Evru.Hann talar og skrifar eins og Ísland geti tekið upp Evru strax á morgun ef við viljum það sjálf.Engu er líkara en að maðurinn sé veruleikafirtur.Því miður.En vonandi helst Evran sterk þótt fallið virðist vera óhjákvæmilegt.Það mun bitna á okkur, þótt við flytjum líka mikið inn á svæði þar sem Evran er ekki.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 8.8.2011 kl. 08:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg rétt ábending hjá þorsteini. Í raun bara sáraeinfaldar staðreyndir sem hver maður sé í hendisér með 0.1% hugsun eða meira.

Að sjálfsögðu bregst Anti-EU pakkinn við með einhverju kjánablaðri eins og vanalega.

Rökþrotið og málefnaleysið algjört og tótal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 09:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 8.8.2011 kl. 10:32

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óskar. Það er ekkert að því að gagnrýna fyrri störf Þorsteins á viðeigandi vettvangi. Þú getur til dæmis stofnað þráð um það á þínu eigin bloggi. Þú getur líka sett það inn á þræði þar sem verið er að dásama Þorstein eða hæla honum persónulega og bent á að hann hafi í það minnsta líka galla eða slæma fortíð.

Það að bera fortíð hans upp þegar umræðan er um gjaldmiðilsmál en ekki persónu Þorsteins er hins vegar fullkomlega óviðeigandi enda felst í því það sem ég nefndi "að fara í manninn en ekki boltann". Þetta er svipað og oft er þegar menn gagnrýna Ísrael þá eru þeir sakaðir um að vera gyðingahatarar eða stuðningmenn hryðjuverkamanna. Nákvæmlega sama lágkúran.

Að lokum vil ég benda á það að við höfum aðeins þín orð fyrir því að Þorsteinn hafi eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu varðandi þetta mál frá Stokkseyir. Við vitum ekkert hvað er hæft í þessum ásökunum þínum. Það er einmitt eitt af því sem gerir það óviðeigandi að koma fram  með þetta í umræðu um allt annað mál en persónu Þorsetins. Ásökunum þínum verður þá síður svarað enda þær ekki umræðuefnið. Verði þeim hins vegar svarað á þessum þræði eru þær búnar að yfirskyggja umræðuefnið á þærðinum.

Það er einmitt það sem margir gera þegar þeir geta ekki svarað því eða rengt það sem fram kemur á umærðuþræði eins og þessum að ráðast að persónu þess sem kemur fram með umræðuna til að eyðileggja umræðuna.

Þannig að ef þú vilt láta taka þig alvarlega í málefnanlegri umræðu þá annað hvort kemur þú með málefnanlega gagnrýni á það sem Þorsetinn segir hér ella heldur þig fjarri þessari umræðu og ef þú villt ræða um persónu Þorsteins þá gerir þú það á þræði þar sem hún er umræðuefnið.

Þetta hefur ekkert með það að gera að vera viðkvæmur fyrir því að ákveðnir menn séu gagnrýnidr eða fortíð þeirra dregin fram. Það er hins vegar óþolandi þegar umræða um tiltekin málefni er eyðilögð með því að draga slíkt upp án nokkurs tilfefnis.

Sigurður M Grétarsson, 8.8.2011 kl. 11:02

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Óskar Helgi: Fyrsta komment þitt hefur verið fjarlægt vegna innihaldsins.  Verði fleiri slík, þarf að grípa til annarra aðgerða.

Bendum þér á þennan pistil: http://lugan.eyjan.is/2011/08/07/hin-islenska-umraeduhefd/

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.8.2011 kl. 11:04

7 identicon

Sigurður M Grétarsson og Evrópusamtök !

Að fjarlægja mín fyrstu ummæli; lýsir bezt, ykkar SATSI vinnu háttum, með Austur- Þýzka mynstrinu.

Hið óþægilega; má ALLS EKKI standa, frammi fyrir sjónum lesenda, henti það ekki, ykkar málflutningi - sem; á daginn er komið.

Sigurður M; og þið önnur, hér á vef !

Heimilda; um mína málfylgju, getið þið aflað, á Gogglara leitar vélinni - sem all víða, annarrs staðar, þurfi ég virkilega, að benda ykkur á það.

Ég hefi; í öngvu, skrökvað til, um vinnubrögð Þorsteins Pálssonar, og nokkurra samþingmanna hans, svo fram komi, ítrekað.

Að fella niður; mína fyrstu athugsemd - sem upplýsingar, um fram ferði ÞP, á síðustu öld, í minni gömlu heimabyggð, er ykkur sjálf um til vanza og minnkunar - ekki mér; hafi tilgangur ykkar verið, á þá vegu.

Ég hyggst ekki; ónáða framar, þetta spjallsvæði. Óþægindin; sem af skrifum mínum stafa, hér; á síðu, virðast vera ykkur, um megn.

Ekki; var það mín meining, að stuðla að því, á nokkurn handa máta. 

Með öngvum kveðjum; að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 11:17

8 identicon

STASI; átti að standa, þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:40

9 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi grein er skyldu lesning ,hvort sem þú ert með eða á móti inngöngu í ESB.

http://www.lapasserelle.com/billets/greek_crisis.html?gclid=CP-16reMwKoCFUVO4QodoEw56A

Hér er inngangurinn:

by André Cabannes, PhD

10 July 2011

We explain why the money inside a country has nothing to do with and should not be the same as the one for external trade. We take the example of the Greek crisis and show that it is the consequence of the confusion between the two. Greece is only the first in a series of countries where the same problems will arise: Italy, Spain, Portugal, Ireland, France. We do not advocate the withdrawal of these countries from the euro, but the use by each country of two currencies: its local currency and the euro. Finally we explain why we believe that a new private international currency will appear

Snorri Hansson, 9.8.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband