Leita í fréttum mbl.is

Gúrkutíðinni að kenna!

"Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmála." Þannig hefst grein í FRBL í gær eftir Einar K. Guðfinnson, fyrrum ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Honum finnst umræðun um íslenskan landbúna að undanförnu, sem snýst m.a. um viðskiptafrelsi (sem virkar í báðar áttir), neytendamál, ESB og fleira, óréttlát.

Að mati ritara hefur umræðan alls ekki verið óréttlát á nokkurn hátt, heldur málefnaleg. 

En þetta fer eitthvað fyrir brjóstið á Einari og ekki er verra að geta kennt gúrkum (íslenskum?) um þetta!

Lýðræði felur meðal annars í sér að menn hafi frelsi til að segja sínar skoðanir. Gagnrýni á íslenska landbúnaðarkerfið á rétt á sér, rétt eins og önnur kerfi!

Einar K. hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Eða á landbúnaðurinn að vera eitthvað "gulla-gull" í umræðunni - ósnertanlegur? 

En þeir sem fylgjast með umræðunni vita jú á hvaða "línu" Einar K. er og hvaða hagsmuni hann ver.

Það eru hagsmunir óbreytts landbúnaðarkerfis!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 11.8.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Verði reglum ekki breytt til samræmis við álit umboðsmanns Alþingis, sem segir fyrirkomulag tollaálagningar á innfluttar landbúnaðarvörur ólöglegar, verður málið kært til dómstóla.

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).

Fyrirtækið Innnes sótti í gær um heimild til að flytja inn 100 kíló af nautakjöti. Heimildin var afgreidd með 112 prósenta álagningu.

Það er í samræmi við álagningu sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að leggja á innfluttar landbúnaðarvörur.

Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að sú heimild brjóti í bága við stjórnarskrá.
"

Dómsmál ef álögur lækka ekki

Þorsteinn Briem, 11.8.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband