11.8.2011 | 21:04
Andrés Pétursson í MBL: Ólöf og aðhaldsreglur ESB
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Morgunblaðinu í gær og í henni beindi orðum sínum meðal annars að Ólöfu Nordal, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist hér í heild sinni, með góðfúslegu leyfi höfundar.
Ólöf og aðhaldsreglur ESB
Það væri að æra óstöðugan að leiðrétta allar þær rangfærslur og misskilning sem á sér stað í Evrópuumræðunni á Íslandi þessa dagana. Ég var búinn að ákveða að elta ekki ólar við alla þá vitleysu sem ratar þar á prent. Þegar málsmetandi þingmenn eins og Ólöf Norðdal fara hins vegar með staðlausa stafi þá er manni nóg boðið. Erfiðleikar í efnahagskerfi umheimsins magna upp umræðuna og sumir virðast ekki víla fyrir sér að skrumskæla sannleikann með það að leiðarljósi að slá einhverjar pólitískar keilur.
Ólöf heldur því fram í grein í Morgunblaðinu nýlega að innan fárra ára þurfi aðildarríki Evrópusambandsins að bera fjárlög sín upp í Brussel áður en þau fái samþykki. Hún heldur því meira segja fram að líklegt verði að fjárlögin verði samin í Brussel. Þetta eru fullyrðingar sem ekki halda vatni. Maður hefði svo sem ekki sagt neitt ef þessu hefði verið haldið fram i leiðara Morgunblaðsins eða á Útvarpi Sögu. Það er hins vegar hægt að gera meiri kröfur til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Ég get til dæmis haldið fram einhverri vitleysu eins og að Evrópusambandið ætli sér að samykkja lög sem skikka alla Evrópubúa að ganga í rauðum sokkum á sunnudögum. Evrópusambandið gæti fræðilega gert þetta en allir vita að það gerist ekki. Á sama hátt vita allir þeir sem þekkja gangverk samstarfsferla Evrópusambandsríkja að svona hugmyndir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Helstu kostnaðarliðir hvers ríkis fyrir sig eru heilbrigðismál, menntamál og útgjöld til varnarmála. Ekkert af þessu kemur inn á borð Evrópusambandsins eða er á forræði þess. Tekjur Evrópusambandsins koma að mestu leyti í formi framlaga frá aðildarlöndunum og mega þessi framlög aldrei fara yfir um 1,1 % af VLF hvers ríkis fyrir sig.
Auðvitað ræða fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna á reglubundnum fundum um efnahagsmál ýmsar leiðir til að mæta yfirstandandi vanda. En það er fjarri því að einhverjar hugmyndir líkt og Ólöf Norðdal varpar hér fram hafi komið fram á formlegan hátt eða hafi verið ræddar. Enda kemur ekki Ólöf með neinar sannanir fyrir þessum fullyrðingunum sínum. Þetta eru bara fabúleringar varaformannsins út frá stöðunni í efnhagskerfum helstu OECD ríkja. Auðvitað ræða menn um leiðir út úr vandanum. Meðal annars að aðildarríkin verði að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri en staðhæfingar að taka eigi fjárveitingarvaldið frá aðildarríkjum ESB er alveg út í hött. Enda eru engar lagaheimildir til fyrir því í sáttmálum Evrópusambandsins né neinar hugmyndir uppi að breyta því.
Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum.
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna og á sæti í stjórn Já Ísland
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er virkilega þannig að evruríkin þurfa að "samþykkja" fjárlög annara evruríkja.
Þetta var samþykkt og mun verða framfylkt.
Ég er sáttur við það sem ESB-sinni.
Þetta var í fréttunum í Þýskalandi og mér fannst allir vera samþykkir þessu hér.
Eigum við ekki að snúa okkur að ESB og byrja að tala um fjórfrelsið og annað sem ESB hefur upp á að bjóða?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:10
Verðum samt sem áður að hafa í huga að ef fjárlögin eru "eðlileg", þá verður ekkert sett út á þau.
Þetta er í raun og veru ekkert "vald frá Brussel", heldur aðeins samþykki sem venjuleg fjárlög "fljóta" í gegn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.