Leita í fréttum mbl.is

Athygli kynnir ESB

Á Eyjunni stendur:"Almannatengslafyrirtækið Athygli hefur samið við Evrópusambandið um að taka að sér að reka kynningar- og upplýsingaskrifstofu sambandsins á Íslandi næstu tvö ár í samstarfi við þýska fyrirtækið Media Consulta.

Evrópusambandið greiðir fyrirtækjunum um 115 milljónir króna á ári eða um 700.000 evrur.

Kynningarskrifstofunni verður ætlað að auka við þekkingu og skilning Íslendinga á ESB og á umsóknarferlinu, og kynna hugsanleg áhrif af inngöngu Íslands í ESB."

http://eyjan.is/2011/08/11/esb-greidir-115-milljonir-a-ari-fyrir-kynningarstarf-a-islandi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Snorri Hansson

Já ég trúi því.

Snorri Hansson, 12.8.2011 kl. 02:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Stefán þó! hlakkarðu til að peningamaskína Esb.vinni á ættjarðar ást barna okkar.  Ég vil minna þig á gamla auglýsingu,sem líklega var flutt í auglýsingatímum sjónv.,u.þ.b. sem ég vann í Barðanum. Hún hljómaði svona; Í kolli mínum geymi ég gullið,sem gríp ég höndum tveim" Fígúran ,,Masi,, sem innrætti börnum okkar,að leggja krónur sem þeim áskotnaðist,inn á bankareikning,með loforðum um vexti og vaxtavexti,var gróf innræting. Áfram halda peningaöflin í ágirnd sinni,leggja til fé sem skilar þeim arði,takist þeim að ginna unga (varla gamla),þessa lands,með loforðum um max-vexti,ef þau aðeins falla fram og tilbiðja þau.  Samhliða skal banna Gidionfélaginu að gefa börnum Biblíu,sem þau hafa gert um árabil.  Ég hlakka til að sýna ykkur allt gullið,sem við geymum í kolli okkar,þar hefur það safnað vöxtum og vaxta,vaxtavöxtum. Bráðum flæðir það um allt,sækir það sem tilheyrir okkur. Stefán, bíð þér góða nótt. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2011 kl. 02:10

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Gullasninn mættu, viðbúið að fáeinar sálir láti glepjast. Upphæðin frekar táknræn og merki um uppgjöf sambandsins á aðildarferli Íslands enda enginn stuðningur við aðildina, sem heitið getur, hér á landi.

Eggert Sigurbergsson, 12.8.2011 kl. 09:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trölli, Gídeonfélagið, Biblían, Gullasninn og skoðanakannanir "Sannra Íslendinga", þar sem þriðjungur NEITAR að svara spurningum þeirra.

Tröllasö(n)gur Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokks Íslands In Memoriam

Þorsteinn Briem, 12.8.2011 kl. 12:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 12.8.2011 kl. 12:27

7 identicon

Helga, við höfum svo margt að við gleymumst ekki í ESB bandalaginu.

Hvenær vannstu hjá Barðanum?

Var stundum með pabba í rútunni að ná í ykkur:)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 12:48

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll aftur Stefán minn! Ég var að ryfja upp ártalið,líklega ´76 til ´79 með hléum. Sá þig eða ykkur,en var oftast keyrð af bónda mínum,hafði síðan einkabílinn,eftir að hann slasaðist,en hann gat þá litið eftir yngstu börnunum heima. Nýlega var ég boðin í 80.afmæli Bjargar verksstjóra,þar hefði ég hitt ,,gamla,, en gat ekki mætt. Við pabbi þinn fórum austur á firði fyrir um 11 árum með H.K. Þar lék sonur minn Júlíus,sem ég sagði að ég hefði skírt í höfuðið á honum,alltaf hægt að spauga við hann. En óska þér alls hins besta,þssi ár frá hruni eru martröð fyrir alla. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2011 kl. 13:44

9 identicon

Já, hún varð áttræð um daginn.  Ég man eftir frystihúsinu og öllu saman og henni Björgu.  Það var gaman í þá daga og hugsa enn í dag hlýlega til þeirra.  Þá var fjör þó svo að pabbi hafi líklega annaðs lagið þurft að kíkja í bleyjuna;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 14:58

10 Smámynd: Elle_

Ég skil ekki innrætið í fólki sem hlakkar til að fullveldi landsins verði ógnað og það með skítugum áróðurspeningum.  Þið eruð að ögra meiri hluta þjóðarinnar sem vill ekkert með sambandið ykkar hafa. 

Elle_, 13.8.2011 kl. 12:10

11 Smámynd: Elle_

Lög banna slík erlend afskipti af okkar innanríkismálum.  Úr landinu með peningana þeirra. 

Elle_, 13.8.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband