Leita í fréttum mbl.is

Hálf öld frá upphafi Berlínarmúrsins-sem hrundi 1989

Conrad SchumanUm þessar mundir er þess minnst að 50 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur, en það gerðist um miðjan ágúst 1961. Múrinn, sem skipti Berlín í tvennt, Austur og Vestur-Berlín, var tákn kúgunar og frelsisskerðingar.

Múrinn stóð fram til nóvember 1989, þegar hann hrundi, sem og Austur-Þýskaland, sem sameinaðist Vestur-Þýskalandi.

Það sama ár hófste einnig hrun kommúnismans og fjöldamörg ríki Austur-Evrópu urðu frjáls. Flest þessara ríkja hafa nú gerst aðildarríki ESB.

Alls létust um 140 manns við flóttatilraunir við Múrinn, en á myndinni má sjá austur-þýskan hermann, Conrad Schuman, hoppa yfir í frelsið þegar verið var að reisa múrinn.

Um er að ræða eina frægustu fréttamynd Evrópu.

Fróðleikur um Berlínarmúrinn:http://www.dailysoft.com/berlinwall/history/index.htm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafið þið veitt því eftirtekt, að hrun Berlínarmúrsins var að engu leyti Evrópusambandinu að þakka? Því fer svo fjarri, að ESB hafi komið þarna nærri, að miklu fremur getum við þakkað það kaþólsku kirkjunni og pólska páfanum Jóhannesi Páli II, sem lagði Solidarnosc í Póllandi fullt liðsinni sitt, svo að kvarnast fór úr veldi sovétkommúnismans í leppríkjunum.

Þjóðir Austur-Evrópu þráðu ekki að komast í ESB (þær leituðu mun fyrr eftir að komast í NATO), heldur þráðu þær frelsið, frelsi til orða og athafna. Þess öfluðu þær sér með eigin samtakamætti, ekki stuðningi að vestan.

Jón Valur Jensson, 14.8.2011 kl. 14:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

"The 2004 enlargement of the European Union was the largest single expansion of the European Union (EU), both in terms of territory and population, however not in terms of gross domestic product (wealth)."

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband