Leita í fréttum mbl.is

Fæðuöryggi a la Jón Bjarnason?

Um það er fjallað í blöðum helgarinnar að farið sé að bera á kjötskorti í landinu og segja fagaðilar að hann muni aukast á næstum vikum.

Jón Bjarnason er potturinn og pannan í sambandi við þessi mál og talar mikið um fæðuöryggi, hann vill t.d. leyfa bændum að flytja út lambakjöt (sem þeir og gera), en tekur það ekki í mál að leyfa innflutning á kjöti.

Meira að segja umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að gerðir Jóns Bjarnasonar í kjötmálum stangist á við stjórnarskrá. En það liggur við að það sé bara einhver maður úti í bæ sem hafi komist að þessari niðurstöðu, þetta virðist ekki skipta neinu máli í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs! 

Verði skortur á kjöt mun verð á því hækka, eins og hér kemur fram.

Við neytendur þurfum ekki á því að halda!

Ritstjóri Fréttablaðsins bendir líka á þá athyglisverðu staðreynd að enginn stjórnmálamaður hafi tekið þessi mál fyrir.

Tengdar fréttir:

http://www.visir.is/aetla-ad-flytja-inn-kjot-i-naesta-manudi/article/2011707259969

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bændur flytja ekki út lambakjöt, það gera afurðarstöðvarnar sem hafa greitt bændum fyrir pr kg áður en til útflutnings kemur.. annars sammála.

Óskar Þorkelsson, 14.8.2011 kl. 16:01

2 Smámynd: Elle_

Hvaða ´blöð helgarinnar´ segja að það sé skortur á kjöti?   Meinið þið EU- og samfylkingarbleðla eins og Fréttablaðið og Fréttatímann og Vísi?   Og hvaða ´fagaðilar´ segja að skorturinn muni versna á næstu vikum??  Meinið þið áróðursskrifstofu miðstýringarveldisins á vegum EU-sinna?  Þið eruð að fara með rangfærslur.  Öllu skal fórnað fyrir trú Jóhönnu og co.  Við segjum NEI: Þeirra trú kemur okkur hinum ekki við. 

ENGINN SKORTUR Á LAMBAKJÖTI HJÁ SS; NÓG AF LAMBAKJÖTI Í LANDINU SEGIR STEINÞÓR SKÚLASON HJÁ SS.

Elle_, 14.8.2011 kl. 16:28

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Góðu fréttirnar: Við öflum Gjaldeyris. Hvernig væri að þjóðin sættist á að borða ódýrari Íslenzka vöru, sem við getum ekki selt erlendis í staðinn.

Allt sem við getum flutt út, selt erlendis og skipt fyrir harðan og nú á tímum ekki svo auðfenginn, en mjög svo eftirsóttan Gjaldeyrir eigum við að flytja út og fá Gjaldeyrir fyrir. Við eigum ekki auðvelt með að sættast á að geta nú aðeins keypt við brottför gjaldeyri, sem áður jafngildi ca Íkr 175,000,- / að núvirði þarf að reiða fram ekki minna en ca Íkr 350,000,- fyrir sömu erlenda upphæð.

Kolbeinn Pálsson, 14.8.2011 kl. 20:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbeinn Pálsson,

MEIRI
erlendan gjaldeyri kostar okkur Íslendinga að framleiða hér landbúnaðarvörur en að flytja þær inn, enda eru íslenskar landbúnaðarvörur DÝRARI en þær innfluttu.

Gríðarlegt magn ERLENDRA AÐFANGA er flutt hér inn til framleiðslu á landbúnaðarvörum, hvort sem þær eru seldar í verslunum hérlendis EÐA erlendis, til að mynda dráttarvélar, alls kyns önnur landbúnaðartæki, varahlutir, olía, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast, kjarnfóður og tilbúinn áburður.

Hins vegar hefur enginn, mér vitanlega, lagt til að landbúnaður hér verði lagður niður, frekar en landbúnaður í Evrópusambandsríkjunum.

Og í góðu lagi að flytja hér út lambakjöt í einhverjum mæli, EF neytendur hérlendis geta keypt lambakjöt á viðráðanlegu verði, enda greiddu íslenskir skattgreiðendur í fyrra 4,2 milljarða króna vegna framleiðslu hér á lambakjöti.

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 21:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu í fyrra, árið 2010, voru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bættist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkissjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru því um 11,3 milljarðar króna á síðastliðnu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband