Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson í Pressupistli: Harðlína frá hægri í Evrópumálum

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, fyrrum ráðherra og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar bregst við viðtalinu við Bjarna Benediktsson á Pressunni og segir þar í pistli:

"Ákvörðunin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er líkast til sú mikilvægasta sem við höfum staðið frammi fyrir um árabil. Að minnsta kosti frá því að landið gerðist aukaaðili að sambandinu og hluti af innri markaði þess fyrir að verða sautján árum. Því ber að vanda umsóknarferlið til hins ítrasta og mynda breiða samstöðu um það til að ná sem bestum samningi. Í því felast miklir hagsmunir þjóðarinnar allrar líkt og blasir við. 

Harðlínuölf frá hægri og vinstri hafa farið harkalega gegn fullri aðild að ESB og fært um leið veikburða rök fyrir aukaaðildinni með sínum kostum og miklu göllum. Hófsamari hluti samfélagsins og stjórnmálanna hafa talað fyrir því að  aðildarspursmálið verði að leiða til lykta með skynsamlegum hætti. Enda hvíli raunveruleg endurreisn íslensks efhagslífs á þessu lykilmáli; aðild Íslands að ESB og upptöku á raunverulegri framtíðar mynt sem skýtur nýjum stoðum undir litla þjóð í fallvöltum heimi."
 
Síðar segir Björgvin: "Fáir ættu að vita betur en hann hvað við eigum sem þjóð mikið undir því að ná sem bestum samningi við ESB. Sérstaklega þegar kemur að fiskveiðum, landbúnaði og peningamálum. Því væri það heldur hyggilegra af formanninum að tala gætilegar um ferlið í stað þess að reyna að laska það með harkalegu tali um að hann og hans lið muni einskis láta ófreistað að stöðva ferlið. Ef svo færi að hann kæmist í aðstöðu til þess. Stöðva ferli sem endar með lýðræðislegum hætti og þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Engin ein ákvörðun Alþingis um samskiptum Íslands við umheiminn hefur markað viðlíka spor og aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir áhrifaleysið, lýðræðishallann og varnarleysið gagnvart markaðsöflunum sem aukaaðildinni fylgdi komust þáverandi stjórnarflokkar upp með að sniðganga þjóðina og fullgilda samninginn án þjóðaratkvæðagreiðslu. Ákvörðun sem nú virkar fráleit eftir að viðhorf til beins lýðræðis hafa tekið stakkaskiptum. Ekkert slíkt hvarflar að nokkrum nú og þjóðin mun hafa síðasta orðið. Því vekur harðlína Bjarna enn undrun en ella.

Þrátt fyrir þetta fer foringi Sjálfstæðisflokksins af fullri hörku gegn lýðræðislegu umsóknarferli sem fjöldi stuðnings- og flokksmanna hans binda vonir við að geti af sér góðan samning og aðild að sambandinu. Í stað hinnar afar vafasömu aukaaðildar sem við megum sætta okkur við nú."
 
Pistill Björgvins  (Mynd: Pressan)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Ég get eins og kannske margir aðrir almennir borgarar Íslands enn ekki skilið, hvaða hlutir hindra ákæruvaldið,í að þessi veruleikafyrrti drengur,Björgvin, ásamt ýmsum öðrum og reyndari mönnum sem héldu á stjórnartaumunum fyrir hrun hafa enn ekki, vegna vanrækslu í ábyrgðarmiklu starfi og vinnu sinnar í umboði þjóðarinnar verið fyrir löngu settir bakvið rimla, og það varanlega.

Kolbeinn Pálsson, 14.8.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Vendetta

Björgvin kastar grjóti úr glerhúsi, því að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna felldu árið 2009 tillögu stjórnarandstöðunnar um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að ríkisstjórnin (Samfylkingin með samþykki frá VG) hóf aðlögunarferli Íslands að ESB-ríkinu. Það fer ekki saman, þegar þingmaður Samfylkingarinnar talar um lýðræði í sömu andrá og aðild að ESB. Það er eins og að fá lexíu um mannréttindi frá Kim Jong-Il.

Fólk eins og Björgvin, sem talar fjálglega um áhrifaleysi innan EES meðan þeir bölva íslenzka örhagkerfinu og örmyntinni, lokar augunum fyrir því að Íslendingar eftir aðild hefðu öráhrif, fengju örhagsbætur og nytu örvirðingar eftir fullveldistapið. Síðan væri ekkert eftir nema örvæntingin ein saman.

Ég er ekkert hrifinn af Bjarna Ben. Hann hefur ekki óflekkað mannorð frekar en svo margir aðrir alþingismenn og hann er ekki góður leiðtogi. Andstaða hans við aðild að ESB er heldur ekki nógu kraftmikil og ákveðin. En ef flokkurinn fengi nýja og betri forystu, þá er kjörið að næsta ríkisstjórn verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar áður en til aðildar kæmi. Því að það er augljóst, að Samfylkingin og það sem er eftir af VG ætla sér að smygla landinu inn í ESB gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. 

Vendetta, 14.8.2011 kl. 20:43

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sagt er að þegar Björgvin var viðskiptaráðherra samfylkingarinnar hafi hann verið kallaður á teppið og tekið við skipunum frá Jóni Ásgeiri? Munum það að það voru efnhagsböðlar evrópusambandsins sem rændu banka og fyrirtæki innanfrá töku stöðu gegn krónuni og gerðu okkur nær gjaldþrota eimitt þegar Björgvin var viðskiptaráðherra afraksturin af verkum sínum nota þeir síðan til að réttlæta það að við göngum í evrópusambandið þ.e. hækkun verðtryggðra skulda og laskaðrar krónu látum ekki þettað landráðalið sem er búið að valda þjóðini tjóni uppá þúsindir milljarða komast upp með að reka esb áróður sinn lengur né heldur að reyna að innlima þjóðina í það spillta skrímsli iðandi af krötum sem esb er á móti vilja landsmanna Stöðvum þessa glæpamenn!!

Örn Ægir Reynisson, 14.8.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Elle_

´Hófsamari hluti samfélagsins og stjórnmálanna´ segir hann, maður sem vill hafa af okkur hinum fullveldið og sjálfstæðið. Og kallar hina ´harðlínumenn´.  Orðið dálítið þreytt að heyra EU-sinna stimpla okkur sem erum andstæð sambandsviðræðum, ´óhófsama´ og ´öfgamenn´ og öðru illu af því við neitum að sýna auðmýkt við skoðanakúgun og yfirvöðslu þeirra.

Hvað er ´hófsamt´ við að ætla að hafa af okkur hinum fullveldið sem við eigum kröfu um samkvæmt stjórnarskrá?  Og hvað var ´hófsamt´ við að ætla að troða ólöglegu ICESAVE niður í kok á okkur?  Og ég nefni ICESAVE þar sem það kemur málinu beint við og hann og hans flokkur stóðu fyrir kúgunarsamningnum. 

Hann mætti gæta orða sinna.  Hans flokkur er ekki ´hófsamur´.  Og hann talar um lýðræði eftir að hann og hans ´harðlínu´flokkur, yfirgangsflokkur, nauðgaði lýðræðinu nokkrum sinnum.

Við eigum ekkert erindi inn í þetta yfirstjórnarsamband.  Við eigum ekkert frekar og miklu síður fyrir mörg okkar, vera í sambandsviðræðum við evrópska veldið en önnur stórveldi eins og Bandaríkin, Japan, Kanada bara af því honum og ykkur FINNST ÞAÐ.


Elle_, 14.8.2011 kl. 22:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 22:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 22:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 22:13

8 Smámynd: Elle_

Ég sagði ekki orð um Sjálfstæðisflokkinn og hann kemur mér ekkert við fremur en hinir flokkarnir. 

Elle_, 14.8.2011 kl. 22:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, RÚMLEGA 80%, af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Ríkisstjórnatal


Á ekki Sjálfstæðisflokkurinn að vera ALLTAF við völd?!

Það hefur gefist svo SVAKALEGA vel.

Eða þannig.

Þorsteinn Briem, 14.8.2011 kl. 22:33

10 Smámynd: Elle_

Góður pistill eftir Óla Kárason, kannski getur Björgvin lært af vitrari mönnum??:  HÓFSEMD ER EKKI ALLTAF DYGGÐ:

Það er engin dyggð að gæta hófsemdar í baráttu fyrir mannréttindum og frelsi, líkt og Barry Goldwater benti á í frægri ræðu árið 1964. Með sama skapi er hófsemd í baráttu gegn því að gefnir séu út víxlar á komandi kynslóðir engin dyggð. Varðstaða um réttindi einstaklinga gagnvart ofurvaldi ríkisins er dyggð og er til marks um skynsemi og sanngirni, en ekki öfgar.

Elle_, 15.8.2011 kl. 00:29

11 Smámynd: Vendetta

Það eina sem hin duglausa ESB-stjórn Samfylkingar og VG mun koma til leiðar er að koma íhaldinu til valda i kosningunum á næsta ári. Sem er sennilega ekki það sem er ákjósanlegast, en mun betra en þau sem eru núna í brúnni í óðaönn að sökkva þjóðarskútunni. Kólera er ekki ákjósanleg en þó betri en Svarti dauði, enda er aðeins boðið upp á þetta tvennt hér á landi.

Það er einmitt þetta sem mun verða pólítísk grafskrift Jóhönnu og Steingríms: Þau urðu bjargvættir Íhaldsins. Ríkisstjórnin ætti að fá Ignobel-verðlaunin fyrir að eiga Íslandsmet í pólítískum vanþroska. 

Vendetta, 15.8.2011 kl. 00:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta,

ÖLLUM
er nákvæmlega sama hvað ÞÉR FINNST um ríkisstjórnina.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 04:26

13 Smámynd: Vendetta

Steini. Þú hefur rangt fyrir þér. Mínar skoðanir á ríkisstjórninni endurspegla álit mikils hluta þjóðarinnar á ríkisstjórninni. Hins vegar veit ég að margir sleppa alveg að lesa það sem þú skrifar, því að það er yfirleitt hvorki vitrænt né í tengslum við færslurnar á bloggsíðunum. Þessi copy-paste-árátta hjá þér er virkilega þreytandi.

Vendetta, 15.8.2011 kl. 12:51

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta,

ENGINN
hefur áhuga á að vita hvað mér, þér eða öðrum á þessu bloggi FINNST um ríkisstjórnina.

Fjölmargir
sem lesa þetta blogg hafa hins vegar mikinn áhuga á alls kyns STAÐREYNDUM varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og þær STAÐREYNDIR sem ég hef birt hér gætu þess vegna fyllt heila bók. Mikið af því efni hef ég unnið sjálfur og sjálfsagt að vísa einnig í þær STAÐREYNDIR sem aðrir hafa sett fram annars staðar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Birti andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hins vegar sama staglið og delluna hér oftar en einu sinni birti ég jafnoft sömu STAÐREYNDIRNIR.

Og lestur þessa bloggs hefur stóraukist þegar ég hef birt hér athugasemdir. Á Facebook vísa ég í þetta blogg, á þar hátt í fimm þúsund vini og nýir bætast í hópinn á hverjum degi.

En þeir hafa ENGAN áhuga á að vita hvað einhverjum Vendetta FINNST um ríkisstjórnina.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 14:39

15 Smámynd: Vendetta

Steini, ég hef engan áhuga á hvað vinum þínum á Facebook finnst. Að þeir vilja vera vinir þínir telst þeim ekki til tekna. Og það sem þú kallar STAÐREYNDIR eru ekki endilega staðreyndir heldur bara tilvitnanir í hina og þessa. Vandamálið með það sem þú skrifar, er að það er algjörlega innihaldslaust og eins og ég hef minnzt á áður, yfirleitt ekki í neinum tengslum við bloggfærsluna sjálfa.

En blessaður haltu áfram, þú gerir okkur ESB-andstæðingum mikinn greiða með þessu endemis bulli. Hins vegar eru margir aðrir sem skrifa á þessari síðu en þú, bæði ESB-sinnar og -andstæðingar. Ef þú værir sá eini, þá hefði enginn áhuga á þessari síðu.

Vendetta, 15.8.2011 kl. 18:10

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta,

Haltu bara áfram að úthúða fólki hér undir nafnleynd, ásamt ElleEricson.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 22:00

17 Smámynd: Elle_

Æ-i greyið, við megum gagnrýna stjórnmálamenn og verstu stjórn lýðveldisins.  Við líkjum ykkur allavega ekki við fjöldamorðingja eins og Eiríkur Bergmann yfirklerkur og þú sjálfur hagið ykkur gegn okkur hinum.  Ykkur líður augljóslega hrikalega illa vitandi að stjórnarskrárbrot og yfirgangsmál ykkar gegn okkur hinum er gjörtapað.  

Elle_, 15.8.2011 kl. 22:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leitaðu þér hjálpar á réttum stað, ElleEricson.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 22:35

19 Smámynd: Elle_

Æ-i greyið, haltu bara áfram að bulla eins og Vendetta sagði að ofan. 

Elle_, 15.8.2011 kl. 22:58

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

ElleEricson,

Ég hef bara ENGAN áhuga á að ræða meira við þig um nokkurn skapaðan hlut og þú stjórnar EKKI skrifum annarra á þessu bloggi.

Hér birti ég alls kyns STAÐREYNDIR og fólk hefur áhuga á þeim en EKKI þínu stanslausa rausi um hvað ÞÉR FINNST um hitt og þetta.

Þorsteinn Briem, 16.8.2011 kl. 00:08

21 Smámynd: Elle_

Enginn vill stjórna skrifum neinna í þessu bloggi nema Jón Frímann og þú sjálfur og ekki hef ég verið að sækjast eftir samskiptum við ykkur, ALLS EKKI.  Við getum bara ekki þverfótað fyrir persónuárásum ykkar og það færðu ekki, ALLS EKKI.

Elle_, 16.8.2011 kl. 00:39

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

ElleEricson,

Fjöldinn allur
af blaðamönnum og fyrrverandi og núverandi ritstjórum þekkir mig frá þeim tíma þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði þar ÞÚSUNDIR frétta og fréttaskýringa, auk þess að gefa vikulega út sérblað um sjávarútveg ásamt Hirti Gíslasyni.

Og ekki í eitt skipti var gerð athugasemd við öll þessi skrif.

Fjöldinn allur af fólki
hefur því ÁHUGA á þeim STAÐREYNDUM sem ég birti hér en EKKI stanslausu rausi um hvað einhverjum FINNST um þetta og hitt.

Þar að auki skrifar þú undir nafnleynd og engri mynd af þér en ég skrifa hér undir mínu gælunafni og mynd af mér.

Enginn getur gert árás á persónu sem ekki er til og ég gæti þess vegna skrifað hvað sem væri um ElleEricson.

En
þú stundar stanslausar persónuárásir hér í skjóli nafnleyndar.

Þorsteinn Briem, 16.8.2011 kl. 02:04

23 Smámynd: Elle_

Æ-æ, líður þér illa vitandi það að stjórnarskrárbrot og yfigangur hins ömurlega landsöluflokks sem þú verð út í hið óendanlega er gjörtapaður??  Og haltu bara áfram að bulla og þar fyrir utan ertu að ljúga um nafnleynd og persónuárásir.  Jón Frímann og þú hafið verið fullfærir um endalausar persónuárásir á alla sem eru andstæðir landsölunni og þurfið ekki okkar hjálp.  Það ætti hinsvegar á loka á þig og mun ég gera það sem ég get til að svo verði.  Það væri löngu búið að loka þig út úr þessari síðu ef þú væri andstæður landsölunni.     

Elle_, 16.8.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband