14.8.2011 | 22:35
Tekjur bænda í ESB hækkuðu um tæp 13% árið 2010
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða frekar landbúnaðarmál, en ritari rakst á áhugaverðar tölur á Eurostat sem snúa að landbúnaði í ESB.
Sem segja að tekjur bænda í hinum 27 aðildarríkjum sambandsins jukust um tæp 13% á árinu 2010.
Tekjurnar jukust mest í Danmörku, eða næstum 60% og Eistland fylgdi í kjölfarið. Í sex af 27 aðildarrikjum drógust tekjur saman, mest í Bretlandi, með 6.4%.
Góð uppskera og aukin kjötframleiðsla eru helstu þættirnir sem stuðluðu að auknum tekjum.
Svo er hér á Íslandi talað um að landbúnaður leggist af, rústist og hvaðeina, gangi Ísland í ESB. Bullinu eru engin takmörk sett!
Lesa má meira hér.
Bendum svo á áhugaverðar greinar eftir Dr. Þórólf Matthíasson um landbúnaðarmál, sem birst hafa í Fréttablaðinu, Samtökum ungra bænda til mikils ergelsis:
http://visir.is/hrutar-a-haug-og-adrir-heimsborgarar/article/2011708039987
http://visir.is/kjotverd,-beingreidslur,-utflutningur-og-matvaelaoryggi/article/2011708109993
http://visir.is/saudir-og-saudfjarraekt-i-sjalfheldu-styrkja/article/2011708139995
Hvernig er máltækið?: Sannleikanum er hver sárrreiðastur!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
EU Agricultural Income down 11.6% in 2009 followed a decrease of 1.8% in 2008
Sem sagt -12,4% LÆKKUN 2008 og 2009, sem gerir nettó hækkun upp á 0,2% sem þíðir að heildar launalækkun bænda er -6,6% í -6,8% verðbólgu þessi ár.
Og Evrópusamtökin telja þetta góðan árangur og dæmi um hversu sambandið er frábært! Þetta bendir ekki til STÖÐUGLEIKA.
Eggert Sigurbergsson, 15.8.2011 kl. 00:15
Eggert Sigurbergsson,
Framleiðsla landbúnaðarafurða er að sjálfsögðu misjafnlega mikil frá ári til árs vegna árferðis, bæði hérlendis og erlendis.
Þannig getur til að mynda fallþungi dilka hérlendis verið minni á næsta ári en í ár.
Hins vegar gæti fallþunginn verið í meðallagi góður á næsta ári, þrátt fyrir það.
Framboð og verð á fóðri í ýmsum landbúnaðargreinum fer einnig eftir árferði og þar með tekjur framleiðenda landbúnaðarvaranna.
Í Evrópuhluta Rússlands er nú gott árferði og búist er við að kornuppskera Rússa verði 50% meiri í ár en í fyrrasumar.
Í fyrra hækkaði hins vegar verð á hveiti og brauði í Rússlandi vegna mikilla þurrka þar og verð á hveiti sem Myllan flytur inn hækkaði því um 42,5% í fyrrahaust.
Aukin framleiðsla og aukið framboð landbúnaðarvara getur þýtt lægra verð fyrir hvert kíló eða tonn en heildarverðið getur hækkað á milli ára vegna aukinnar framleiðslu.
En Sjálfstæðisflokkurinn heldur greinilega að árferði og fallþungi dilka sé fasti, sem og framboð á vörum og þjónustu, ítem eftirspurn framleiðenda og neytenda úti um allar heimsins koppagrundir.
Hjá Sjálfstæðisflokknum gilda því ekki lögmál markaðarins, heldur stöðugleiki íslenskra verðhækkana og verðtryggingar.
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 03:43
Hvað hefur góð uppskera og aukin kjötframleiðsla í Danmörku með Ísland að gera? Þið eruð fantastískir í ykkar ályktunum ... vísið svo á Þórólf Matthíasson, sem að gefnu tilefni hefur fengið á sig ákúrur fyrir skrif sín frá ungum bændum. Og athugið, að íslenzkir bændur búa hvorki í moldarkofum né ganga þeir í sauðskinnsskóm – og það er skilyrði orðið til búrekstrar að menn séu vel menntaðir í búfræði frá Hólum eða Hvanneyri.
Bændur fylgjast mjög vel með ESB-umræðu, ekki sízt í gegnum Bændablaðið, og þið eruð meira en lítið bjartsýnir, ef þið haldið, að þið getið haft nokkur áhrif á þá, en sennilega eruð þið að höfða til annarra, sem hafa (eðlilega) áhyggjur af bændastéttinni ef landið innlimast í Evrópusambandið. Það eru margir hlynntir bændum og byggð í sveitum í öllum landsfjórðungum, og til þess hóps eruð þið líklega að beina afvegaleiðandi skrifum ykkar.
Jón Valur Jensson, 15.8.2011 kl. 07:15
Jón Valur Jensson,
Fjölmargar íslenskar konur og karlar eru bændur hérlendis án þess að hafa fengið til þess menntun frá Hólum eða Hvanneyri.
Og ég veit ekki til að nokkur maður sé andvígur bændum, hvort sem þeir búa hérlendis eða í Evrópusambandsríkjunum.
Hækki hér verð á erlendum landbúnaðarvörum, til að mynda hveiti og sykri vegna minna framboðs, HÆKKAR hér vísitala neysluverðs og þar með öll VERÐTRYGGÐ lán, EINNIG bænda vegna íbúðar- og útihúsa.
Kexverksmiðjan Frón flutti inn eitt þúsund tonn af hveiti og sykri til framleiðslu sinnar árið 2000.
Og hækki hér verð á innlendum landbúnaðarvörum vegna minna framboðs á ERLENDUM AÐFÖNGUM, til að mynda olíu og kjarnfóðri, HÆKKAR hér einnig vísitala neysluverðs.
Við Íslendingar eigum MEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og þaðan koma tveir þriðju allra mat- og drykkjarvara sem við flytjum inn.
Hækki gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkar hér verð á VÖRUM OG AÐFÖNGUM frá evrusvæðinu og þar með innlendum landbúnaðarafurðum, þannig að verðtryggð lán BÆÐI neytenda og bænda HÆKKA.
Og íslenskir bændur kaupa að sjálfsögðu alls kyns landbúnaðarafurðir, bæði innlendar og erlendar.
Hvorki íslenskir neytendur né bændur hafa því hag af þessu fyrirkomulagi og ENGIN ástæða fyrir íslenska skattgreiðendur til að halda því gangandi.
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 13:45
Já, margir meðal eldri bænda eru án búfræðimenntunar, en þorri þeirra nú orðið er með þá menntun. Að öðru leyti nenni ég ekki að svara enn einu álitinu frá þér. Kannski bændur geri það.
Jón Valur Jensson, 15.8.2011 kl. 14:19
Jón Valur Jensson,
Að sjálfsögðu hefur þú engan áhuga á STAÐREYNDUM, frekar en aðrir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 14:52
Steini,
Jón Valur veit hvað hann er að segja enda mikill fræðimaður um evrópumál.
Evrópuvaktinni sem er einn áreiðanlegasti miðilinn þegar kemur að ESB segir í nýlegum pistli "Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB."
"Bændasamtökin vilja sem áður sækja fram með tvíhliða viðskiptasamningum við sjálfstæðar þjóðir. Samninga sem gerðir eru á forsendum Íslands. Í því leynast örugglega sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað."
Grásleppan, 15.8.2011 kl. 16:55
Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 17:55
hefðum við verið í ESB væri búunum búið að fækka enn meira!!! bændastéttin væri úttdauð hér á landi!!! Með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin í landinu!
Eins og Haraldur Benediktsson bendir á í pistli sínum, "Landbúnaðarvörur sem framleiddar eru á Íslandi hafa haldið uppi kaupmætti heimila.Skapað innlend störf. Störfum í landbúnaði hefur fjölgað um 400, árin 2008 til 2010."
Grásleppan, 15.8.2011 kl. 19:41
Árið 2008 voru flutt hér út 1.800 tonn af kindakjöti og meðalverðið var 471 króna fyrir kílóið.
Vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á íslenskum landbúnaðarvörum sem seldar eru til Evrópusambandslandanna.
Þar af leiðandi gæti útflutningur héðan á FULLUNNUM landbúnaðarvörum til Evrópusambandslandanna stóraukist, rétt eins og í Svíþjóð.
Og það sama gildir um FULLUNNAR íslenskar sjávarafurðir.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:
"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."
"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.
Sænskir bændur eru bjartsýnir og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.
ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.
Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ meira en það var.
Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.
Útflutningurinn hefur með öðrum orðum aukist hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 21:34
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 21:39
"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.
Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72
Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.