Leita í fréttum mbl.is

FRBL-leiðari: Hvað er fæðuöryggi?

FRBLÍ leiðara Fréttablaðsins í dag spyr Ólafur Þ. Stephensen þeirrar spurningar; Hvað er fæðuöryggi?

Í umræðunni um ESB hefur verið reynt að stilla hlutunum þannig upp að gerist Ísland aðili að ESB sé fæðuöryggi þjóðarinnar stefnt í stórkostlega hættu! Þó er ekki vitað til þess að fæðuöryggi neinnar þjóðar, ekki einu sinni vanþróuðum A-Evrópuríkjum sem gerðust aðilar að ESB, hafi verið stefnt í hættu við aðild. Líklega jókst það stórkostlega með auknu framboði, aukinni samkeppni og aðgangi að frjálsum markaði.

En aftur að leiðaranum, en þar segir: 

"Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi!

Talsmenn „fæðuöryggis“ undir þessum formerkjum gefa í skyn að Ísland þurfi að vera og geti verið sjálfu sér nógt um mat. Hér sé hægt að framleiða búvörur til að fullnægja innanlandseftirspurn og engin þörf sé á að flytja þær inn.

Þegar betur er skoðað, er þessum rökum þó aðeins beitt þegar vörur sem framleiddar eru á Íslandi eiga í hlut; kjöt, mjólk, egg og nokkrar sortir af grænmeti. Þegar aðrar nauðsynjavörur eiga í hlut sem ekki eru framleiddar hér á landi, til dæmis korn, hrísgrjón og alls konar ávextir, á annað við, að ekki sé talað um þau ógrynni unninnar matvöru sem flutt er inn, til að mynda pasta, sultur, niðursuðumat og allt hitt. Innflutningur á þessum vörum er frjáls og oftast á lágum tollum. Samt eru þær jafnnauðsynlegar og hinar búvörurnar fyrir fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði; með öðrum orðum þáttur í fæðuörygginu. Þetta sýnir í raun að hafta- og styrkjastefnan í landbúnaðinum er ekki fæðuöryggisstefna, heldur verndarstefna til að halda erlendri samkeppni frá einni atvinnugrein á Íslandi. Afleiðingin er að búvörur eru dýrari en þær þyrftu að vera. Er það fæðuöryggi?"

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mikið af innfluttum matvörum eru hreinn óþarfi,sem landsmenn hafa komist upp á að nota í "góðærinu." Margar þeirra gætum við búið til sjálf,eins og bara lítið dæmi, Fahajitas,hveiti ræktum við,eða korn. Margt annað innflutt er hreinast óþarfi,þá er ég að miða við,ef ógn stafaði að okkur,þannig að við yrðum að brauðfæða okkur sjálf. Nóg er af lífsins gæðum,nóg af vitibornu fólki,góðu fólki,dugmiklu,það bíða margir sftir að fá að vinna með hug og hönd.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga Kristjánsdóttir,

ERLEND AÐFÖNG
þarf til landbúnaðar hérlendis, til dæmis dráttarvélar, alls kyns önnur landbúnaðartæki og olíu.

Meira að segja "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar notuðu erlend aðföng, til að mynda erlenda ljái.

Þeir slógu nú ekki grasið með berum höndunum.

Og þeir keyptu erlendar landbúnaðarVÖRUR, til dæmis hveiti, sykur, vín og kaffi.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 15:24

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Fæðuöryggi fellst ekki í því að flytja inn stórkostleg niðurgreiddar landbúnaðarvörur frá meginlandinu eða öðrum löndum.

Fæðuöryggi fellst ekki í því að geta flutt inn "óþarfa" matvæli erlendis frá í nafni þess að leggja niður íslensk störf við landbúnað og matvælaframleiðslu.

Fæðuöryggi fellst í því að hér sé lágmarks matvælaframleiðsla til að unnt sé að skaffa þjóðinni grunn þarfir í næringu skelli á drepsóttir, stríð eða önnur óáran sem loka landinu um lengri eða skemmri tíma eða kemur í veg fyrir flutninga til landsins á einn eða annan hátt.

Við getum framleitt kolvetni(Kartöflur/ávextir/grænmeti) og prótín/fitu(Kjöt og fiskur) til að fæða þjóðina á hættutímum.

Við ættum frekar að styrkja okkar eigin fæðuframleiðslu og gera okkur sem minnst háð innflutum vörum til þeirra nota svo að við séum okkur sjálf næg í allt að ár. Eigin framleiðsla á bíódísel og metaó er rétt skref í þá átt. Við getum viðhaldið tólum og tækjum út í hið óendanlega eins og forfeður okkar, bændurnir, gerðu með því einfaldlega að smíða hlutina sjálfir úr áli eða endurnýttu járni, sjá má afrakstur þessara sjálfbjargarviðleyttni á byggðasöfnum um allt land.

Það að brjóta niður og eyðileggja lámarks fæðuöryggi þjóðarinna er dauðans alvara og getur haft gríðarlegar afleiðingar ef niðurrifsöflin fái að ráða. Við erum eyþjóð og að treysta á að fæðuöryggið sé flutt yfir Atlansála á skipum og flugvélum knúðum vígðu vatni er ein sú mesta heimska sem um getur. Það er gott til þess að vita að geta flutt inn matvæli ef náttúruhamfarir setja strik í okkar eigin framleiðslu.

Eggert Sigurbergsson, 15.8.2011 kl. 16:27

4 Smámynd: Grásleppan

Við getum framleitt okkar mat sjálf. Þurfum ekki þetta baneitraða rotvarnaefna rusl frá evrópu!!!
Nýjasta útspilið hjá Nettó er að flytja inn coke frá ESB ríkinu Bretlandi á mun lægra verði en íslenskt coke!
Coke úr ógeðslegu útlensku vatni!!
Þetta er gjaldeyris sóun af verstu gerð!! Þetta er glæpur gegn þjóðinni!!

Grásleppan, 15.8.2011 kl. 17:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

MEIRIHLUTI
matvæla sem seldur er í verslunum hérlendis er INNFLUTTUR.

Það er einfaldlega HAGKVÆMT að flytja hér inn fjölmörg matvæli og leggist flutningar af á milli Íslands og annarra landa verður ekki stundaður hér landbúnaður lengur.

Hins vegar er EKKI hagkvæmt að flytja hér inn nýmjólk, hvorki með skipum né flugvélum, og hér verða áfram kúabú.

Og lambakjöt verður ekki flutt hér inn í nokkrum mæli.

Hagkvæmt gæti verið að framleiða hér grænmeti til útflutnings og við flytjum út skyr og lambakjöt.

Hins vegar þarf alls kyns ERLEND AÐFÖNG til matvælaframleiðslu hér, bæði í landbúnaði og verksmiðjum.

Stór hluti VINNUAFLS í matvælaframleiðslu hérlendis er einnig INNFLUTTUR. Þúsundir útlendinga starfa hér í fiskvinnslunni um allt land, í sláturhúsum og matvöruverslunum.

Við Íslendingar smíðum til að mynda ekki dráttarvélar og enda þótt við gerðum það þyrftum við ERLEND AÐFÖNG til smíðinnar.

Í íslenskum landbúnaði eru ekki notuð lengur orf og hrífur en þú ætlar kannski að bjóða þig fram ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins við að slá hér öll tún með orfi og ljá.

Við búum ekki heldur í húsum úr torfi og grjóti og flytjum inn mikið af alls kyns byggingarefnum, til dæmis járn, stál og timbur, sem við notum meðal annars í íbúðarhús og útihús, brýr og virkjanir.

Við flytjum einnig inn bíla, skip, vinnuvélar, landbúnaðartæki, raftæki og alls kyns varahluti.

Og við Íslendingar höfum gríðarlega miklar TEKJUR af ÚTFLUTNINGI MATVÆLA, íslenskra sjávarafurða.

En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sem sagt að færa Ísland aftur um eitt hundrað ár.

Þorsteinn Briem, 15.8.2011 kl. 17:50

6 Smámynd: The Critic

Helga: íslendingar geta einfaldlega ekki framleitt mat sjálfir á samkeppnishæfu verði. Afhverju er engin að framleiða fijitas kökur hér á landi ef það er svona hagstætt?
Hellingur af matvælum sem íslendingar telja sig framleiða sjálfir er innflutt, t.d. Ora dósamaturinn er mestmegnis innfluttur frá tælandi. Brauðið sem þú kaupir í bakaríinu kom forbakað frá þýskalandi.

The Critic, 15.8.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband