Leita í fréttum mbl.is

Leiðari DV: Ráðvilltur Bjarni

dv-logoIngi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, skrifar í dag leiðara um yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar um helgina, þess efnis að hætta beri aðildarviðræðum við ESB. Ingi segir:

"Þessar skoðanir Bjarna um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu ganga þvert á þau viðhorf sem hann setti fram ásamt Illuga Gunnarssyni í grein í Fréttablaðinu í lok árs 2008. Þar sögðu Bjarni og Illugi meðal annars að Ísland ætti að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og að bera ætti samninginn undir þjóðina í kjölfarið. Ein veigamestu rök þeirra fyrir aðildarviðræðum Íslands voru að íslenska krónan myndi reynast Íslendingum fjötur um fót. Í viðtalinu á sunnudaginn sagði Bjarni hins ¬vegar að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af krónunni. Skoðanir Bjarna á þessum þremur atriðum hafa því gerbreyst frá því hann skrifaði greinina með Illuga.

Nú er vel réttlætanlegt að skipta um skoðun í tilteknum málum ef forsendurnar fyrir þessum skoðunum breytast. Rök Bjarna fyrir breyttum skoðunum sínum á Evrópusambandinu eru aftur á móti ekki mjög trúverðug og sannfærandi þótt hann reyni að klæða þau í málefnalegan búning. Þessi rök Bjarna hljóma frekar eins og tylliástæður formannsins til að réttlæta breytta opinbera afstöðu sína til Evrópusambandsins. Líklegra er að sinnaskipti Bjarna séu tilkomin vegna þess að hann vilji styrkja stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi landsfund með því að friða þann arm flokksins sem er algjörlega mótfallinn inngöngu Íslands í Evrópusambandið."

Síðar segir Ingi:

"Hörð afstaða Bjarna í Evrópusambandsmálinu er klók út frá flokkspólitískum forsendum en spyrja má um heilindi formannsins og hverjar séu hans eigin raunverulegu skoðanir. Bjarni virðist vera veikburða og ósjálfstæður formaður sem virðist nú stjórnast af öðrum og annarlegri ástæðum en sinni ígrunduðu sýn á hvað hann telji skynsamlegt og rétt. Þetta er synd því Bjarni hefur sýnt að hann getur bæði verið sjálfstæður og málefnalegur í ákvörðunum sínum."

Leiðarinn í heild sinni

Í umtalaðri grein sem Bjarni Benediktsson, þá þingmaður, skrifaði í Fréttablaðið árið 2008 ásamt Illuga Gunnarssyni, þingmanni segir:

,,Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Ræður þar úrslitum að halda ber á hagsmunum Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt og samstaða takist um niðurstöðuna."

Einnig segir: ,,Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna, þar sem ítrustu hagsmuna hefur verið gætt. Varðstaða um auðlindir þjóðarinnar skiptir þar höfuðmáli."

Um krónuna sem framtiðargjaldmiðil segir í greininni: ...."sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst."

Í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi sagði sami Bjarni Benediktsson að við "þurfum ekki að hafa áhyggjur af krónunni."

Öll grein Bjarna og Illluga: http://www.visir.is/article/2008246220732

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

EUobserver: ESB-umsóknina á að draga til baka, segir Vigdís Hauks­dóttir


16. ágúst 2011 klukkan 14:21

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, birtir grein á hinni víðlesnu vefsíðu EUobserver þriðjudaginn 16. ágúst þar sem hún færir rök fyrir því að Íslendingar standi ekki að baki umsókn ríkisstjórnarinnar um aðild að ESB, það sé aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem sé fylgjandi aðildinni. Umsóknina eigi að draga til baka.

Vigdís Hauksdóttir

EUobserver kom til sögunnar árið 2000. Aðstandendur síðunnar segja að hún sé stærsta vefsíðan sem birti daglega fréttir um málefni ESB og lesendur hennar séu meira en 60.000 á dag. Hún sé önnur mest lesna fréttaheimild blaðamanna um ESB-málefni, aðeins The Financial Times sé meira lesið.

Vigdís segir að Framsóknarflokkurinn hafi mótað nýja afstöðu til ESB á flokksþingi í apríl sl. Þar sé aðild að ESB afdráttarlaust hafnað og horfið frá fyrri stefnu um aðildarviðræður með ströngum skilyrðum – „skilyrðum sem ESB hefði aldrei getað samþykkt þar sem Framsóknarflokkurinn hefur aldrei stutt ESB-aðild,“ segir í greininni.

Í greininni vekur Vigdís athygli á þeirri staðreynd að í öllum skoðanakönnunum sem hafi verið gerðar í rúm tvö ár sé meirihluti andvígur ESB-aðild. Tekist sé á um málið innan raða vinstri-grænna og tveir ráðherrar flokksins séu opinberir andstæðingar aðildar. Innan Samfylkingarinnar gæti vaxandi efasemda um ESB-stefnu flokksins en vandi flokksins sé sá að ESB-aðild sé hið eina sem flokkurinn hafi að bjóða.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sé orðin svo örvæntingarfull vegna málsins að í ræðu á fundi flokks síns fyrr á þessu ári hafi hún hvatt stuðningsmenn ESB-aðildar í öllum flokkum að stofna til samstarfs við jafnaðarmenn. Hún hafi boðið að breyta nafni flokks síns, stefnu hans eða forystusveit settu menn það sem skilyrði fyrir ESB-samstarfi. Kannanir sýni að Samfylkingin hafi tapað miklu fylgi undanfarin tvö ár.

Af öllu þessu leiði að kröfur séu háværari en áður á Íslandi um að afturkalla ESB-aðildarumsóknina. Ríkisstjórnin sé á móti því eins og hún hafi verið andvíg því árið 2009 að bera ákvörðunina um að sækja um aðild undir þjóðina af því að hún hafi vitað að henni yrði hafnað.

Grein sinni lýkur Vigdís Hauksdóttir með þeim orðum að ESB-umsóknin sé sóun á tíma og fjármunum fyrir ESB og Ísland. Íslendingar muni aldrei samþykkja að afsala eigin fullveldi og ráðum yfir landi sínu og auðlindum þess þar á meðal stjórn fiskveiða og mótun landbúnaðarstefnu.

„Aldrei hefði átt að senda umsóknina til ESB og aldrei hefði átt að samþykkja að taka við henni,“ segir þingmaður Framsóknarflokksins í grein sinni á vefsíðunni EUObserver

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:04

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

 Efnahagsböðlar evrópusambandsin féngu féð að láni á lágum vöxtum keyptu hér allt upp rændu og rupluðu og afhentu síðan erlendum kröfuhöfum restina af góssinu með esb umsóknini

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:06

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Kratar og aðrir landráðamenn farið að gera ykkur grein fyrir að Íslendingar eru ekki á leið inní Evrópusambandið þessi Landráð verða stöðvuð

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:08

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hvers vegna þessi þrúgandi þögn um aðildar­viðræðurnar? Hvað er verið að fela?


17. ágúst 2011 klukkan 07:57

Í gær var haldinn lokaður fundur í utanríkismálanefnd Alþingis. Nefndarmenn eru bundnir trúnaði og mega ekkert segja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að alþingismenn fái litlar upplýsingar um stöðu aðildarferils Íslands að ESB. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir í Morgunblaðinu að „sér sýnist ferlið eigi eftir að tefjast talsvert vegna þess hvaða kafla eigi eftir að opna í viðræðunum, þ.e. sjávarútvegs- og landbúnaðarkafla.“

Hvað á þessi þögn að þýða um þetta stóra mál? Hvernig stendur á þessari þögn? Hvað má ekki segja? Af hverju á eftir að opna þá kafla, sem Bjarni Benediktsson nefnir? Er einhver fyrirstaða í sambandi við þá? Er verið að leyna einhverju? Eða öllu heldur: Hverju er verið að leyna?

Þingmenn stjórnarflokkanna hljóta að sjá að hver svo sem afstaða manna er til aðildarumsóknarinnar gengur þessi leynd ekki lengur. Hún er þinginu til skammar. Hún er stjórnarflokkunum til skammar.

Er þetta ekki sama fólk og hefur krafizt opins samfélags og gagnsærrar stjórnsýslu?

PS: „Ekki náðist í Árna Þór“ segir í frétt Morgunblaðsins í dag! Af hverju er Árni Þór í felum?

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:09

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þögn um samningsmarkmið Íslands eftir fund utanríkis­mála­nefndar - formaðurinn áréttar þagnarskyldu


17. ágúst 2011 klukkan 10:29

Utanríkismálanefnd alþingis kom saman til fundar þriðjudaginn 16. ágúst. Fyrr í sumar höfðu forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna krafist fundar í nefndinni til að þjóðin fengi upplýsingar um hvað byggi að baki yfirlýsingum utanríkisráðherra og forsætisráðherra í Brussel og Berlín. Eftir fund nefndarinnar ríkir hins vegar algjör þögn um hvað þar gerðist og Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, veitir fjölmiðlum ekki viðtöl.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat fundinn. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók hins vegar ekki þátt í fundi nefndarinnar. Hann sat hins vegar undir ákúrum á ríkisstjórnarfundi að morgni 16. ágúst fyrir að halda fast í andstöðu sína við málatilbúnað utanríkisráðherra í viðræðunum við ESB.

Í Morgunblaðinu 17. ágúst segir frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi með stuðningi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, flutt tillögu á fundi utanríkismálanefnar um að mánaðarlega héldi nefndin opinn fund þar sem rætt yrði um framgang viðræðnanna við ESB. Í blaðinu segir að Árni Þór Sigfússon ætli að „láta athuga hvernig hún [tillagan] samræmist lögum um þingsköp“. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að „tillögunni hefði verið ágætlega tekið“.

Össur Skarphéðinsson sagði í Brussel 27. júní að Íslendinga þyrftu ekki neinar „sérstakar undanþágur“ frá sjávarútvegsstefnu ESB gerðust þeir aðilar að sambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Berlín 11. júlí að hún hefði kynnt Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, samningsmarkmið Íslendinga í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Í tilefi af þessum yfirlýsingum ráðherranna var krafist funda í utanríkismálanefnd og Bændasamtök Íslands rituðu Jóni Bjarnasyni bréf með ósk um að hann skýrði fyrir þeim samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum.

Hinn 22. júní sagði Jón Bjarnason í bréfi til bændasamtakanna að hann styddi tollvernd íslensks landbúnaðar. Krafa um hana brýtur í bága við kröfur Evrópusambandsins. Í síðustu viku og á fundi ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 16. ágúst hafa leiðtogar stjórnarflokkanna og utanríkisráðherra lagt hart að Jóni Bjarnasyni að falla frá sjónarmiðum sem ESB-viðræðunefnd Íslands telur að falli ekki í kramið hjá Evrópusambandinu og kunni að kalla fram ófrávíkjanleg skilyrði af þess hálfu.

Þeir sem töldu að á fundi utanríkismálanefndar, sem ekki er haldinn fyrr en rúmum mánuði eftir að lögð var fram ósk um hann, myndi skýrast fyrir almenningi hver væri staðan í viðræðum Íslands og ESB verða fyrir vonbrigðum. Árni Þór Sigurðsson nefndarformaður minnti nefndarmenn á trúnaðarreglur nefndarinnar og þagnarskyldu þeirra.

Utanríkisráðuneytið heldur úti sérstakri vefsíðu um aðildarumsóknina og ferlið gagnvart ESB. Þar segir meðal annars:

„Áhersla er lögð á vandaða og hlutlæga upplýsingamiðlun um möguleg áhrif aðildar að ESB og um gang viðræðna til almennings, fjölmiðla, félagasamtaka og alþjóðasamfélagsins. Slíkt er grundvallaratriði fyrir trúverðugleika ferlisins í heild.“

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:11

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sjö röksemdum ESB-aðildarsinna svarað


Björn Bjarnason
17. ágúst 2011 klukkan 19:12

Hið einkennilega við umræður aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er að enginn stjórnmálamaður gengur fram fyrir skjöldu og lýsir því afdráttarlaust hvers vegna Íslendingar skuli stíga þetta örlagaríka skref. Eftir upphaf aðildarviðræðna kjósa stjórnmálamenn að láta hjá líða að færa rök fyrir aðildinni en halda fast í áróðurinn um „rétt“ fólks til að segja álit sitt á niðurstöðu í aðildarviðræðunum og hún skuli lögð undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í þessum áróðri er undan skilið að sameiginleg niðurstaða í viðræðum fulltrúa ESB og Íslands næst ekki nema allt falli í einn farveg, með öðrum orðum að Íslendingar lagi sig að kröfum ESB sem eru í eðli sínu einhliða enda um það að ræða að íslenskt stjórnkerfi og þjóðfélag lagi sig að ramma sem settur er 27 eða 28 ríkjum með Króatíu, sem væntanlega verður aðili að ESB árið 2013.

Að sjálfsögðu vita þeir sem standa í fararbroddi í viðræðunum við ESB að um einhliða ramma er að ræða af hálfu Evrópusambandsins. Til að komast hjá þeim skerjum sem eru á leiðinni er einfaldlega sagt að samið verði um sérlausnir fyrir Ísland. Þeirri leið til stuðnings er vitnað til þess að Finnar hafi fengið heimild til að greiða aukalega styrki úr eigin vasa til bænda á afskekktum norðurbyggðum enda samþykki framkvæmdastjórn ESB reglur um styrkina. Þá er bent á að Maltverjar megi nota smábáta til veiða á um 1.000 lestum á fiski innan 25 mílna frá Möltu.

Með þessum inngangi fagna ég því að aðildarsinni, Pétur J. Eiríksson hagfræðingur, skuli hafa ritað grein í Morgunblaðið 17. ágúst til að kynna rök aðildarsinna sem eru annars eðlis en þau að málið snúist um að „dílinn“ beri að leggja undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér skal litið á rök Péturs, hann segir:

1. „Nú blasir við gamla sagan um aukna verðbólgu, háa vexti, höft og láglaunahagkerfi samfara lítilli framleiðni og tortryggni umheimsins. Aðildarsinnar vilja ekki gera þessa fortíð að framtíð og vilja því taka upp nýjan gjaldmiðil sem gæti gerst með aðild að ESB. Einangrunarsinnar mættu gjarnan færa fram aðra lausn ef til er.“

Ástæða er til að staldra þarna við tvennt.

Í fyrsta lagi er alrangt að kalla þá „einangrunarsinna“ sem eru andvígir aðild Íslands að ESB. Fyrir því er auðvelt að færa rök að Ísland yrði þá fyrst einangrað ef til aðildar að ESB kæmi. Stjórnkerfið tæki alfarið að snúast um það sem er að gerast í Brussel. Hvorki yrði mannafli, fé né tími aflögu til að leggja rækt við önnur alþjóðleg samskipti. Framkvæmdastjórn ESB og utanríkisráðherra ESB tækju að sér íslensk málefni út á við og slegið yrði slöku við þátttöku í NATO, Norðurlandaráði, Norðurskautsráðinu og jafnvel Sameinuðu þjóðunum. Réttur Íslands sem strandríkis samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna hyrfi til ESB. Tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada, Rússland og Kína mundu mæta afgangi og jafnvel einnig við Færeyjar, Grænland og Noreg sem yrðu áfram utan ESB. Íslendingar eru í EFTA, hafa gert EES-samninginn við ESB og auk þess gerst aðilar að Schengen-samstarfinu. Að kenna stuðning við þetta alþjóðasamstarf við einangrun er fráleitt.

Í öðru lagi er rangt að þeir sem vilja standa utan evru-lands hafi ekki boðað aðra lausn í gjaldmiðilsmálum en að ganga í ESB og taka upp evru. Bent hefur verið á upptöku Bandaríkjadollars og færð hafa verið skýr rök fyrir því að taka upp Kanadadollar. Þá ber að halda því til haga að síður en svo eru allir sammála um að kasta eigi krónunni fyrir róða.

Í öðru lagi segir Pétur J. Eiríksson:

2. „Aðildarsinnar vilja losa íslenskan landbúnað úr því kerfi stöðnunar sem nú lamar hann. Þeir sjá betra skjól fyrir hann í styrkjakerfi ESB, sem miðar að því að viðhalda byggðum í sveitum, en í framleiðslustyrkjum í anda Sovétríkjanna sem engu hafa skilað nema niðurníðslu í sveitum, einokun og tómum hillum í verslunum. Hvað vilja einangrunarsinnar gera?“

Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að landbúnaður sé með miklum blóma í ESB-ríkjunum. Því fer víðs fjarri að þar uni bændir glaðir við sitt. Pétur ætti að færa rök fyrir því að framleiðslustyrkir til íslensks landbúnaðar hafi engu skilað „nema niðurníðslu í sveitum, einokun og tómum hillum í verslunum“. Þetta og að líkja íslensku landbúnaðarkerfi við Sovétríkin þar sem Stalín gekk að bændum dauðum í orðsins fyllstu merkingu með samyrkjubúunum er argasta níð og ekki framlag til málefnalegra umræðna. Er með ólíkindum að aðildarsinnar telji sig þurfa að seilast svo langt í rangfærslum til að fegra málstað sinn. Víst er að vilji menn umbætur í íslenskum landbúnaði er mun skynsamlegra að vinna að þeim á eigin forsendum í stað þess að fá formúluna frá Brussel. Hún á einfaldlega ekki við hér á landi en gengur hins vegar að íslenskum landbúnaði dauðum í núverandi mynd og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar um aldir.

Í þriðja lagi segir Pétur J. Eiríksson:

3. „Aðildarsinnar vilja sjá matarverð færast í átt þess sem er í Evrópu. Það er ekki lögmál að verðlag sé hærra á Íslandi en annars staðar.“

Það er einfaldlega ekkert lögmál að matarverð sé hærra hér á landi en annars staðar. Hinn 29. júní 2011 birtist þessi frétt á Evópuvaktinni:

„Vorið 2009 var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands, 29. júní 2010. Sé þetta mikil breyting frá könnun, sem gerð var árið 2006, þegar verðlag matvæla hefði verið hæst á Íslandi, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Ein helsta röksemd þeirra, sem mæla með aðild Íslands að ESB, hefur verið sú, að með aðild stórlækki verðlag á matvælum hér á landi.

Hér fer tilkynning Hagsofu Íslands í heild:

“Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Það er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag hæst á Íslandi eða 61% hærra en í Evrópusambandinu. Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengisbreytingum en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla borið saman í evrum.

Í könnuninni nú var verðlag hæst í Noregi, 54% hærra en meðaltalið, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi. Samanburðurinn náði til Íslands auk 36 annarra Evrópuríkja, það er 27 núverandi aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs, Sviss, Albaníu, Bosníu Hersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Tyrklands. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hafði umsjón með könnuninni en Hagstofa Íslands sá um framkvæmd hennar á Íslandi. Í könnuninni er notað meðalverð og -gengi ársins 2009.““

Í fjórða lagi segir Pétur J. Eiríksson:

4. „Aðildarsinnar vilja aukið vöruval í verslunum og vilja losna við gamaldags hugsun um einokun og vernd. Það er heldur ekki lögmál að vöruval eigi að vera minna hér en annars staðar frekar en að íslenskir atvinnuvegir geti ekki keppt. Þeir vilja að neytendur geti pantað sér vörur erlendis frá án þess að opinberir embættismenn þurfi að skipta sér af eða að þörf sé á að greiða margvísleg aukagjöld.“

Það þarf nokkurt hugmyndaflug til að ímynda sér að það sé undir aðild að ESB komið hve mikið vöruval sé í íslenskum verslunum. Hugmyndaauðgi kaupmanna og áhugi viðskiptavina ræður hvernig vöruvali er háttað. Aðild að ESB kann hins vegar að þrengja svigrúm íslenskra kaupmanna frá því sem nú er. Hér eru seldar innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem framkvæmdastjórn ESB lítur hornauga vegna regluverks Evrópusambandsins. Afskipti opinberra embættismanna af því sem selt er í verslunum minnka síður en svo við aðild að ESB. Í raun er miklu auðveldara að draga úr þeim á einhliða hátt utan ESB heldur en þegar valdið verður í höndum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Í fimmta lagi segir Pétur J. Eiríksson:

5. „Aðildarsinnar vilja létta kostnaði af íslenskum útflytjendum með því að aflétt verði landamæraeftirliti með íslenskum vörum. Þeir vilja að Íslendingar njóti góðs af fjölmörgum viðskiptasamningum sem Evrópusambandið hefur gert við aðrar þjóðir.“

Ákvarðanir um kostnað sem fylgir útflutningi eða eftirliti með honum falla undir ríkisstjórn og alþingi og eru alls ekki bundnar við aðild Íslands að ESB. Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA, hefur gert fjölmarga fríverslunarsamninga auk þess sem Íslendingar hafa unnið að gerð tvíhliða samninga eins og t.d. við Kínverja. Þeim viðræðum lauk þegar íslenska ríkisstjórnin tók stefnu á aðild að ESB.

Í sjötta lagi segir Pétur J. Eiríksson:

6. „Aðildarsinnar vilja að Íslendingar geti lifað og verið eins og aðrar Evrópuþjóðir, notið sama frjálsræðis en þurfa ekki að vera settir undir höft, takmarkanir og aukin ríkisafskipti sem því miður virðast fara vaxandi í okkar samfélagi.“

Aðildarsinnar fengu ríkisstjórn sem sótti um aðild að ESB og greiddu fyrir það með því að sitja undir stjórnarháttum í þeim dúr sem Pétur lýsir í sjötta lið sínum. Þeir sem eru andvígir höftum, takmörkunum og auknum ríkisafskiptum eru að meirihluta einnig andvígir aðild að ESB. Spurningin sem Pétur þarf að svara snýst um hvort hann vilji halda áfram stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í ESB-málum og samstarf hennar við VG til að ná markmiðum sínum eða hvort hann vill vinna að því að málsvarar frelsis haldi um stjórnartaumana.

Í sjöunda lagi segir Pétur J. Eiríksson:

7. „Ég er einn þeirra sem telja margt jákvætt við röksemdir aðildarsinna og er orðinn leiður á þjóðsagnaspuna um Evrópusambandið. Það er til dæmis kominn tími til að grafa goðsögnina um að sambandið stefni í ofurríki og aukna miðstýringu. Ekkert aðildarlandanna stefnir að slíku. Ekkert. Þeir sem segja að vilji til að auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miðstýringu sambandsins eru annaðhvort illa lesnir eða vilja ekki vita betur.“

Hefði Pétur frestað ritun greinar sinnar fram yfir 16. ágúst 2011 hefði hann orðið að breyta lokafullyrðingu sinni um að það sé „þjóðsagnaspuni“ og „goðsögn“ að ekkert aðildarlanda ESB stefni í „ofurríki og aukna miðstýringu“. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, komu saman í París þriðjudaginn 16. ágúst og ákváðu að bjarga evrunni með því sem á frönsku er nefnt gouvernement économique á evru-svæðinu, það er efnahagsríkisstjórn. Þar er um að ræða yfirþjóðlega stjórn í evru-ríkjunum í efnahags- og ríkisfjármálum. Verði þessi tillaga valdamestu þjóðarleiðtoga evru-ríkjanna að veruleika myndi miðstýring stóraukast og að lokum verða til „ofurríki“ innan ESB. Ísland ætti ekki annan kost en að ganga í þetta „ofurríki“ því að aðildarsinnar telja mestu skipta að komast í Evrulandið sem Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, nefnir svo en þau Merkel og Sarkozy vilja að hann stjórni fundum þeirra sem gegna forystu í ófjárráða ríkjum innan Evrulandsins.

Hér hef ég rætt sjö röksemdir Péturs J. Eiríkssonar hagfræðings og því miður ekki fundið eina sem mér finnst standast nánari skoðun. Hitt er síðan táknrænt og varla tilviljun þegar aðildarsinni sest niður til að ræða rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu kýs hann að minnast ekki á sjávarútvegsmál. Þau eru hins vegar helsti þröskuldurinn á aðildarleiðinni.

Ég er þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að gera hlé á ESB-aðildarviðræðunum. Evrópusambandið hefur annað yfirbragð núna en sumarið 2009 þegar alþingi samþykkti aðildarumsóknina. Allar skoðanakannanir hafa síðan sýnt að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild. Þegar ég kynni þessa skoðun mína í samtölum fæ ég gjarnan svarið: „Já, en viltu ekki ljúka málinu og láta greiða atkvæði um það. Íslendingar munu aldrei samþykkja aðild.“

Við þessu á ég þetta svar: Það mun aldrei liggja fyrir sameiginleg niðurstaða í viðræðum fulltrúa Íslands og ESB nema íslensk stjórnvöld hafi gengið á bak orða sinna um gæslu íslenskra hagsmuna eins og þeir hafa verið kynntir, til dæmis í áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis. Ég er á móti því að þannig verði gengið til verks. Að mínu áliti eru stjórnvöld þegar komin inn á þá braut eins og þögnin um það sem gerðist á fundi utanríkismálanefndar alþingis 16. ágúst sýnir. Þar átti að spyrja utanríkisráðherra um viðkvæmustu þætti viðræðnanna við ESB og allir kjósa að þegja um það sem hann sagði. Þetta er ekki gert vegna íslenskra hagsmuna heldur í þágu þeirra sem vilja halda leynd yfir því sem er að gerast í viðræðunum þar sem íslenska viðræðunefndin er skref fyrir skref að ganga að skilyrðum ESB. Að túlka reglur alþingis um trúnað á þann veg að þær leiði til þagnar um þróun í þessa átt er fráleitt.

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Það er harla einkennilegt af þér að kalla MEIRIHLUTA Svía, Dana og Finna LANDRÁÐAMENN.

Þú skrifar hér Í ANDA Anders Breivík.

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 00:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Thorvaldur Gylfason
"Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 00:20

9 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 00:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2011 (í dag):

"Spurður um tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal, formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að halda mánaðarlega opna fundi í utanríkismálanefnd um stöðuna í umsóknarferlinu með utanríkisráðherra segir Árni [Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis,] það vera prýðishugmynd."

"Prýðileg hugmynd"

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 00:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 00:39

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábærir Staksteinar voru í Mbl. í gær um þetta mál, sem greinin fjallar um hér efst á síðunni. Betur verður henni ekki svarað en með tilvitnun í þá Staksteina:

"Öfugmæli um anda

Evrópusambandið hefur enn á sínum snærum nokkra spunamenn hér á landi. Stuðningsblað sambandsins fann einn slíkan í gær, Benedikt Jóhannesson, sem titlaður er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna.

• • • •

Blaðið hefur eftir Benedikt: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu [Sjálfstæðis]flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið.“

• • • •

Nú vill svo til að Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði sérstaklega um þetta atriði á síðasta landsfundi sínum, sem haldinn var í fyrra.

• • • •

Þar segir orðrétt: „Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar.“

• • • •

Augljóst er að það væri ekki „mjög í anda stefnu flokksins“ að ljúka viðræðunum með gerð samnings.

• • • •

Það að ljúka viðræðunum á annan hátt en að hætta við umsóknina væri þvert á móti í algerri andstöðu við stefnu flokksins.

• • • •

Hvernig stendur á því að menn láta sig hafa það að beita fyrir sig slíkum ósannindum í baráttunni fyrir því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið?

• • • •

Og hvers konar málstaður er það sem krefst þess að menn fari fram með slík öfugmæli honum til stuðnings?" [Tilvitnun lýkur.]

Jón Valur Jensson, 18.8.2011 kl. 06:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá árinu 1929 verið nokkurs konar kosningabandalag FJRÁLSLYNDRA og ÍHALDSMANNA.


Og sumir í Sjálfstæðisflokknum hafa deilt á hugmyndir annarra í flokknum um FRJÁLSHYGGJU.

"Hannes Hólmsteinn Gissurarson (fæddur 19. febrúar 1953) er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Hann er kunnur að eindregnum stuðningi við frjálshyggju."

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira KRAÐAK er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn MARGSINNIS KLOFNAÐ og brot úr flokknum myndað hér ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.


Sjálfstæðisflokkurinn


Liberalism


Conservatism


Frjálshyggja


Christian political parties

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 11:37

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað með það?!!!

Annars er þetta mikil oftúlkun hjá Steina Briem: "enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn MARGSINNIS KLOFNAÐ og brot úr flokknum myndað hér ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum ... Meira KRAÐAK er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil ..."

Hann hefur sannarlega klofnað, eins og mér er mætavel kunnugt (tók þátt í framboði Borgaraflokksins 1987; hann náði inn 7 þingmönnum), en samt hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið merkilega vel dampi og einingu lengi vel. Nú er hann hins vegar orðinn verulega efnishyggjulegur flokkur og farinn að snúa baki við sinni kristnu arfleifð, sem var ekki bara "eitthvað í nösunum á honum", heldur alvöru-áhrif kristinna manna og hugmynda, sem leiðtogar eins og Ólafur Thors og ekki síður Bjarni Benediktsson tóku fullt tillit til.

Eins er þar gömul arfleifð verkalýðssinnaðra manna og málfundafélag slíkra (Óðinn) og þetta partur af stefnu hans um stétt með stétt og stun-ðning flokksins við velferðarsamfélagið sem öryggisnet fyrir fátæka; það var t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í tíð Auðar Auðuns og Geirs Hallgrímssonar í Reykjavík, sem átti mestan eða allan þátt í tilurð Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, einmitt með góðri þátttöku tveggja guðfræðikennara, próf. Þóris Kr. Þórðarsonar og Björns Björnssonar.

Þannig býr eða bjó Sjálfstæðisflokkurinn um margt yfir miklu meiri breidd en andstæðingum hans er tamt að tala um; einstaklingshyggjan (einkum varðandi frelsi til athafna sem orða) átti þar balancerandi mótvægi í heilbrigðri samfélagshyggju, ekki síður en að frjálshyggjan þar átti gott mótvægi í kristinni íhaldsstefnu.

"En nú er ég búinn að brjóta og týna," getur flokkurinn víst sagt um sumt í stefnu sinni á seinni árum, einkum frá "frelsisvæðingu" fósturdeyðinga árið 1975 og nýbylgju ofurfrjálshyggjumanna á siðferðissviðinu frá því um síðustu aldamót, eins og lýst hefur sér í vændismálinu og með því að aðhyllast (ekki grasrótin, heldur forystan a þingi) ofurróttækni í hjúskapar- og kynhneigðarmálum, að ógleymdri nýrri framsókn fósturdeyðingastefnunnar meðal ókristinna elementa innan flokksins., nánast herskárra efnishyggjumanna sem njóta ekki samstöðu meðal almennra flokksmanna.

Sjálfur hefur undirritaður gagnrýnt það sem ég kalla auðræðið i Sjálfstæðisflokknum og hef um áratuga skeið verið andvígur ofurfrjálshyggju, bæði í efnahags- og siðferðismálum.

Jón Valur Jensson, 18.8.2011 kl. 13:00

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur NÆR ALLTAF VERIÐ KLOFINN síðastliðna þrjá áratugi.

Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens 8. febrúar 1980 - 26. maí 1983


Sjálfstæðisflokkurinn
var þá að mestu í stjórnarandstöðu undir forystu Geirs Hallgrímssonar, sem þá var formaður flokksins.

"Stjórn Gunnars Thoroddsens sat til loka kjörtímabilsins vorið 1983, þrátt fyrir mikla erfiðleika og innri átök. Tekist var á um leiðir til að laga erfiðleika í efnahagsmálum.

Oft stóð hún tæpt en náði að halda velli. Arfleifð hennar varð dökk og óáhugaverð. Verðbólgan var komin yfir 100% og staða þjóðarbúsins var í botni. Þjóðargjaldþrot er eiginlega rétta orðið."

Ríkisstjórn Gunnars Thorodssens


"Borgaraflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður af Alberti Guðmundsyni en flokkurinn klofnaði frá Sjálfstæðisflokknum árið 1987 í kjölfar Hafskipsmálsins.

Fyrirtæki Alberts blandaðist í málið og honum gert að segja af sér embætti iðnaðarráðherra 24. mars af forystu Sjálfstæðisflokksins.

Borgaraflokkurinn
náði sjö þingmönnum í kosningunum 1987, þar á meðal Alberti Guðmundssyni og Inga Birni Albertssyni, en árið 1989 gerðist Albert sendiherra í París.

Haustið 1989 ákvað flokkurinn, undir formennsku Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ásamt Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi.

Við það sögðu tveir þingmenn flokksins sig úr honum og mynduðu eigin flokk sem síðar sameinaðist Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn bauð fram í kosningunum 1991 en náði ekki inn manni og var lagður niður árið 1994."

Borgaraflokkurinn


"Frjálslyndi flokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 1998, hann fékk tvo þingmenn í kosningunum 1999, fjóra í kosningunum 2003 og 2007 en fékk ekki fulltrúa í kosningunum 2009."

Frjálslyndi flokkurinn


Ársafmæli Hægri grænna 17. júní síðastliðinn


Hægri flokkarnir
, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, MISSTU SAMTALS 13 ÞINGMENN í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.

Alþingiskosningar 2009


Og fylgi Sjálfstæðisflokksins nú verður að skoða meðal annars í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn er nær dauða en lífi og Hægri grænir hafa sáralítið fylgi.

Og hverja ætti að reka úr flokknum?!

Frjálslynda, íhaldsmenn eða frjálshyggjumenn?!


Þá sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu eða frjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson?!

LÍMIÐ
í þessu KOSNINGABANDALAGI ER harla LÉLEGT.

Og fyrir næstu þingkosningar gæti þess vegna komið fram ENN EITT KLOFNINGSFRAMBOÐIÐ úr Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband