Leita í fréttum mbl.is

Eru tollamál að setja stjórnsýsluna á hvolf?

LambakjötAndstæðingar ESB hrópa hátt að íslenska stjórnsýslan sé á hvolfi vegna ESB-málsins.

Það stenst hinsvegar ekki skoðun, því að í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs er vægast sagt mikil tregða að vinna nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það getur því varla verið "á hvolfi" vegna þess.

Hinsvegar birtist athyglisverð frétt í Fréttablaðinu fyrir skömmu en þar er sagt frá því að hvorki meira né minna en FJÖGUR ráðuneyti séu að vinna að tollamálum vegna heimilda Jóns Bjarnasonar til innflutnings á landbúnaðarafurðurm (sem hann vill ekki flytja inn, sérstaklega kjöt).

Við spyrjum því: Eru tollamál að setja stjórnsýsluna á hvolf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En hver eru þessi fjögur ráðuneyti, eru það ekki ESB-ráðuneyti LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR????????

Jóhann Elíasson, 18.8.2011 kl. 09:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Elíasson,

Það er harla einkennilegt af þér að kalla MEIRIHLUTA Svía, Dana og Finna LANDRÁÐAMENN.

Enn mígur þú í sama brunn og Anders Breivík.

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 11:29

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Langtímamarkmið evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum kemur vel fram í skýrslu evrópunefnadar utanríkisráðuneytisins. þau íslensku öfl sem vinna að því hörðum höndum að koma þessum langtímamarkmiðum í framkvæmd verða seint eða aldrei vændir um að framkvæmma þjóðrá.
 
Skýrsla Evrópunefndarinnar bls 98 - 99

"4.5.3.1. Úthlutun aflaheimilda og meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika

Í grænbók framkvæmdastjórnarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2001 kemur fram að framkvæmdastjórnin hafi á þeim tíma ekki séð raunhæfan valkost við regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Hins vegar kemur einnig fram að þegar búið verði að taka á
vandamálum innan sjávarútvegsins og efnahagslegar og félagslegar aðstæður innan greinarinnar verði orðnar stöðugri væri hægt að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og möguleikann á því að leyfa markaðsöflum að starfa á sviði fiskveiða eins og
annars staðar í efnahagslífinu Svipuð sjónarmið koma fram í vegvísi fyrir framkvæmd endurbóta á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, en þar segir m.a. að endurbæturnar geti með tímanum skapað hagstæðari aðstæður fyrir notkun venjulegra efnahagslegra skilyrða á sviði fiskveiða og fyrir afnámi hindrana á borð við úthlutun aflaheimilda til aðildarríkja og meginreglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

Eggert Sigurbergsson, 18.8.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta  ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, nema með samþykki ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að AÐILDARSAMNINGAR nýrra ríkja sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR Rómarsáttmálanum."

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband