Leita í fréttum mbl.is

Ríkið - það er ég?

Sigmundur Davíð GunnlaugssonFormaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem á ferli sínum sem formaður, hefur tjáð sig lítið um Evrópumál, gerir það hinsvegar í Morgunblaðinu í dag og telur að það sé best fyrir alla að leggja umsókn Íslands að ESB til hliðar. Grein Sigmundar birtist aðeins nokkrum dögum eftir að Bjarni Benediktsson sagði hið sama. Tilviljun?

Í greininni talar Sigmundur um að forsendur séu breyttar og að framsýnni þingmenn flokksins geri sér..."grein fyrir því að Íslendingar muni ekki samþykkja aðild að Evrópusambandinu í bráð." Hvaða þingmenn flokksins eru þá ekki framsýnir? Og hvaða skilaboð er Sigmundur að senda þeim "óframsýnu"?

Með grein sinni gengur Sigmundur gegn samþykktum flokksins frá því í vor, en þá var felld tillaga um að hætta viðræðum við ESB! Það hlýtur að teljast merkilegt að formaðurinn gangi gegn samþykktum síns eigin flokks og vekur upp þá spurningu: Hver er raunverulega Framsóknarflokkurinn? Eru það flokksmenn, sem greiða atkvæði með lýðræðislegum hætti eða er Sigmundur flokkurinn? Gildir hér: Ríkið - það er ég?

Sigmundur segir að það sé best fyrir alla að hætta viðræðum. Líka ESB. Eins og það ráði ekki við verkefnið! Við minnum bara á að á árunum 2004-7 tók ESB inn tíu ríki, sem flest sóttu um aðild í kjölfar hruns kommúnismans.

Vissulega gengur mikið á í efnahagsmálum heimsins, en að viðræðurnar við ESB séu að stoppa allt saman er bara reginfirra! Skrif sem þessi litast af "popúlisma" og þeirri hugmyndafræði að best sé að haga seglum eftir vindi.

Það eru að minnsta kosti 12-18 mánuðir þar til aðildarsamningur liggur fyrir. Þá er allt eins víst að forsendur hafi breyst!

Sigmundur leggur til að þjóðin greiði atkvæði um það hvort halda eigi viðræðum áfram. Án þess að hafa kynnt sér hvað felst í aðildarsamningi, eða að hafa fengið tækifæri til þess að kynna sér hvað ESB er, hvernig það vinnur og svo framvegis. 

Og enn og aftur talar framsóknarmaður um "milljarða" í "móður allra áróðursherferða" (það vantar ekki frasana!) án þess að hafa nokkur gögn sér til stuðnings. Hér er því verið að þyrla upp ryki.

Og af því að verið er að tala um milljarða: Bara það eitt að hér myndu vextir og verðbólga mögulega lækka til jafns við Evrópu, (að maður tali nú ekki um þann möguleika að afnema verðtrygginu), í kjölfar aðilddar, myndi líklega spara almenningi, fyrirtækjum og íslenska ríkinu, tugi milljarða króna! Er ekki til einhvers að vinna?

Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem aðhyllast samningaviðræður og vilja ganga þá lýðræðislegu leið sem Alþingi samþykkti, fá kaldar kveðjur í grein Sigmundar. Flokksþingið líka.

Ekki er vitað til þess að formenn annarra stjórnmálaflokka hafi gengið svona í berhögg við stefnu síns eigin flokks.

Uppfærsla: Málið hefur nú þegar haft afleiðingar, en Eyjan segir frá því að þrír framámenn í Framsóknarflokknum, meðal annars Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hafi sagt sig úr flokknum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Langtímamarkmið evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum kemur vel fram í skýrslu evrópunefnadar utanríkisráðuneytisins. þau íslensku öfl sem vinna að því hörðum höndum að koma þessum langtímamarkmiðum í framkvæmd verða seint eða aldrei vændir um að framkvæma þjóðráð.
 
Skýrsla Evrópunefndarinnar bls 98 - 99

"4.5.3.1. Úthlutun aflaheimilda og meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika

Í grænbók framkvæmdastjórnarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2001 kemur fram að framkvæmdastjórnin hafi á þeim tíma ekki séð raunhæfan valkost við regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Hins vegar kemur einnig fram að þegar búið verði að taka á
vandamálum innan sjávarútvegsins og efnahagslegar og félagslegar aðstæður innan greinarinnar verði orðnar stöðugri væri hægt að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og möguleikann á því að leyfa markaðsöflum að starfa á sviði fiskveiða eins og
annars staðar í efnahagslífinu Svipuð sjónarmið koma fram í vegvísi fyrir framkvæmd endurbóta á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, en þar segir m.a. að endurbæturnar geti með tímanum skapað hagstæðari aðstæður fyrir notkun venjulegra efnahagslegra skilyrða á sviði fiskveiða og fyrir afnámi hindrana á borð við úthlutun aflaheimilda til aðildarríkja og meginreglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

Eggert Sigurbergsson, 18.8.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ekki er vitað til þess að formenn annarra stjórnmálaflokka hafi gengið svona í berhögg við stefnu síns eigin flokks???

 Mikið eruð þið nú fáfróðir (eða lygnir) á Evrópuvaktini hljótið að muna stefnu Vinstri Grænna fyrir kosningar þar sem flokkurinn var á móti esb aðild gekk ekki Steingrímur J Sigfússon í berhögg við stefnu flokks síns þegar hann samþykkti þá vitleysu að sækja um aðild að esb?

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 17:29

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þeir vita alveg hvernig þeir eiga fara að þessu brusselkratarnir í Berlín

Þjóðareignir á brunaútsölu í Grikklandi


18. ágúst 2011 klukkan 09:33

Áform grískra stjórnvalda um eignasölu eru óljós að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Hið eina sem er ljóst er að fyrir lok september verða 1,3 milljarður evra að vera komin í ríkissjóð vegna eignasölu og fyrir lok ársins aðrar 3,3 milljarðar evra. Lánardrottnar Grikklands leggja áherzlu á að þeir standa við gefnar yfirlýsingar í þessu efni.

Athygli stjórnvalda beinist fyrst og fremst að sölu þjóðvega, hafna og flugvalla. Ekathimerini segir að stjórnvöld geri sér ljóst að til þess að ná þessum markmiðum verði Grikkir að einhverju leyti að selja þessar eignir ódýrt, á eins konar brunaútsölu.

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 17:31

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

LENGI LIFI JÓN BJARNASON

ESB hefur í hótunum við Ísland-Jóhanna hótar Jóni-Jón Bjarnason neitar að hlýða


18. ágúst 2011 klukkan 08:37
Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson ræða saman þingsalnum.

Það standa yfir þrenns konar átök í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að því er Morgunblaðið upplýsir á forsíðu sinni í dag. Og augjóst af frétt blaðsins að ekki hefur staðið til að upplýsa um þau af hálfu ríkisstjórnar, sem boðar opið samfélag og gagnsæja stjórnsýslu.

Í fyrsta lagi er um að ræða átök á milli tveggja ráðherra Össurar Skarphéðinssonar og Jóns Bjarnasonar. Össur hefur lengi legið í Jóni að svara spurningum ESB um hvernig og hvenær hann hugsi sér að hefja undirbúning að uppsetningu svonefndrar Greiðslustofnunar og upplýsingakerfi um jarðeignir o.fl. Jón hefur neitað að svara og hefur tilkynnt Össuri bréflega að hann veiti engin slík svör fyrr en skýrsla um svonefnda rýnivinnu hefur verið birt sem verður 1. október. Össur segir að með því sé Jón að tefja fyrir aðildarviðræðum.

Í öðru lagi er um að ræða átök á milli Jóns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur en Jóhanna hótar að leggja ráðuneyti Jóns niður makki hann ekki rétt. Jón fær að sjálfsögðu engan stuðning frá Steingrími J. Sigfússyni, sem er alveg sama hvort Jón hafi ráðuneyti og mundi sjálfsagt helzt vilja losna við hann úr ríkisstjórn. Jón fær einhvern stuðning frá Ögmundi Jónassyni, þótt sá stuðningur kunni að vera blendin. Það má ekki gleyma þvi í þessu sambandi að það var Ögmundur sem samdi við Össur haustið 2008 um núverandi stjórnarsamstarf og að VG mundi svíkja gefin loforð við kjósendur sína um andstöðu við ESB-aðild.

Þetta hvoru tveggja leiddi til harkalegra átaka á ríkisstjórnarfundi í fyrradag.

En jafnframt og í þriðja lagi hefur Evrópusambandið í hótunum við Ísland og segist ekki halda áfram viðræðum án skilyrða nema Jón Bjarnason hlýði og svari spurningum þess.

Þetta má lesa út úr forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag og augljóst að RÚV sér ekki um að koma slíkum upplýsingum á framfæri við landsmenn. Af hverju ætli það sé? Það verður fróðlegt að sjá, hvort fréttastofa RÚV tekur þessa frétt Morgunblaðsins upp.

Gera má ráð fyrir að eitthvað af þessu hafi komið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar í fyrradag, þótt það sé að sjálfsögðu leyndarmál eins og allt annað, sem fram fer í þeirri nefnd. Gera má ráð fyrir að Össur Skarphéðinsson hafi slegið úr og í á þeim fundi. Gera má ráð fyrir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal hafi gert athugasemdir við þennan málatilbúnað allan.

Ætli Árni Þór sé búinn að lesa 19. gr. þingskaparlaga? Ætli hann hafi haft tíma til þess? Þar segir að nefndin taki sjálf ákvörðun um hvort fundir hennar eru opnir! Það verður fróðlegt að sjá hvað „athugun“ Árna Þórs á 19. greininni tekur langan tíma og hver afstaða meirihuta nefndarinnar verður til tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar um opna fundi nefndarinnar um málefni Íslands og Evrópusambandsins.

Þögnin og leyndin yfir gangi viðræðna við Evrópusambandið er að sjálfsögðu óþolandi fyrir almenning í landinu. Stjórnarandstaðan á ekki að láta af kröfum sínum um að þetta ferli verði opið ölllum almenningi fyrr en stjórnarflokkarnir gefa eftir í þeim efnum. Annað á ekki við í lýðræðisríki.

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 17:35

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Mikið fall á mörkuðum í dag-áhyggjur af stöðu evrópskra banka


18. ágúst 2011 klukkan 15:20

Mikið fall hefur orðið á mörkuðum beggja vegna Atlantshafs í dag. Þannig hefur Dow Jones lækkað um 3,84%, Nasdaq um 4,48%, London um 4,33%, Frankfurt um 5,12% og París um 4,91%. BBC Global 30 hefur lækkað um 3,16%.

Mikil lækkun hefur orðið á bönkum. Barclays og Royal Bank of Scotland hafa lækkað um meira en 10% og Bank of America um 7,2%.

Miklar áhyggjur eru af stöðu banka á evrusvæðinu. Fréttir hafa borizt um að banki á evursvæðinu hafi í gær fengið lánaða dollara hjá Seðlabanka Evrópu og segir BBC að það hafi ekki gerzt frá því í febrúar.

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 17:37

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

LENGI LIFI KRÓNAN LENGUR EN KRATARNIR

Hjálparlaus Samfylking í ESB-spólfarinu


Björn Bjarnason
18. ágúst 2011 klukkan 10:04

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælir með því í grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 18. ágúst að umsókn Íslands að ESB verði lögð til hliðar. Færir hann meðal annars fyrir því þau rök að stuðningsmenn og andstæðingar Evrópusamrunans séu „orðnir sammála um að ESB geti ekki lifað óbreytt. Annað hvort þurfi að vinda ofan af samrunaferlinu eða koma á evrópsku ríki með sameiginlegan fjárhag“. Hann kallar það „súrrealískan“ málflutning hjá nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar að halda fast í „mikilvægi þess að ganga í ESB og taka upp evru til að skapa stöðugleika“.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði um síðustu helgi stefnu flokksins sem samþykkt var á landsfundi sumarið 2010 að ESB-aðildarumsóknin skyldi dregin til baka.

Það liggur nú afdráttarlaust og skýrt fyrir að forystumenn beggja stjórnarandstöðuflokkanna vilja tafarlaust binda enda á aðildarviðræðurnar. Þá er jafnframt ljóst að innan ríkisstjórnarinnar er hart tekist á um málið.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur fast í þá stefnu að ekki komi til aðlögunar að kröfum ESB nema aðild sé samþykkt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra krefst þess að farið sé að kröfum ESB í landbúnarmálum strax.

Frá Brussel berast þau boð að framkvæmdastjórn ESB haldi áfram að ræða við Íslendinga jafn lengi og á þeim hraða sem íslenska ríkisstjórnin vilji. Hún hafi bankað upp á í Brussel og beðið um viðræður. Hún verði ekki rekin á dyr en hins vegar hafi framkvæmdastjórnin fullan skilning á því ef íslensk stjórnvöld vilji skoða hug sinn betur.

Þegar öllu er á botninn hvolft ræður aðeins þrákelkni Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar því að spólað er áfram í ESB-hjólfarinu. Þau fá engan til að draga sig upp úr því, hvorki meðal íslenskra stjórnmálamanna né í Brussel. Haldi þau áfram festast þau aðeins meira og dýpra í eigin fari.

Enn heyrast þó nokkrar veikar raddir hér á landi sem kyrja ESB-aðildarsönginn. Þar er Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, meðal forsöngvara. Því miður er platan orðin slitin eins og þessi skýring ritstjórans í blaðinu 18. ágúst: „ESB-ríkin hafa að lokum jafnað ágreining og leyst úr vandamálum vegna þess sameiginlega mats að sameinuð séu þau sterkari en sundruð. Af sömu ástæðu hafa umsóknarríki ekki hlaupið upp til handa og fóta og slitið viðræðum. Þau hafa horft til langtímahagsmunanna af því að eiga aðild að þessu samstarfi.“

Á næstu vikum og mánuðum verður í 17 evru ríkjum tekist á um hvort þau eigi að samþykkja sameiginlega stjórn efnahags- og ríkisfjármála í þágu evrunnar. Án nýs yfirþjóðlegs valds telja leiðtogar Þjóðverja og Frakka ekki unnt að tryggja framtíð hins sameiginlega gjaldmiðils. Að bera Ísland saman við nýjustu ESB-ríkin, fyrrverandi kommúnistaríki, hefur fram undir þetta verið út í hött. Langtímahagsmunir þeirra eru einfaldlega aðrir en Íslendinga. Enn sem fyrr er hagsmunum Íslands best borgið utan ESB auk þess sem enginn veit á þessari stundu inn í hvaða ESB Íslendingar kynnu að ganga.

Örn Ægir Reynisson, 18.8.2011 kl. 17:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sigmundur Davíð skrifar að best sé að leggja umsókn um ESB. til hliðar,það er ekki að ganga í berhögg við samþykkt flokksins í vor,hún gekk út á að hætta við.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2011 kl. 18:08

8 identicon

Nú væri flott að fá Steina Briem til að "peista" á móti honum Erni.  Það mun fullkomna daginn.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 18:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Skrunslá (scrollbar) er yfirleitt hægra megin á síðunni.

Þú hefur skrifað um TVENNT á þessu bloggi:

1. Gjaldeyrishöftin.

2. Steina Briem.


Það er ekki gott fyrir heilsu manna að fá annað hvort á heilann.

Og fái þeir hvorutveggja á heilann mæli ég með mánaðardvöl á heilsuhæli í Ölpunum.

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 19:09

10 identicon

Hvar heldurðu að ég sé maður?  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 19:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 19:48

12 identicon

Steini:  Þar er svolítið sérstakt að þú gerir lítið úr gjaldeyrishöftunum.  Frjálst flæði fjármagns svo og frjálst flæði vinnuafls er jú hluti af fjórfrelsinu.

Nú var ég svo grænn að halda að Ísland væri í EES og bjó í Þýskalandi og kom mér þar upp fjölskyldu en fékk mér vinnu á Íslandi.  Þetta gerði ég í góðri trú um að Ísland væri hluti af EES svæðinu.

Svo eru bara sett á gjaldeyrishöft sem banna mér að eiga fjölskyldu í Þýskalandi og vinna á Íslandi.

Finnst þér þetta ekki eiga erindi, þ.e. að fjórfrelsið hafi verið afnumið á Íslandi og það nú í 3 ár?  Að einstaklingur má ekki eiga fjölskyldu erlendis og starfa á Íslandi?  Nú tekur það jafn langan tíma fyrir mig að fljúga frá Íslandi til Berlínar eins og að keyra austur á land.

Einna skrýtnast finnst mér þegar ESB sinnar styðja afnám fjórfrelsisins.  Það er þá líklega hægt að afnema fjórfrelsið þegar inn í ESB er gengið vegna íslenskra "hagsmuna". 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:11

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Það er nú bara þannig að gengi íslensku krónunnar myndi FALLA MIKIÐ ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt hér Í EINU VETFANGI á næstunni, þannig að allt verðlag hér myndi HÆKKA MIKIÐ, þar með vísitala neysluverðs og húsnæðislán.

Íslenska krónan er miklu veikari "gjaldmiðill" en þú greinilega telur.


ÞÚSUNDIR
íslenskra fjölskyldna myndu ENGAN VEGINN ráða við þær hækkanir ofan á allar þær hækkanir sem hér hafa orðið vegna hruns íslensku bankanna haustið 2008 og FJÖLMARGIR yrðu hér GJALDÞROTA.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 12:15

14 identicon

Steini:  var ég að tala um að aflétta gjaldeyrishöftunum?  Ég er að tala um það að fá að fæða fjölskylduna mína erlendis og það á löglegan hátt.  Einhvern vegin fer fjórfrelsið í taugarnar á þér.  Miðað við athugasemdirnar þínar, þá ertu hræddur við það því þá fer allt til andskotans á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Fjórfrelsið
NÆR núna EKKI til Íslands og mun EKKI gera það á næstunni.

Þú hefur SJÁLFUR valið að búa erlendis.

Ég er fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með fjórfrelsi okkar Íslendinga og annarra þjóða Í sambandinu.

En ég er EKKI fylgjandi því að fjórfrelsið nái til Íslands nú af þeim ástæðum sem ég hef þegar rakið hér að ofan.

Fái Ísland aðild að Evrópusambandinu er hins vegar hægt að BINDA gengi íslensku krónunnar við evru MEÐ AÐSTOÐ Seðlabanka Evrópu og tveimur árum síðar gæti evran orðið gjaldmiðill okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 13:30

16 identicon

Steini,  fjórfrelsið á að gilda á Íslandi því við erum í EES.  Finnst þér það vera erlendis að búa innan EES þar sem sömu reglur eiga að gilda og á Íslandi, þ.e. fjórfrelsið?

Það er langt í land að þú og fleiri skiljið út á hvað EES og ESB gengur. 

Samkvæmt EES samnningnum má búa í einu landi og starfa í öðru.  Þú bentir á það með Norðurlöndin um daginn.  En það er ekki hægt að starfa í einu Norðurlandi og búa í öðru.

Það er svolítið sérstakt að menn sem vilja að Ísland gangi í ESB séu á móti þessu.

Hvernig væri það að þú fengir ekki lengur að sjá fyrir þinni fjölskyldu?  Þér getur ekki dottið það í hug því það kemur ekki fyrir.  En það kom fyrir í mínu tilfelli.  Þú þarft ekki að hafa samúð, ég er ekki að biðja um það heldur skilning á því að íslenska ríkið bannar ákveðna tegund af sambúð. Sambúð sem áður var leyfileg.

Á þessari öld bannar ríkið ákveðna tegund sambúðar.  Hugsaðu aðeins um það!!  Og það vegna peninga.   

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 13:39

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Við Íslendingar erum núna MEÐ UNDANÞÁGU frá fjórfrelsinu og ég er fylgjandi þeirri undanþágu af þeim ástæðum sem ég hef greint hér að ofan.

Við sem búum hér á Íslandi
hugsum fyrst og fremst um OKKAR EIGIN HAGSMUNI og höfum FULLAN RÉTT til þess.

FJÖLMARGIR
hér yrðu GJALDÞROTA ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt núna Í EINU VETFANGI.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 14:25

18 identicon

Já, þess vegna er ákveðin tegunda sambands tveggja einstaklinga bönnuð.

Er það ekki svolítið sérstakt að í dag ákveður ríkið að banna sambúð tveggja einstaklinga.  

Það sem mér finnst óhuggulegt er að margir eru sáttir við það. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:35

19 identicon

Afnema frelsi fólks í sambúð svo að þú haldir þínu.

Það er rétt hugarfar. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:45

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

FJÖLMARGIR
sem búa hér á Íslandi eiga nú vart til hnífs og skeiðar og 11.423 voru ATVINNULAUSIR hér í síðastliðnum mánuði.

Þín vandamál eru EKKI þeirra vandamál.

Og samþykkjum við Íslendingar aðild Íslands að Evrópusambandinu gerum við það fyrir okkur en EKKI aðrar þjóðir í sambandinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 14:53

21 identicon

Það er auðvitað mjög mikilvægt að skerða frelsi minnihluta í kreppu.

Eiginlega lífsnauðsynlegt fyrir meirihlutann. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:58

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er rétt ályktað hjá þér, Stefán Júlíusson.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 15:03

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er viss um að með afnám gjaldeyrishafta mun krónan steypast fyrsta daginn. Svo mun hún sækja í sig verðið og vera í jafnvægi þar sem evran kostar 120kr

ef vel er haldið á spöðunum

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2011 kl. 21:53

24 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þvílíkt bull hjá Steina hér að ofan, afnám gjaldeyrishafta mun í fyrstu orsaka smá skjálfta, en smám saman mun eðlilegt viðskiptaumhverfi komast á í landinu.

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2011 kl. 00:19

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar er EKKI mjög lágt núna VEGNA gjaldeyrishaftanna hér, heldur ÞRÁTT FYRIR höftin.

Og þegar gengi krónunnar styrkist lækkar hér sjaldnast verðlag og þar með vísitala neysluverðs.

Erlend fyrirtæki munu fyrst fá verulegan áhuga á að fjárfesta hérlendis EFTIRíslenska krónan hefur verið BUNDIN gengi evrunnar MEÐ AÐSTOÐ Seðlabanka Evrópu.

Rétt eins og erlend fyrirtæki fjárfestu verulega í Eistlandi vegna þess að eistneska krónan var bundin gengi evrunnar.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 00:33

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fara þarf alveg aftur til sjötta áratugs síðustu aldar til að finna dæmi um verulega verðhjöðnun sem náði yfir heilt ár.

Mest varð lækkunin frá desember 1958 til sama mánaðar 1959 eða 7,84%. Þá lækkaði verðlag um rúm 3% frá október 1952 til sama mánaðar árið á eftir.

Örlítil verðhjöðnun varð einnig árið 1948. Þar áður lækkaði forveri vísitölu neysluverðs um tæp 5% frá desember 1942 til sama mánaðar 1943.

Árið 1943 var vitaskuld mjög óvenjulegt ár vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.

Þetta var þó allt fyrir verðtryggingu lána, sem ekki var leyfð fyrr en með svokölluðum Ólafslögum árið 1979.

Eftir það hefur aðeins einu sinni orðið verðhjöðnun þegar horft er til heils árs en hún var þó óveruleg.

Frá október 1993 til nóvember 1994 varð örlítil verðhjöðnun, vísitala neysluverðs lækkaði úr 170,8 í 170,7 stig eða um 0,06%."

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband