Leita í fréttum mbl.is

Úrsagnir úr Framsókn í kjölfar greinar Sigmundar - vatnaskil í sögu flokksins?

FramsóknÞrír þungavigtarmenn í Framsóknarflokknum sögu sig úr flokknum í dag í kjölfar greinar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu í dag, sem sagt hefur verið frá hér á blogginu. Þá herma fréttir að enn einn góður og gegn framsóknarmaður, Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda og stjórnlagaráðsþingmaður hyggist einnig segja sig úr flokknum.

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, er einni þeirra sem sagði sig úr flokknum. Hann hefur sinnt lengi trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og verið mjög virkur í starfi flokksins í Kópavogi, var m.a. formaður Framsóknarfélags Kópavogs um skeið. Hann skrifaði um málið á Facebook og segir þar í færslu sinni: 

    "Það er frekar skrýtin tilfinning að yfirgefa félagsskap sem maður hefur verið hluti af í yfir þrettan ár. Það hefur gengið á ýmsu öll þessi ár en í heild hefur þetta verið ánægjuleg reynsla. Ég hef kynnst mörgu frábæru fólki og átt góð skoðanaskipti við fólk víðs vegar um landið. Ég hef reyndar verið frekar óánægður með forystu flokksins undanfarin tvö ár og tel að hún verið of upptekin að horfa í baksýnisspegilinn í leit að lausnum í stað þess að horfa fram á veginn.

    Ég var mjög hugsi eftir flokksþingið í Reykjavík dagana 8.-10. Apríl s.l. Uppskrúfuð þjóðernishyggja einkenndi þingsetninguna og ég veit að mörgum fleirum en mér blöskraði uppákoman í Háskólabíói. Heilbrigt stolt yfir landi og þjóð er eðlilegt en þegar það er blásið upp úr öllu valdi þá fara ýmsar viðvörunarbjöllum að hringja. Íslenska þjóðin er enn í sárum eftir hrunið fyrir rúmum tveimur árum. Fólk er svekkt og sárt og slík staða er gróðrastía fyrir öfgafulla þjóðernishyggju. Oftrú á eigið ágæti fylgir oft í kjölfarið.

    Sumir hafa sagt að ég kunni ekki að tapa þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ályktað að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum með þá ályktun. En ég hef verið lengið í flokknum og meirihlutann af þeim tíma hefur Framsókn verið frekar tortryggið gagnvart nánari samvinnu við Evrópu. Í mínum huga var þessi ályktun hins vegar birtingarmynd minnkandi umburðarlyndis og meiri einstrengisháttar í Framsóknarflokkunum. Ljóst er að ákveðin öfl innan flokksins ætluðu sér að ganga á milli bols og höfuðs á okkar alþjóðasinnunum. Forysta flokksins lét sér þetta í léttu rúmi liggja og tók meðal annars formaður þingflokksins beinan þátt í atburðarásinni.

    Þó svo að atlagan hafi að hluta til mistekist og flokksþingið fellt tillögu að draga ætti aðildarumsóknina til baka þá er ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur hopað mörg ár aftur í tímann í alþjóðamálum. Einnig er sérkennilegt að flokkur sem kennir sig við samvinnuhugsjón, frjálslyndi og víðsýni skuli telja sig í stakk búinn að geta ákveðið fyrirfram, án þess að vita hvernig samning Íslendingar geta fengið, að aðild þjóni ekki hagsmunum Íslendinga. Slík forsjárhyggja á hvorki skylt við frjálslyndi né víðsýni. Í mínum huga er verið að verja ímyndaða hagsmuni lítilla hópa í þjóðfélaginu en ekki almannahagsmuni. Ef ég man rétt þá hefur Framsóknarflokkurinn einmitt látið almannahagsmuni ganga fyrir sérhagsmunum.

    Grein Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu í gær var hins vegar dropinn sem fyllti mælinn. Enn og aftur hunsar Sigmundur Davíð ályktanir flokksþings eins og hann hefur ítrekað gert í evrópumálum síðan hann var kosinn formaður. Á sama tíma talar hann um lýðræði á opinberum vettvangi þegar hann í raun veru er að hunsa lýðræðislega kjörna samkomu síns eigin flokks.

    Það er margt ágætis fólk innan Framsóknarflokksins en forysta flokksins hefur sveigt stefnu flokksins inn á braut sem mér hugnast ekki. Áhersluatriði núverandi stjórnar eru komin það langt frá minni lífssýn að það er ekki möguleiki að ég treysti mér að vinna þeim brautargengi. Ég tel því kröftum mínum betur varið á öðrum vettvangi.

    Andrés Pétursson

    Fyrrverandi Framsóknarmaður í Kópavogi "

Á Eyjunni segir: "G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri, hefur verið virkur þátttakandi í flokknum frá því á áttunda áratugnum og var meðal annars formaður málefnanefndar flokksins um langt árabil. Hann sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag.

Það gerði líka Gestur Guðjónsson, verkfræðingur, sem hefur verið frambjóðandi á fjölmörgum framboðslistum flokksins í kosningum síðasta áratug, setið í stjórnum Framsóknarfélaga og kjördæmisráða í Reykjavík og haft umsjón með málefnaundirbúningi fyrir Flokksþing Framsóknarflokksins um árabil."

Í framhaldi af grein Sigmundar vaknar sú spurning hvernig flokkur Framsóknarflokkurinn sé að þróast í ?  Verður hann athvarf gallharðra "framsýnna" Nei-sinna og munu þá hófsamari aðilar með aðrar skoðanir eiga þar heimangengt?  Hvað með þingmenn á borð við Siv Friðleifsdóttur og Guðmund Steingrímsson? Eiga þau samleið með formanni sem lýsir Nei-sinnum flokksins sem "framsýnum" þegar kemur að Evrópumálum?

Og hvernig vill Framsókn eftir þetta hegða sér í Evrópumálum? Byggja á EES-samningnum, sem gerir Íslendingum skylt að taka við löggjöf ESB án nokkurra áhrifa? Vill Framsókn halda óbreyttu ástandi í gjaldmiðilsmálum, með haftakrónuna í öndvegi? Bara svo eitthvað sé nefnt! 

Urðu vatnaskil í sögu Framsóknarflokksins 18.ágúst 2011?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það miður að menn séu að segja sig úr flokkum vegna eins málefnis.

ESB á að vera þvert á flokka.  Þegar menn eru að segja sig úr flokkum vegna ESB finnst mér það ekki gott.

Við hnakkrífumst hérna í SPD í Þýskalandi vegna málefna vegna þess að við trúum að jafnaðarstefnuna.  Fáum dettur í hug að hætta í flokknum vegna þess að formaðurinn er bullari. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef einhver telur sig ekki getað verið í flokki vegna þess að flokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB þá hlýtur það að vera mál þess manns en ekki flokksins.Sömuleiðis hlýtur það að vera mál þess einstaklings sem vill ekki vera í flokki sem vill að Ísland gangi í ESB. Svoleiðis hugsunarháttur ber ekki með sér mikinn félagsþroska.Þetta er álíka gáfulegt og orð borgarstjórans, þegar hann sagðist flytja af landi brott kæmist Sjálfstæðisflokkurinn til valda.Því miður lagast ekki stjórnleysið innan ESB. Suðurhluti ESB er eitt allsherjarrugl rétt eins og hann á að sér.Meðan svo er á Ísland ekkert erindi þangað inn og trúlega aldrei. Rétt hjá Sigmundi Davíð.Já við góðum efnahag og lífskjörum fólks í ESB.Nei við að Ísland gangi í ESB  

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2011 kl. 21:57

3 identicon

Já, Sigurgeir, við hefðum gott af því að rífast aðeins.  Synd að Reynir kemst ekki upp.  Fór á nokkra leiki í sumar á meðan ég var á Íslandi.  Við gerum betur næsta ár.  Ferð þú á leiki?

Eiginlega er hægt að segja að menn hætti í íþróttafélagi vegna þess að liði stóð sig ekki.  Við félagsmenn erum til þess að vinna með liðinu og láta gott af okkur leiða.  Við getum ekki ákveðið hvað leikmenn gera á vellinum, en við getum talað á fundum og sagt okkar skoðun. Mér finnst frekar lélegt að tala á vellinum og þegja á fundum. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 22:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Íslendingar
voru Í MIKLU MEIRA RUGLI en aðrar þjóðir á Evrópska efnahagssvæðinu síðastliðinn áratug og eru þá Grikkir meðtaldir.

Efnahagur okkar
Íslendinga FER EFTIR efnahag annarra þjóða á Evrópska efnahagssvæðinu, því þeim seljum við LANGMEST af okkar vörum OG þjónustu.

Við höfum selt gríðarlega mikið af SALTFISKI til Suður-Evrópu og þaðan koma FJÖLMARGIR FERÐAMENN.

Um 70% af erlendum ferðamönnum
hér koma frá Evrópska efnahagssvæðinu og gjaldeyristekjur okkar af ÞJÓNUSTU eru MEIRI en af útflutningi iðnaðarvara eða sjávarafurða.

Þorsteinn Briem, 18.8.2011 kl. 22:29

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nafnleysinginn st.briem: Þú telur okkur Íslendinga meiri rugludalla en Grikki.Ef þessi kenning þín er rétt þá gerum við væntanlega ESB þjóðunum lítinn greiða með að fara þangað inn og það er væntanlega lítil von til að ástandið í ESB lagist við það. En það er hugsanlega alveg eins hægt að kenna ESB um ástandið í suðurhluta þess eins og fólkinu sem þar býr.Þjóðir ESB viðurkenna nú allar að ástandið innan ESB er alvarlegt.Það eru bara nafnlausir rugludallar sem engin veit hverrar þjóðar eru sem neita staðreyndum.Einn af þeim kallar sig steina briem.Stefán, ég er slappur við að fara á völlinn en fylgist með góðu gengi Reynis. Þar starfa menn með félagslegan þroska.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2011 kl. 10:18

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi eru Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson meðal þeirra sem hafa sagt sig úr flokknum því þau eiga hveri annars staðar heima en í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI.  Svo er beðið eftir því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yfirgefi Sjálfstæðisflokkinn og fari heim til sín í LANDRÁÐAFYLKINGUNA........

Jóhann Elíasson, 19.8.2011 kl. 10:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Hér hefur MARGOFT komið fram að ég heiti í höfuðið á afabróður mínum á Akranesi, Þorsteini Briem, formanni Bændaflokksins, syni Ólafs Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, formanns Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) og fyrsta formanns Framsóknarflokksins.

Ólafur Briem


Þorsteinn Briem


Þeir voru báðir framsýnir menn og FRJÁLSLYNDIR í skoðunum en EKKI uppfullir af stöðugum ÞJÓÐERNISREMBINGI, eins og þú og núverandi formaður Framsóknarflokksins, sem langafi minn, Ólafur Briem, myndi hafa MIKLA SKÖMM Á, væri hann á lífi.

Og ekki síður STÖÐUGUM fáráðlingshætti þínum hér á þessu bloggi sem annars staðar á Netinu.

Sem betur fer hafa þeir menn verið REKNIR frá völdum sem gerðu Seðlabanka Íslands GJALDÞROTA.

Og Evrópusambandsríkin Finnland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland, ásamt fleiri ríkjum, FORÐUÐU íslenska ríkinu FRÁ GJALDÞROTI með háum lánum, meðal annars til að við gætum greitt GAMLAR erlendar skuldir íslenska ríkisins, sem greiða þarf meðal annars nú í ár og á næsta ári.

Í Evrópusambandsríkjunum býr hálfur milljarður manna, þannig að það ætti nú ekki að vera mikið mál að bæta 300 þúsund Íslendingum í þann hóp, þrátt fyrir alla ÓREIÐUPÉSA Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem allur heimurinn þarf að hafa góðar gætur á, nú sem endranær.

RÉTT ER ÞAÐ.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 11:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Elíasson,

Þú telur greinilega EKKERT athugavert við það að kalla MEIRIHLUTA Svía, Finna og Dana LANDRÁÐAMENN, í anda fjöldamorðingjans Anders Breivik.

Svo og þá Íslendinga sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þú hefur greinilega mikið breyst frá því við vorum bestu vinir í Reykholtsskóla í Borgarfirði, þar sem einn af kennurunum var Kristófer Már Kristinsson, mikill stuðningsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Ég hef tilkynnt þig til lögreglunnar, sem mun hafa góðar gætur á þér í framtíðinni.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 11:50

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nafnleysingjanum st.br.er að sjálfsögðu frjálst að ljúga að sjálfum sér.Og líka að reyna að ljúga að öðrum,hvort sem það er um vinnu hans,starfsfélaga, ætterni eða annað.Nú eða að ekkert sé að innan ESB. Og ljúga því að sjálfum sér að allir trúi þessu bulli hans."Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani".Það kæmi mér ekki á óvart að nú segðist st.br. sjálfur hafa sagt þetta eða eitthvert ættmenni hans, hugsanlega einhver formaður Sjálfstæðisflokksins.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2011 kl. 13:07

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líka mættu Evrópusamtökin athuga, hvort það samrýmist stefnu þeirra um frjáls skoðanaskipti á þessu bloggi. , að tiltekinn aðili, "steini briem" sé stöðugt að líkja því fólki sem hann er ekki sammála við fjöldamorðingja.Ég skora á Evrópusamtökin að þurka slíkt út, svo þau haldi virðingu sinni.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2011 kl. 13:16

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Hvernig væri nú að þú létir af þessum STÖÐUGA fáráðlingshætti þínum?!

Ég er eini maðurinn í heiminum sem heitir Þorsteinn Briem og að sjálfsögðu trúir ENGINN þessu ENDALAUSA RUGLI í þér á þessu bloggi.

Hvern ætlarðu að kæra ef ég gæfi þér einn á lúðurinn?!

Og hvern á að kæra ef ég myndi drekkja þér í höfninni í Sandgerði, elsku kallinn minn?!

Hér hefurðu allar upplýsingar um mig:

Þorsteinn Briem,
kt. 060759-5029,
Sörlaskjóli 68,
107 Reykjavík

Farsími 69 59 39 8.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 14:00

12 Smámynd: Snorri Hansson

Stefán.

Þú er útsendari þýskra krata sem vilja aðstoða Jóhönnu við að koma Íslenskri þjóð undir þýsk yfirráð.

Að aukastarfi stendur þú á brautar pöllum og treður flokksáróðri inná fólk með góðu eða illu.

Sé það er ekki móttækilegt kallar þú það nasista. Já þú ert mikill merkismaður eða hit þá heldur.

Snorri Hansson, 19.8.2011 kl. 14:05

13 identicon

Snorri:  Hefurðu einhverjar heimildir fyrir því að ég sé útsendari þýskra krata sem vilja koma Íslandi undir þýska stjórn?

Hefurðu einhverhar heimildir fyrir því að ég sé að troða áróðri inn á fólk með illu?

Hefurðu einhverjar heimildir fyrir því að ég kalli alla nasista sem eru ekki "móttækilegir"?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:10

14 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hér kemur einn landráðamaður

Opnir fundir þing­nefnda: Árni Þór hrekst úr einu horni í annað


19. ágúst 2011 klukkan 08:28
Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis hrekst úr einu horni í annað í umræðum innan nefndarinnar um opna fundi. Fyrst vildi hann athuga hvort opnir fundir samræmdust þingskaparlögum. Þá kom i ljós að nefndin sjálf getur ákveðið að hafa fundina opna skv. 19. grein laganna. Næst vildi hann kanna „tæknilega framkvæmd“ slíkra opinna funda. Hann getur ekki haldið sér lengi í því horni. Það eru engin „tæknileg“ vandkvæði á því. Og nú upplýsir Morgunblaðið í morgun, að hann vilji kanna hvenær sé rétt að halda slíka fundi „með tilliti til þess hvenær verður hreyfing á Evrópumálunum“!

Jafnvel RÚV hefur uppgötvað að það er hreyfing á Evrópumálum!!

Það er allt á öðrum endanum innan Evrópusambandsins og evrusvæðisins og ljóst að annað hvort verður tekið upp ríkisfjármálabandalag með sameiginlegri efnahagsstjórn og skattastefnu eða evrusvæðið í núverandi mynd verður leyst upp. Þetta hefur auðvitað grundvallarþýðingu í sambandi við aðildarumsókn Íslands og Alþingi ber að ræða.

Viðbrögð Árna Þórs eru mjög í ætt við skýrslugerð hagfræðinganna, sem vorið 2006 og undir árslok 2007 skrifuðu skýrslur um að það væri allt í lagi með íslenzka bankakerfið, sem hrundi haustið 2008. Þeir fylgdust ekki með (eða töldu sér ekki hag í því að hafa augun opin) og Árni Þór virðist ekki fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu. Hvernig er það: Er formaður utanríkismálanefndar ekki á stöðugum ferðum til Brussel á kostnað íslenzkra skattborgara? Getur hann ekki notað þær ferðir til þess að afla upplýsinga um hvað er að gerast í þeirri borg? Fer hann þangað bara til að taka við fyrirmælum?

Það eykur enn á erfiðleika Árna Þórs við að komast undan því að halda opna fundi í utanríkismálanefnd, að skv. fréttum Morgunblaðsins í morgun hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ákveðið að halda opna fundi um aðildarferlið og samningsmarkmið í landbúnaðarmálum skv. tillögu Sigurðar Inga Jóhannsson, alþingismanns Framsóknarflokksins. Morgunblaðið upplýsir að Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar hafi lagt til að kannað verði að halda sameiginlega opna fundi nefndanna tveggja um Evrópumálin.

Þau gætu kannski talað um þetta á þingflokksfundum VG, Árni Þór og Lilja Rafney! Er kannski ágreiningur um þetta innan VG eins og um allt annað sem snýr að Evrópusambandinu??

Örn Ægir Reynisson, 19.8.2011 kl. 14:11

15 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Landráð

Það geta fleiri farið til Brussel en Össur og félagar


Styrmir Gunnarsson
19. ágúst 2011 klukkan 10:41

Eitt einkennir meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu öðru fremur. Það er markviss viðleitni til þess að koma í veg fyrir að almenningur á Íslandi fái upplýsingar um gang mála.

Þessari upplýsingaleynd er haldið uppi í krafti þess, að samninganefnd Íslands er auðvitað sá aðili, sem hefur með aðildarumsóknina að gera frá degi til dags. Frá samninganefndinni heyrist nánast ekkert um gang mála. Þegar Össur Skarphéðinsson talar slær hann úr og í og gefur aldrei raunverulegar upplýsingar. Þegar spurt er á fundum utanríkismálanefndar eru svörin trúnaðarmál.

Skýrt dæmi um þessa leynd er sameiginlegur fundur þingmannanefnda Íslands og ESB fyrir nokkrum mánuðum. Gögnum um fundinn var haldið vandlega leyndum. Þegar eitthvað af þeim gögnum lak út brást formaður utanríkismálanefndar hinn versti við og skammaði þá, sem hann taldi bera ábyrgð á lekanum. Svo kom í ljós og ekki fyrir tilverknað íslenzkra þingmanna í nefndinni heldur erlendra þingmanna, að skv. starfsreglum ESB eiga þessir fundir að vera öllum opnir, bæði fjölmiðlum og almenningi. Þess vegna voru nokkrir tómir stólar í fundarsalnum. Þeir sem skipulögðu fundinn hér á Íslandi gættu þess hins vegar vandlega að upplýsa engan um að fundurinn væri í raun opinn.

Handlangarar ríkisstjórnarinnar þvælast fyrir því með öllum ráðum að upplýsingar um stöðu mála í aðildarviðræðunum komist til almennings á Íslandi. Tilraunir formanns utanríkismálanefndar til þess að koma í veg fyrir opna fundi nefndarinnar um málefni Íslands og ESB eru annað dæmi um það.

Þessi staða er auðvitað óþolandi fyrir stjórnarandstöðuna á Alþingi. Og úr því, að markvisst er unnið að því af hálfu stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að upplýsingar berist til landsmanna verður stjórnarandstaðan að taka þá upplýsingamiðlun í sínar hendur, Hún er að vísu bundin trúnaði um það sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar en því má ekki gleyma að það geta fleiri farið til Brussel en Össur og félagar.

Þögn ríkisstjórnarinnar um aðildarumsóknina og samningaviðræður verður að svara með sjálfstæðri upplýsingaöflun stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í Brussel. Þeir eru fulltrúar Alþingis ekki síður en fulltrúar stjórnarflokkanna. Þeir geta óskað eftir upplýsingum þar ekki síður en fulltrúar stjórnarflokkanna. Þeir eru frjálsir af því að miðla þeim upplýsingum áfram til fólksins í landinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir, að flokkur hans muni taka pólitiska forystu í baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið mjög afgerandi afstöðu til aðildarumsóknarinnar á undanförnum mánuðum.

Í ljósi þess að ríkisstjórnin ætlar að halda aðildarumsókninni og viðræðum á bak við luktar dyr en Evrópusambandið að verja stórfé í áróðursstarfsemi á Íslandi er ekki um annað að ræða en að stjórnarandstaðan hafi frumkvæði og forystu um að upplýsa almenning á Íslandi frá degi til dags um hvað er að gerast og geri það með sjálfstæðum, skipulögðum og virkum hætti.

Örn Ægir Reynisson, 19.8.2011 kl. 14:15

16 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

SKILABOÐ TIL ÍSLENDINGA FRÁ EVRÓPU ÁHUGAVERT EFNI Á SÍÐUNNI KIKIÐ Á SLÓÐINA

http://youtu.be/SswJzHcHM1o
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu

Örn Ægir Reynisson, 19.8.2011 kl. 14:20

17 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

GERÐUR AÐ VIÐSKIPTARÁÐHERRA Í ESB STJÓRN JÓHONNU SIGURÐARDÓTTUR EFTIR AÐ HAFA STJÓRNAÐ ÁHLAUPI Á BANKAKERFIÐ Spámaður í föðurlandi

Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir valdi sem viðskiptaráðherra fyrst í stað Gylfa Magnússon kennara við Háskóla Íslands. Það var að vonum þar sem hann hafði með góðum árangri stjórnað áhlaupi á bankakerfi landsins í október 2008.  Í framhaldi af því fór Gylfi mikinn á útifundum Harðar Torfasonar og hafði ráð undir rifi hverju og sá allt fyrir.

Í apríl 2009 kom Gylfi fyrir viðskiptanefnd Alþingis en neðangreint er úr frétt Viðskiptablaðsins af þeim fundi þ.2.4.2009:

"Nú sér loks fyrir endann ná því hrunsferli sem hófst í október 2008. Við höfum nokkra skýra mynd af því sem þarf að gera til að hér verði heilbrigt fjármálakerfi með þokkalega rekstrarstöðu,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á opnum fundi viðskiptanefndar sem nú stendur yfir.

Jón Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir fundinum til að ræða viðbrögð stjórnvalda við erfiðleikum á fjármálamarkaði síðustu vikur m.a. um aðgerðir stjórnvalda gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum og beitingu neyðarlaga gagnvart Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum, fjárhagslega fyrirgreiðslu til VBS og Saga Capital og fyrirheit um stuðning við nokkra sparisjóði."

Frá því að Gylfi sá fyrir endan á hrunsferlinu  hafa 8 fjármálafyrirtæki fallið.


Örn Ægir Reynisson, 19.8.2011 kl. 14:53

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nafnleysinginn st.br.Þú bætir ekki um fyrir þér að ljúga upp nafni Þorsteins Briem í Sörlaskjólinu og símanúmeri hans.Að sjálfsögðu ætti hann að kæra þig fyrir nafnstuld og kanski gerir hann það.Morðhótanir þínar tek ég ekki alvarlega enda er það siður aumingja að hóta fólki.En kanski ættu Evrópusamtökin að skoða morðhótanir þínar.

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2011 kl. 17:05

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Hugarástand þitt er greinilega mjög sjúkt þegar þú heldur því statt og stöðugt fram að fólk sem skrifar hér sé ekki til.

Þorsteinn Briem, 19.8.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband