Leita í fréttum mbl.is

Össur vill opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað - setja aukinn hraða í aðildarviðræður við ESB

Össur SkarphéðinssonStöð tvö sagði frá því í kvöldfréttum að stefna íslenskra stjórnvalda að greiða atkvæði um ESB-aðildarsamning nokkrum mánuðum fyrir alþingiskosningar, sem fara eiga fram í apríl 2013. Á vef Vísis stendur: "Aðildarviðræðum við ESB verður hraðað og er stefnt að því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði nokkrum mánuðum fyrir þingkosningar sem eru fyrirhugaðar í apríl 2013.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði með forystumönnum ESB á ríkjaráðstefnunni í júní þegar aðildarviðræður hófust formlega. Össur hefur lýst því yfir að hraða beri viðræðunum."

Að sögn Össurar gefur ESB verið gefið það til kynna að Ísland vilji setja aukinn hraða í viðræðurnar og opna kaflana um landbúnað og sjávarútveg.

Samdóma álit manna er að það séu erfiðustu kaflarnir.

Í samtali við Stöð tvo sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra: "Ég hef lagt áherslu á það til dæmis að menn vinni eins hratt og hægt er hér heima, ekki bara að fiskveiðimálunum eins og unnið er að, heldur einnig landbúnaðarmálunum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, hann ætlar að flýta sér að koma nauðungarmálinu í gegn áður en flokkur hans hverfur úr stjórn.  En það er ekkert vit í þessu og ætti að stoppa aðlögun embætta og stofnana og fáráðseyðsluna í það strax.

Elle_, 24.8.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband