Eins og sagt hefur verið frá hér, þá sagði fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn í vikunni.
Um er að ræða Bryndísi Gunnlaugsdóttur, forseta bæjarstjórnarinnar í Grindavík. Í pistli á Eyjunni skýrir hún frá ástæðum afsagnar sinnar og segir þar meðal annars:
"Ég hef marg oft orðið vitni af lélegum vinnubrögðum og hvernig brugðist er við ábendingum um æskilegri vinnubrögð. Viðbrögð við gagnrýni á vinnubrögð flokksins á landsvísu eru þau að útiloka gagnrýnendur frá starfi flokksins og tryggja að já-menn séu í öllum nauðsynlegum stöðum. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs og líkurnar á því að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi við að innleiða ný vinnubrögð í pólitík eru litlar að ég tel.
Stefna Framsóknarflokksins tók miklum breytingum á flokksþingi flokksins nú í apríl frá árinu 2009. Ég er ekki að tala eingöngu um stefnu flokksins varðandi Evrópusambandið líkt og svo margir hafa bent á, heldur líka framsetningu á stefnumálum flokksins. Allir þeir sem lesa ályktanir frá 2009, sem er um 50 bls. og bera þær saman við stefnuna sem var samþykkt í ár, sem er rétt rúmar 20 bls., sjá mikla stefnubreytingu.Flokkurinn fór frá hnitmiðaðri og ítarlegri stefnuskrá svo ljóst væri hverju grasrótin vildi stefna að, yfir í loðna og óljósa stefnu þar sem hver og einn framsóknarmaður túlkar stefnuna eftir sínu nefi.(sbr. ESB stefnu flokksins núna, sumir segja að það megi draga til baka viðræður og aðrir ekki og ég get ekki metið hvor hefur rétt fyrir sér enda var bæði fellt að draga til baka viðræður og að halda áfram viðræðum og leggja samning fyrir þjóðina). Ég vil þó ítreka að stefnubreytingin var samþykkt á flokksþinginu og það er meirihlutinn sem ræður það er lýðræði. Það þýðir samt ekki að ég verði að styðja þá stefnu ef ég hef ekki sannfæringu fyrir henni.
Í ljósu óánægju minnar með vinnubrögð flokksins og þeirra stefnubreytinga sem orðið hafa á stefnu flokksins á landsvísu frá því í seinustu alþingiskosningum þykir mér rétt að segja af mér varaþingmennsku."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Íslenska sauðkindin er og verður langlífari en allir kratar samfylkingin og Evrópusambandið og líklega krónan
líka
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:31
Til upprifjunar í umræðunni.Trúverðugleiki aðildarsinna
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=KTcw4RsL4FU
http://www.youtube.com/watch?v=au_Xtkvaa1Y&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=AgydwLsjgVw&feature=related
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:50
ÁHLAUPIÐ Á HAGKERFIÐ INNLIMUNARTILRAUN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ TJÓNIÐ NEMUR ÞÚSUNDUM MILLJARAÐA FYRIR ÍSLENSKAN ALMENNING!!! .LANDRÁÐ!!!
GERÐUR AÐ VIÐSKIPTARÁÐHERRA Í ESB STJÓRN JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR EFTIR AÐ HAFA STJÓRNAÐ ÁHLAUPI Á BANKAKERFIÐ
Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir valdi sem viðskiptaráðherra fyrst í stað Gylfa Magnússon kennara við Háskóla Íslands. Það var að vonum þar sem hann hafði með góðum árangri stjórnað áhlaupi á bankakerfi landsins í október 2008. Í framhaldi af því fór Gylfi mikinn á útifundum Harðar Torfasonar og hafði ráð undir rifi hverju og sá allt fyrir….
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:53
Æseifskviða
VísirAðsendar greinar 06. apríl 2011 06:00
Gylfi Magnússon, dósent í Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra
Gylfi Magnússon skrifar:
Grunnurinn að Icesave-deilunni er sú einfalda staðreynd að þegar eigum þrotabús Landsbankans var ráðstafað var það gert þannig að útkoman varð hagstæðari fyrir þá sem áttu innlánsreikninga á Íslandi en í Bretlandi eða Hollandi. Nú hafa náðst samningar um það hvernig á að gera þetta upp með sanngjörnum hætti fyrir báða aðila. Íslenska ríkið bætir Hollendingum og Bretum upp hluta kostnaðarins við að gera innstæðueigendur í þeim löndum jafnsetta innstæðueigendum á Íslandi. Miðað er við afar lága vexti, sem er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ríkið. Vextirnir eru til dæmis um helmingi lægri en Evrópulönd hafa boðið ríkissjóðum Grikklands og Írlands sem eiga í miklum kröggum.
Þetta er góð og sanngjörn niðurstaða fyrir Ísland og við eigum ekki að kveinka okkur undan því að þurfa með þessum hætti að koma til móts við nágrannaþjóðir okkar.
Kostnaður íslenska ríkisins er áætlaður um 30 milljarðar króna. Líklega er það fremur ofmat en vanmat, því að eigur þrotabúsins eru varlega metnar. Myndin af þrotabúinu hefur orðið skýrari eftir því sem tíminn hefur liðið. Það dregur úr áhættu. Gengisáhætta hefur einnig minnkað mikið og mun fyrirsjáanlega hverfa að miklu leyti síðar á þessu ári þegar stór hluti forgangskrafna verður greiddur.
Verði dómstólaleiðin farin hverfur engin áhætta en við bætist óvissa um vexti, skiptingu höfuðstóls (hlutdeild íslenska ríkisins gæti allt að tvöfaldast) og greiðslutíma, auk þess sem öryggisfyrirvarar Íslands í núverandi samningi væru ekki lengur tryggir. Það væri engu betra fyrir íslenska ríkið að vera dæmt til að greiða í krónum en að semja um greiðslur í erlendri mynt. Það hefur sömu áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað.
Kostnaður vegna tafa við að ljúka málinu er þegar orðinn gríðarlegur og eykst enn með frekari töfum. Sá kostnaður kemur fyrst og fremst fram á tvennan hátt.
Í fyrsta lagi vegna verri vaxtakjara á erlendum skuldum landsmanna. Þar kostar hvert prósentustig rúma 30 milljarða á hverju ári. Þetta lækkar þjóðartekjur.
Í öðru lagi verður fjárfesting minni vegna lakari aðgangs að fjármagni og meiri óvissu. Þetta leiðir til minni hagvaxtar (eða meiri samdráttar) en ella og aukins atvinnuleysis. Lítil fjárfesting er helsti dragbítur á hagvöxt á Íslandi nú. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti, sem ekki tekst að vinna upp aftur, má meta til um 300 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu, m.v. 5% vexti. Eitt prósentustig í töpuðum hagvexti sem tekur 10 ár að vinna upp aftur má meta til um 70 milljarða króna í framtíðarlandsframleiðslu m.v. sömu forsendur.
Þessi tafakostnaður er langstærsti reikningurinn vegna Icesave. Þær greiðslur sem á endanum kunna að fara úr ríkissjóði vegna uppgjörsins verða aldrei nema lítið brot af þessu. Það er vitaskuld sorglegra en tárum taki. Því getur dómstólaleiðin aldrei skilað Íslendingum neinum ávinningi, jafnvel þótt svo ólíklega færi að dómsmál ynnist.
Þegar líklegur reikningur ríkisins vegna Icesave, 30 milljarðar, er skoðaður má hafa í huga að íslenska ríkið hafði um 450 milljarða í tekjur á árunum 2003 til 2007, sem beint má rekja til góðærisbólunnar og þess fjár sem íslensku bankarnir dældu inn í hagkerfið, m.a. af Icesave-reikningunum.
Þótt um helmingur þessa fjár hafi tapast við gjaldþrot Seðlabankans og hallarekstur ríkisins árin 2008 til 2012 kosti mikið verður ríkissjóður þegar upp er staðið litlu skuldsettari en hann var undir lok tíunda áratugarins, áður en ballið byrjaði, í hlutfalli við landsframleiðslu.
Féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér líka í því að fjármunaeign landsmanna jókst um hátt á annað þúsund milljarða árin 2003 til 2009. Eftir sitja hús, virkjanir, vegir, jarðgöng, tónlistarhús, sundlaugar, hafnir og svo framvegis. Árið 2008 voru 8.340 Toyota Land Cruiser jeppar á landinu, sem myndu líklega kosta um 80 milljarða króna nýir. Svona mætti nær endalaust telja.
Á sama tíma batnaði hrein skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum og hefur líklega ekki verið betri í um aldarfjórðung. Ekki síst vegna þess að erlendir kröfuhafar urðu að sjá á eftir um 7.000 milljörðum sem þeir höfðu lánað íslensku bönkunum og þeir fá ekki til baka.
Hvað er þjóðarbúið lengi að afla 30 milljarða króna? Afgangurinn af utanríkisviðskiptum landsmanna, viðskiptajöfnuðurinn, er nú meiri en nokkurn tíma áður eða sem samsvarar um 3 milljörðum króna á viku. Það tekur því þjóðarbúið 10 vikur að afla nægs gjaldeyris í þetta verkefni. Jafnvel miðað við allra svartsýnustu spár um þróun gengis og endurheimtur eigna Landsbankans verður reikningurinn innan við eins árs afgangur af viðskiptajöfnuði.
Allt útlit er fyrir að málið verði að fullu gert upp árið 2016, m.v. núverandi samning. Þangað til eru 5 ár. Þeir sem telja að börnin okkar greiði reikninginn mega hafa það í huga að eftir 5 ár verða þau, merkilegt nokk, að jafnaði 5 árum eldri en þau eru núna. Flest þeirra verða enn börn, þau elstu orðin unglingar. Þeirra skattgreiðslur munu ekki renna til að greiða þennan reikning. Þau erfa hins vegar alla þá innviði sem góðærið skilur eftir.Þeir sem vilja fara dómstólaleiðina hafa sumir hverjir vitnað í ýmsar hetjur Íslandssögunnar og bókmenntanna máli sínu til stuðnings. Vísað í garpa sem þeir telja víst að hefðu sagt nei. Það er dálítið til í þessu. Til dæmis má væntanlega slá því föstu að Egill Skallagrímsson hefði sagt nei. Líklega hefði hann gert það utan kjörstaðar í ránsferð í útlöndum. Dottið svo í það og vegið mann og annan.Það er ekki hægt að vona annað en að á þúsund árum hafi meirihluti þjóðarinnar náð meiri þroska en það. Skilji að það eru hagsmunir Íslands að berjast á sanngjarnan hátt fyrir góðum málstað og taka í útrétta sáttahönd þegar hún býðst. Ekki að ryðjast áfram eins og naut í flagi, fífldjarfir, ósáttir hver við annan og vinafáir.
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:54
Ríkis¬stjórn og utanríkis¬ráðuneyti hlusta ekki á þjóðfund
Augljóst er að Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu nema stjórnarkránni verði breytt og sett í hana ákvæði um heimild alþingis til að framselja vald til yfirþjóðlegra stofnana.
Laugardaginn 6. nóvember komu 1.000 manns saman til þjóðfundar um meginstefnu í stjórnarskrármálum. Hér skal ekki dregið í efa að þjóðfundarmenn hafi kynnt sér þau álitaefni sem helst eru á döfinni í samtímanum, þegar rætt er um nauðsyn breytinga á stjórnarskránni. Þeim hafi því vel verið ljóst að ESB-aðildarsinnar telja óhjákvæmilegt að breyta stjórnarskránni til að ná markmiðum sínum.
Í niðurstöðum þjóðfundarins eins og þær eru kynntar af stjórnlaganefnd er ekkert minnst á nauðsyn ákvæða um heimild til framsals á valdi til yfirþjóðlegra stofnana. Á hinn bóginn er í köflum um land og þjóð annars vegar og frið og alþjóðasamvinnu hins vegar lögð áhersla á að Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki og stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þá er mælt fyrir um, að lögð skuli áhersla á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum.
Á þjóðfundinum vildu menn að stjórnarskráin tæki af skarið um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar en ekki um heimild til að framselja fullveldið.
Áhersla þjóðfundarins á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum, segir einnig mikla sögu. Hefði það viðhorf komið fram á þjóðfundinum að sérstaklega bæri að efla samstarfið við Evrópusambandið væri ekki þagað um það í niðurstöðum fundarins.
Engin þjóð á norðurslóðum er í Evrópusambandinu. Af hálfu sambandsins er því hins vegar haldið fram, að með aðild Íslands fái ESB langþráðan rétt til að hlutast til um málefni norðurslóða.
Allt ber þetta að sama brunni og áður. ESB-aðildarbrölt ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er á skjön við þjóðarviljann. Bröltið er til þess fallið að auka sundrungu meðal þjóðarinnar þegar þörf er á samstöðu. Bröltið rekur fleyg í samstöðu Íslands með þjóðum á norðurslóðum.
Ríkisstjórnin og sérstaklega utanríkisráðuneytið hlustar ekki á þjóðfundinn frekar en allt annað andstætt ESB-aðild Íslands. Eftir næstu helgi hefst margra mánaða rýnivinna hópa íslenskra embættismanna með fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB til að finna „ágalla“ á íslenskri löggjöf gagnvart ESB-löggjöfinni. Ástæða er til að spyrja: Til hvers í ósköpunum? Hvers vegna að eyða fé og kröftum í þetta ?
Svari hver sem vill. Svar þjóðfundarins er skýrt: Í stjórnarskrá ber að árétta sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Svar þjóðfundarins er í hróplegri andstöðu við kröfur Evrópusambandsins. Rýnivinna í utanríkisráðuneytinu ætti að hefjast á því að bera ESB-sjónarmið þess saman við niðurstöðu þjóðfundarins. Við svo búið gætu embættismennirnir sparað sér alla rýnifundina með ESB-embættismönnunum.
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:57
Þórólfur reynir icesave bragðið aftur
Smáfuglarnir hafa fylgst með stríði Þórólfs Matthíassonar við íslenska bændur. Erfitt er að átta sig á því hvað bændur eiga að hafa til saka unnið. Ekki verður betur séð en að þeir starfi í því kerfi sem þeim er uppálagt samkvæmt lögum. Margir þeirra vilja starfa frjálsir og hafa óskað eftir frelsi til þess en mætt skilningsleysi skriffinna.Árásir Þórólfs skýrast af því að bændur eru þungavigtarmenn í andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB. Þeir, auk flestra í sveitum landsins, leggjast gegn því að Brussel taki ákvarðanir fyrir Ísland og vilja ráða málum sínum sjálfir. Með árásum á bændur reynir Þórólfur að gera þá tortryggilega í ESB málflutningi sínum.Smáfuglarnir benda á að Þórólfur hefur áður reynt sama bragð og mistókst þá skelfilega. Hann reyndi þá, eins og nú, að bregða sér í gervi fræðimannsins þegar hann réðst á andstæðinga Icesave. Nú ræðst hann á bændur, helstu andstæðinga ESB. Verður niðurstaðan aftur sú sama?Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hrundi krónan? Fóru lífskjör niður fyrir „allt sem við höfum nokkurn tímann þekkt“? Hrundu lífskjör hér „gjörsamlega“? Jókst atvinnuleysi? Horfðu Íslendingar upp á „hrikalega sviðsmynd“?
Ekkert af því sem Þórólfur Matthíasson sagði um Icesave stóðst.
Ekki nokkur skapaður hlutur.
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 16:59
ALLIR VILDU ÞEIR GANGA Í ESB HVERNIG SKYLDI STANDA Á ÞVÍ?
Þrotabúin eru kennsluefni fyrir háskóla
Háskólamenn hafa verið tregir til að ræða framlag sitt til umræðna um stöðu íslenzku bankanna síðustu misserin fyrir hrun og er það meira en athyglisvert. Geta þeir ekki horfzt í augu við eigin orð?
En hvað um það. Þeir hljóta að ná áttum. Fleiri þættir hrunsins eru tilefni til umfjöllunar í háskólum landsins en þær skoðanir sem sérfræðingar í efnahagsmálum og viðskiptamálum settu fram um stöðu bankanna á árunum 2006-2008. Það er rekstur hinna svonefndu útrásarfyrirtækja sjálfra. Þar kom við sögu mikill fjöldi ungs fólks, sem sótt hafði viðskiptafræðimenntun og verkfræðimenntun og aðra menntun bæði til háskóla á Íslandi og í öðrum löndum. Það á m.a. við um rekstur gömlu bankanna sjálfra.
Smátt og smátt er verið að gera upp þrotabú þessara fyrirtækja. Í þeim uppgjörum liggur umfang hrunsins í viðskiptalífinu fyrir og þau miklu mistök, sem gerð voru í rekstri þessara fyrirtækja. Af þeim má læra. Raunar hafa sumir sérfróðir menn á þessu sviði sagt að hinn dæmigerði frumkvöðull, sem nái miklum árangri í viðskiptum, sé einmitt sá, sem hafi lært af fyrri mistökum.
Það er mikilvægt að viðskiptalífið brjóti til mergjar á grundvelli þeirra upplýsinga, sem koma fram í uppgjörum þrotabúanna, hverjir voru megindrættir í mistökum þeirra, sem stjórnuðu rekstri þessara fyrirtækja. Þetta er mikilvægt fyrir þá kynslóð, sem hér kom mest við sögu til þess að hún sjálf nái áttum (ekki síður en kennarar hennar við háskólana!) en þetta er líka mikilvægt fyrir þær nýju kynslóðir, sem nú er verið að mennta í háskólunum til þess að taka við rekstri viðskiptalífs og atvinnulífs á Íslandi á næstu áratugum.
Ítarleg umfjöllun íslenzku háskólanna og þá ekki sízt viðskiptafræðideilda þeirra um hrunið og rekstur fyrirtækja síðustu ár fyrir hrun er veigamikill þáttur í því að koma í veg fyrir að þessir atburðir gleymist of fljótt og tryggja að af þeim megi læra. Og við skulum ekki gleyma því að sumt gekk upp.
Heiti námskeiðs við háskóla gæti t.d.verið: Hvernig er hægt að tapa 7 milljörðum á rekstri ritfangaverzlunar?
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 17:01
Jahá, Örn.
Það er gaman að sjá hvað þú ert duglegur að kopy/peista.
Ég hef búið í ESB landi í 10 ár og ég hef ekki tekið eftir því að landið sem ég bý í búi við minna lýðræði.
Ég hef ekki tekið eftir því að landið sem ég bý í taki ekki ákvarðanir um það hvað á að vera gert í Brussel.
Nú er verið að deila um björgunarpakkan til Grikklands. Það er allt í óvissu. Þó svo að fréttamiðlar tali um það að það sé búið að samþykkja hann í Brussel, þá þarf fyrst að samþykkja þetta í evru-ríkjum ESB.
Það er gaman að vera málefnalegur og hætta að tala um landráð.
Myndir þú ekki segja að öll erlend lántaka séu landráð? Er ekki öll lántaka íslenska ríkisins landráð? Eru það landráð að selja land til erlendra aðila? Myndir þú segja að ef erlendur aðili leggi inn pening á Íslandi að það væri landráð? Er það ekki landráð að taka peninga af erlendum aðilum?
Hvar setjum við mörkin við landráð? ESB er ekki landráð.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 21:19
Örn Ægir skilur að um fullvelisafsal sé að ræða og verst óþolandi yfirganginum í ykkur sambandsinngöngusinnum. Og þið blákaldir neitið öllu fullveldisafsali þó það sé lýðum ljóst öllum nema ykkur.
Elle_, 28.8.2011 kl. 22:26
Þetta er ekki fullveldisafsal. Hvernig stendur á því að Frakkar sem eru sjálfselskustu menn í heimi skulu þá vera í ESB?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:33
Hér var fjármálakerfið yfirtekið með aðstoð EES reglna af glæpamönnum sem rændu banka lýfeyrissjóði og fyrirtæki innanfrá samhliða keyptu þeir upp megnið af fjölmiðlafyrirtækjum landsins og hófu að reka stöðugan ESB áróður bóla búin til sem sprakk með gjaldþroti reiði fólkisins virkjuð og bylting framkvæmt ríkisstjórn mynduð sem byrjaði á að sækja um ESB aðild og afhenti erlendum kröfuhöfum sem höfðu lánað og lánað og reiknað með að ríkið tæki ábyrgð á skuldunum 2 banka en lánsfénu var að sjálfsögðu komið úr landi ásamt þýfinu sem var stolið úr hagkerfinu þjóðin átti síðan að sitja eftir með kröfurnar ef allt hefði gengið upp hjá samfylkingunni Evrópusambandinu og útrásavíkingunum (efnahagsböðlum Evrópusambandsins)
Þú hlítur að sjá og vita að það er búið að nauðga þessari lagagrein út og suður undanfarin ár ef þú lest hana
Og nú er Samfylkingin með frekju og offorsi komin lagnt út fyrir umboð alþingis með aðlögun að Evrópusambandinu og á móti vilja þjóðarinnar allan tíman!!!!
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu
Örn Ægir Reynisson, 28.8.2011 kl. 22:34
Örn, af hverju ertu að kenna EES samningnum um það sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki?
Og svo talarðu um landráð?
Landráð er þegar íslensk stjórnvöld sjá ekki um sýna þjóð.
Það hefur ekkert með EES og ESB að gera.
Af hverju eru Frakkar í ESB? Stolltasta þjóð evrópu? Af hverju eru Bretar enn í ESB?
Landráð er allt annað en ESB.
En við verðum seint sammála.
Ég var einu sinni algerlega sammála þér. Það tók mig mörg ár að sjá hvað ESB er. Ekki hjálpa öll þessi Evrópusamtök mikið.
ESB eru samtök fullvalda þjóða sem taka sameiginlegar ákvarðanir. Þau byggja á frelsi einstaklingsins og á rétti einstaklinga.
Það er ekki hægt að skerða rétt einstaklinga.
Í ESB eru ekki verðtryggð lán. Í ESB eru bankamenn dæmdir í fangelsi ef þeir brjóta af sér. Í ESB eru til lög um neytendavernd. Þess vegna er verið að kæra Ísland til EES dómstólsins.
Er þá ekki landráð að kæra neytendavernd til EES dómstólsins?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:48
Jú, það ER fullveldisafsal. Frakkar hafa líka næstmestu völdin og geta drottnað yfir og stjórnað hinum ríkjunum. Það líkar þeim sjálfsagt vel.
Elle_, 28.8.2011 kl. 22:49
Elle: Af herju heldur þú það? Frönsk tónlist í útvarpinu, frönsk matvæli á borði frakka o.s.frv.
ESB er eitthvað annað en að drottna. ESB er að deila.
Ísland er með minnimáttarkennd þegar kemur að því.
Ég skil það ekki. En sumir kunna að skilja það og vilja deila því hér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:19
Ég finn ekki fyrir neinni minnimáttarkennd, Stefán, og get ekki svarað fyrir allt ÍSLAND. Þið getið vel stungið höfðinu niður í sandinn en dragið okkur hin ekki þangað með ykkur. Við viljum báknið ykkar ekki.
Elle_, 28.8.2011 kl. 23:27
Við og þið. Hvað er það?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:52
E-sambands-inngöngusinnar.
Elle_, 29.8.2011 kl. 00:08
Annars trúi ég að þú sért að linast í þessu, Stefán. Þið Sigurður M. getið nú hugsað og farið væntanlega að draga höfuðið upp úr eyðumerkursandinum.
Elle_, 29.8.2011 kl. 00:11
- - eyðimerkursandinum.
Elle_, 29.8.2011 kl. 00:11
Þessari ríkisstjórn bar að segja af sér, eftir að þjóðin hafði tvívegis neitað að borga nauðungarsamning icesave. Fyrir það fyrsta er (var) það réttmæt krafa okkar,sem neituðu að gangast undir nauðungina,auk þess ..lofaði,, hún því ef úrslitin yrðu nei. Ég nota ekki copy/peist,en það er ágætis leið,þegar fólk hefur ekki tíma. Fólk sem berst fyri fullveldi lands síns, er ekki á launum við skriftir.Það er aldrei of oft minnt á brot þessarar stjórnar.Ég er þakklát þeim Erni Ægi og Elle fyrir baráttuna. Við herðum bara róðurinn.
Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2011 kl. 00:23
Ég hef ekki tekið þátt í skoðannakönnunum.
Ég hef ekki heldur verið spurður álits á Icesave.
Keyptu ekki Íslendingar hálft Strykið? Keyptu ekki Íslendingar hálft Oxford street?
Það hlaut eitthvað að vera að? Eða var það aðeins í lokin?
ég ræddi við marga hér í Þýskalandi og þeir sögðu að þetta væri nýtt ævintýri. Já, einmitt. Íslendingar koma og kaupa á kostnað hverra?
Þetta gekk ekki upp og nú erum við að borga af því.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 00:46
Er sá tími ekki þyrnir í augum okkar flestra? Erum við ekki að gera upp þennan tíma? Ef reglugerðir ríkja sem ,,útrásin,, fjárfesti í leyfði slíkt,er það á ábyrgð þeirra. Það virtist allt löglegt, og ekki spurt um þjóðerni,aðildin að EES heimilaði það. ÉG VAR EKKI SPURÐ UM AÐILD AÐ ESB. Ginning Össurar er/var alger,því nær sem hann/þau komast með upptöku reglugerða hér,því hættulegri verður það meirhluta Íslendinga. Þess vegna munum við mótmæla, þau kannast við að það,vita að það er löglegt.
Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2011 kl. 10:37
Já, atvinnu- og neytendavernd ESB er þvæla.
Þess vegna skil ég ekki af hverju Hagsmunasamtök heimilanna og önnur samtök eru að leita þangað.
Það væri gaman að spjalla við þig um alla þá sem hafa verið DÆMDIR í Þýskalandi fyrir það sem ekki er enn búið að dæma fyrir á Íslandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 10:42
"Við erum að byggja þetta upp í rólegheitunum. Við erum með litla fundi í heimahúsum þar sem við spjöllum og ræðum málin," segir Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, formaður nýs stjórnmálaflokks öfgaþjóðernissinna sem hefur hlotið nafnið Ísland fyrst.
Flokkurinn var formlega stofnaður í ágúst síðastliðnum og vill Sigríður Bryndís meina að mikill áhugi sé fyrir slíkum flokki. Hún gengur svo langt að segja að algjör sprenging sé í fylgi hægri öfgastefnu bæði hér á landi og erlendis.
Sjálf vill Sigríður Bryndís þó ekki staðsetja flokkinn á neinum sérstökum væng stjórnmálanna og er á móti því að flokka stjórnmálastefnur til hægri eða vinstri.
"Annaðhvort ertu þjóðernissinni eða ekki. Þessi hugtök eru orðin úrelt. Fólk sem kemur til okkar núna kemur jafnt frá vinstri- og hægriflokkum og flest af því fólki sem hefur sótt fundi hjá okkur er ný andlit úr öllum stéttum þjóðfélagsins."
Sigríður Bryndís er YFIRLÝSTUR NÝNASISTI ef marka má Facebook-síðu sem hún heldur úti undir nafninu Védís Ótugt."
Ætlar á þing með öfgaflokk
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 12:21
Íslensk óværa í framboð
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 12:24
Steini, ætli hún sé ekki á móti því að afnema gjaldeyrishöftin eins og þú? Ætli hún sé ekki einnig á móti því að starfa á Íslandi og eiga eiga fjölskyldu erlendis eins og þú? Jú, Ísland fyrst;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 12:27
Að sjálfsögðu ætti að dæma þá sem misnotuðu og rændu bankana að innan og óþolandi hvað þetta lið veður en uppi í landinu. Menn sem eru varla skárri en Madoff sem fékk skjótt 150 ára dóm í Bandaríkjunum. Ef lögin eru of aum verður að herða lögin um slíka hegðun. En ekki með fullveldisafsali.
Fyrsta skrefið er að koma spilltum stjórnmálamönnum úr alþingi og fá hugsandi menn þangað inn. Menn sem hafa vit á að setja lög sem vernda borgarana í landinu. Við þurfum ekki fyrirskipanir um það frá Frakklandi, Póllandi, Ítalíu, Spáni eða Þýskalandi.
Elle_, 29.8.2011 kl. 12:29
Stefán Júlíusson,
Þú ert mjög andlega sjúkur maður EF þú heldur því fram að ég sé nýnasisti, hægri- eða vinstriöfgamaður, enda þótt ég sé fylgjandi gjaldeyrishöftum hér þar til Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu og íslenska krónan yrði bundin við gengi evrunnar.
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 12:38
Íslensk óværa í framboð:
"Getur verið að þjóðin sé að bíða eftir nýju afli?
Kannski svona afli?
Spjallið með Sölva
Nú ætla gáfumenninn með pottþéttu ARÍAKENNINGARNAR og ofurtrú á YFIRBURÐI HINS HREINA ÍSLENDINGS að bjóða fram til þings.
Ef það fólk sem við sjáum í myndbandinu og höfum séð víðar í fjölmiðlum eru "hreinir Íslendingar" þá ætla ég að sækja um ríkisborgararétt í öðru og fjarlægu landi.
Sumir segja: Ekki gefa þessu fólki athygli með því að blogga eða tala um það.
Látum eins og við sjáum það ekki.
Nei, nei, nei, segi ég.
Miðað við kommentakerfi íslenskra miðla og þá sem þar tjá sig reglulega er falinn RASISMI í bullandi vexti hér á landi.
Ég sé enga ástæðu til að snúa mér á hina hliðina og fljóta sofandi að feigðarósi.
Þvílíkur viðbjóður. Hvar er lúsasjampóið?"
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 12:49
Steini: Ég kalla þig ekki neitt. Hef ekki gert það.
En hvaða öfl banna ástöngnu fólki að búa saman?
Og HVERJIR styðja það?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 12:58
Hverjir segja öðrum á hvaða forsendum þeir eiga að lifa og vera ástfangnir?
Ísland fyrst;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 13:16
Stefán Júlíusson,
Hér á Íslandi er ÞINGRÆÐI og MEIRIHLUTI Alþingis gæti þess vegna afnumið gjaldeyrishöftin núna í september EF hann vildi.
Talaðu við systur þína. Hún er bæði þingmaður og ráðherra.
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 13:23
Já, heldur þú að við séum sammála?
Ísland fyrst. Svo fólkið.
Auðvitað á fólk ekki að fá að lifa saman ef það er ekki hagstætt fyrir Ísland.
Ísland fyrst.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 13:26
Frá ríkisstjórninni komu þau skilaboð að ég þyrfti að fórna mér.
Það er sú ríkisstjórn sem vill ganga í ESB og virða fjórfrelsið.
Mér finnst þetta aumkunarvert að þurfa að fórna ást fyrir ríkið.
En, Ísland fyrst.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 13:29
Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands - Ástæðulaust að óttast kollsteypu:
"Gylfi [Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,] gaf árið 2009 út ritgerðina Hagkerfi bíður skipbrot, um bankahrunið ásamt Jóni Daníelssyni, prófessor við London School of Economics.
Meðal ályktana sem Gylfi og Jón drógu þar voru að kerfishrunið veitti innsýn í þær hættur sem fælust í því að lítið land sameinaðist mun stærra efnahagssvæði án þess að bæta stofnanir.
Sett í samhengi við ESB virðist lærdómurinn vera sá að gagnkvæmur stuðningur sé á milli sameiginlegs markaðar og myntbandalags. Með öðrum orðum að sameiginlegur markaður án þátttöku í myntbandalagi bjóði hættunni heim."
"Skuldir hins opinbera eru mun hærri í Japan en í nokkru Evrópuríki. Þá eru opinberar skuldir í Bandaríkjunum svipaðar því sem gerist í mörgum þeirra evruríkja sem verst eru stödd," segir Gylfi og bætir því við að skuldavandinn sé í flestum tilvikum síðasta stig fjármálakreppunnar sem hófst árið 2007.
Fyrst hafi kreppan haft áhrif á banka, síðan framleiðslu og atvinnu og loks ríkisfjármál."
"En koma skuldavandræði í þessum hagkerfum Íslendingum við? Gylfi segir klárlega svo vera.
"Lífskjör hér á landi tengjast því hversu vel gengur annars staðar. Þegar vel gengur annars staðar koma fleiri ferðamenn til Íslands og verð útflutningsvara hækkar.
Jafnframt væri auðveldara að afnema gjaldeyrishöft ef ró væri á mörkuðum erlendis," segir Gylfi en bætir því við að ekki sé ástæða til að óttast kollsteypu hér á landi vegna óróa erlendis, þar sem gjaldeyrishöftin takmarki fjármagnsflæði."
Þorsteinn Briem, 29.8.2011 kl. 13:48
Stefán, Frakkar ásamt Þjóðverjum, Lúxemborg, Belígu, Hollandi og Ítalíu stofnuðu undanfara ESB á sínum tíma (Kola og stálbandalagið og EEC).
Þannig að það kemur lítið á óvart að þessar þjóðir hafi alltaf verið í ESB.
Jón Frímann Jónsson, 29.8.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.