Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold með skemmtilegt innlegg á Eyjunni!

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri hjá Já-Íslands, skrifar skemmtilegan pistil á Eyju-blogginu og segir þar meðal annars:

"Nú þegar hausta tekur og inn um lúguna streyma tilboð um leiðina að granna mittinu, sléttum maga – vil ég minna á að áhrifaríkasta megrunin er alveg ókeypis.

Í kúrnum felst nefnilega sú staðreynd að hér í Krónulandi hækka verðbólga og vextir jafnt og þétt og því má gera ráð fyrir að afar lítill peningur sé eftir á hverju heimili til að kaupa mat.   Nú ef einhver afgangur er,  má reyna að skrapa saman fyrir íslenskri mjólkur- og kjötframleiðslu en verðinu á þeim nauðsynjavörum er tryggilega haldið uppi með sérstaklega háum verndartollum sem heldur þjóðinni frá alfarið frá öllu ofáti.

Það gleymist gjarnan að höfum þegar niðurgreitt tvisvar sinnum meira til þessarar framleiðslu en nágrannar okkar í Evrópusambandinu gera fyrir sambærilega landbúnaðarframleiðslu.  En allt skal í sölurnar lagt til að forðast fitudrauginn ógurlega.

Fæstir hafa auðvitað ekki efni á þessu varning hvort eð er og geta haldið sér gangandi á bankabyggi og grænkáli.  Ekki má lengur flytja inn kjöt og mjólkurvörur erlendis frá nema á því séu um 600% tollar og krónugreyið dugar skammt í slíkum kaupum."

Síðar segir Bryndís: "Fyrir þá sem vilja endilega troða sig út af útlenskum varningi þá er gaman að segja frá því að þrátt fyrir ítrekaðar hörmungaspár Evrópuandstæðinga þá gengur bara býsna vel í ESB og áhugavert að bera Krónukúrinn við þann í Evrópusambandinu.   Það er tollafrelsi á milli ríkjanna og bara heilmikið í boði og bæði verð á matvælum almennt lægra og það sem besta er – engin verðtrygging.

Standard & Poor gefur 21 ESB ríki betra lánshæfismat en Íslandi, 15 þeirra nota evru. Þrjú ríki ESB fá lakari lánshæfismat en Ísland og aðeins eitt þeirra notar Evru.  Svipaða sögu er að segja af einkunnargjöf Fitch þegar það kemur að lánshæfismati.  26 ESB ríki fá betri lánshæfismat en Ísland, 16 þeirra nota evru. Aðeins eitt ríki innan ESB fær lakari lánshæfismat og notar evru.

En þetta eru auðvitað bara fitubollur."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veruleikafyrring VG-Samfylkingarinnar lætur ekki að sér hæða.Stjórnar ekki Samfylkingin og VG landinu.En það styttist í að  þessu ESB kjaftæði líkur.Viðræðurnar verða slegnar af af Alþingi eftir 12 mánuði það síðasta.Flokksráðsfulltrúar á flokksráðsfundi VG um síðustu helgi ræddu ekki einu sinni þessa ESB þvælu.Þetta er ákveðið.Þá getur glansmyndardrottningin Ísold hypjað sig úr landi.

Sigurgeir Jónsson, 30.8.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Elle_

Maður hefði nú haldið að manneskja sem ætlaði að fá fram fullveldisafsal fullvalda lands, færði fram sterkari rök en mismun á gjaldmiðli og matarverði.  Hvílík rök sem konan færir okkur fyrir að gefa upp fullveldið.  Og um það skrifið þið eins og það væri frétt.  Okkur er líka nákvæmlega sama hvað FITCH og STANDARD & POORS segja.  Þeir sömu og sögðu okkur að landið sykki ef við borguðum ekki ICESAVE. 

Elle_, 31.8.2011 kl. 00:31

3 Smámynd: Elle_

Já, hví fer Ísfold ekki bara úr landi??

Elle_, 31.8.2011 kl. 01:19

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

ElleEriksson. Það er einn galli í málfutningi þínum. Brindís Ísfold hefur aldrei lagt til að fullveldi Íslands verði fórnað með nokkrum hætti. Hún hefur aðeins lagt til að Ísland gangi í ESB og því fylgir ekki neitt fullveldisafsal.

Sigurður M Grétarsson, 31.8.2011 kl. 23:16

5 Smámynd: Elle_

Jú, Sigurður, svo sannarlega væri það fullveldisafsal.  Það er alltaf svipting á fullveldi/sjálfsforræði ef maður fer ekki lengur með lokavald eða æðsta vald yfir sínum málum.   

Elle_, 31.8.2011 kl. 23:36

6 identicon

Elle:  Hvað finnst þér um að Ísland sé aðili að alþjóða glæpadómstólnum?

Á ekki að berjast gegn því að Ísland hætti stuðningi við hann.

Nýtt baráttumál "fulveldissinna".  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 05:58

7 Smámynd: Elle_

Dómstólar koma ekki fullveldi eða fullveldisafsali við, Stefán.  Dómstólar eru hluti af að búa í eðlilegu samfélagi manna.  Menn verða að brjóta gegn öðrum til að vera dæmdir af dómstólum eða þannig ætti það að vera. 

Haldið bara uppi blekkingunum um að E-miðstýringarveldið og verðandi stórríkið sé ekkert nema samvinna, en það er bara fáránlegur brandari. 

Ykkur og Jóhönnuflokknum mun mistakast gjörsamlega að koma landinu og okkur undir vald þeirra en getið hinsvegar alltaf flutt endanlega sjálf undir ofurvald Frakka og Þjóðverja. 

Verið blessaðir, nenni þessu ekki. 

Elle_, 1.9.2011 kl. 11:11

8 identicon

Elle:  Er það ekki svipting á sjálfforræði þjóðar ef þegnar þess eru dæmdir í öðru landi vegna "brota" í heimalandi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:19

9 Smámynd: Elle_

Nei, alls ekki. 

Elle_, 1.9.2011 kl. 11:28

10 Smámynd: Elle_

Ekki ef dómstólarnir hafa lögsögu í landinu.

Elle_, 1.9.2011 kl. 11:29

11 identicon

Erlendir dómstólar með lögsögu á Íslandi?

Þetta er bara eins og ESB. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:37

12 Smámynd: Elle_

Alþjóðadómstólar, milliríkjasamningar og milliríkjasáttmálar eru ekki sama eðlis og fullveldisafsal þar sem ríki verða að hlýða öðum ríkjum sem fara með æðra vald.  Hví stend ég enn í þessu fáránlega þrasi við ykkur??

Elle_, 1.9.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband