Leita í fréttum mbl.is

Styrkir ESB samgöngumál? Spurning á Evrópuvefnum - svarið er já!

GöngMjög áhugaverða spurningu er að finna á Evrópuvefnum um samgöngumál, en hún hljómar einfaldlega svona: Myndi Evrópusambandið veita styrki til að byggja jarðgöng eða brýr á Íslandi ef til aðildar kæmi?

Svarið byrjar svona: "Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, almenningssamgöngur eða annað, yrði í flestum tilfellum tekin af íslenskum stjórnvöldum í samræmi við forgangsatriði byggðastefnu ESB, leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar og aðstæður á Íslandi.

***

 Samanlagt renna 28% úr uppbyggingarsjóðunum til samgöngumála eða tæpir 77 milljarðar evra á tímabilinu 2007-2013. Tæp 19% sjóðanna (50 milljarðar evra) eru þar að auki eyrnamerkt umhverfismálum en samgönguverkefni sem hafa bætt áhrif á umhverfið geta einnig fallið í þann flokk. Langstærstur hluti framlaganna úr uppbyggingarsjóðunum rennur til fátækustu svæða sambandsins (rúm 80%) en um skiptingu sjóðanna á milli svæða má lesa í svari við spurningnni Hver er byggðastefna ESB? (Leturbreyting, ES-blogg)

Svarið í heild sinni er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB mun gera svissneskan ost úr íslenskum fjöllum.

Ef samninganefnd Íslands stendur sig vel, þá mun landsbyggðin stórgræða á inngöngu Íslands í ESB.  Það verður nærri allt saman borgað. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 19:36

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hver borgar þá allan ostinn ef við gerum það ekki? kannski bara Grikkir? eða Ítalir? eða Spánverjar? eða Írar???

Eggert Sigurbergsson, 30.8.2011 kl. 19:42

3 identicon

Þeir sömu og borga í þessa sjóði í dag.

Austurhluti Þýskalands var skilgreint sem "þróunarsvæði".  ESB hefur styrkt ansi mikið hér í austurhluta borgarinnar.

Það er frábært að sjá allt það sem sameiginlegir sjóðir hafa styrkt og komið okkur vel sem búum hér. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 19:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 30.8.2011 kl. 20:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 30.8.2011 kl. 20:02

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú er sú staða að koma upp gömlu öxulveldinn eru að verða svo háð Rússum um orku, að Rússar hafa þau því sem næst í hendi sér.Getur einhver látið sem það hafi engin áhrif á lífskilyrði innan ESB í framtíðinni.Orkuskortur er framundan innan ESB svæðisins.Umhverfisöfgafólk með Evu Jóly í fararbroddi tröllríður þar öllu.Þjóðverjar ætla að loka öllum sínum kjarnorkuverum.Þú skalt búa þig undir frostavetur í Berlín í framtíðinni Stefán.Hér verður ekki kalt á næstu áratugum.Nei við frostavetrum og kulda í Þýskalandi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 30.8.2011 kl. 20:06

7 identicon

Sigurgeir:  Ég notaði kolakyndingu í nokkur ár heima hjá mér.  Einn ofn í stofunni og annar í svefnherberginu.  Baðið var ekki kynnt og því alltaf við frostmark á morgnanna.

Þjóðverjar eru að vinna í því að framleiða næga orku fyrir sig sjálfa.

sjáum hvað setur.  Kanski kemur orka frá Íslandi í staðin;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 20:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðið ár komu 66,7% af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskipti við útlönd árið 2010

Þorsteinn Briem, 30.8.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrr á árinu tilkynnti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Þjóðverjar myndu hverfa frá notkun kjarnorku.

Tilefnið var kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan
í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem honum fylgdi."

Græn orka í sókn í Þýskalandi

Þorsteinn Briem, 30.8.2011 kl. 20:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Angela Dorothea Merkel is the current Chancellor of Germany (since 22 November 2005).

Merkel, elected to the Bundestag (German Parliament) from Mecklenburg-Vorpommern, has been the chairwoman of the Christian Democratic Union (CDU) since 2000, and chairwoman of the CDU-CSU (Christian Social Union) parliamentary coalition from 2002 to 2005."

Þorsteinn Briem, 30.8.2011 kl. 20:41

11 Smámynd: Elle_

Stefán, sagðir þú ekki á dögunum að mistök E-sambandssinna væru að tala endalaust um efnahagsmál?  Samt talarðu eins og þú getir talið landsbyggð Íslands trú um að gefa upp fullveldi landsins vegna þess að landsbyggðin muni stórgræða, eins og þú sjálfur kemst að orði í no. 1 að ofan.  Ættuð þið ekki að koma með sterkari rök en gróða fyrir ykkar gjörtapaða máli?  

Elle_, 31.8.2011 kl. 00:57

12 identicon

Elle:  Ég held að hér sé verið að tala um samgöngumál.  Ég held að það hafi eitthvað með peninga að gera;)

Ég talaði nú um svissneska osta en engar stærðir í upphafi.

Tölum um eitthvað annað:) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 04:30

13 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Land á 5árum   Euro     Árlegt tap   vísitöluheimili   Kr.
Cyprus 128 16.896
Finland 701 92.532
Italy 778 102.696
France 805 106.260
United Kingdom 937 123.684
Austria 1.024 135.168
Germany 1.045 137.940
Sweden 1.207 159.324
Denmark 1.322 174.504
Netherlands 1.467 193.644

Hjalti Sigurðarson, 1.9.2011 kl. 08:54

14 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

http://en.wikipedia.org/wiki/Budget_of_the_European_Union

Hjalti Sigurðarson, 1.9.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband