Leita í fréttum mbl.is

Dalia Grybauskaité: Fullveldi Litháens ekki fórnað með ESB-aðild, það styrktist!

Dalia GrybauskaitéEins og kunnugt er var forseti Litháens, Dalia Grybauskaité, hér í opinberri heimsókn í síðustu viku. Um heimsókn hennar er fjallað á vef Já Íslands og þar stendur: "

"Aðspurð um hvort hún teldi ekki hluti að fullveldi Litháenhefði verið fórnað með aðild svaraði hún að henni þætti þvert á móti aðild hefði styrkt fullveldi Litháa. ,,Af því smáþjóðir lifa aðeins af ef þær eru stoltar af uppruna sínum og rækta sögu sína, tungu, menningu og uppruna; allt sem máli skiptir“ En bætti við að þetta snérist ekki um þjóðerndiskennd heldur stolt.  ,,Einmitt í ESB er hver þjóðin annarri frábrugðin. Þetta er bandalag afar ólíkra þjóða, sem fúsar og frjálsar taka þátt í því og ákveða sjálfar hver þróunin verður. Hver þjóð, jafnvel sú smæsta, eins og Litháen eða Íslendingar, ef þeir vilja, hefur neitunarvald. Og aðeins með þátttöku getið þið haft áhrif og breytt einhverju.

Ef þið eruð fyrir utan getið þið aðeins borið upp umkvartanir, rætt málin og fylgist með – en þið standið úti. En ef þið viljið láta í ykkur heyra á alþjóðavettvangi, hafa áhrif á alþjóðavettvangi er betra að vera einhversstaðar innandyra heldur en að standa fyrir utan."

Viðtal við Dalíu í Kastljósi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hver þjóð, jafnvel sú smæsta, eins og Litháen eða Íslendingar, ef þeir vilja, hefur neitunarvald," segir frú Grybauskaité. Er hún þá svona illa upplýst? Einhver ykkar vina hennar þarf að fræða hana um, að með Lissabon-sáttmálanum, sem kemur að fullu í gagnið 1. nóv. 2014, er verið að fella niður marga málaflokka, þar sem einstök lönd hafa haft neitunarvald.

Og um fleira virðist hún óupplýst! "Fullveldi" -- o, my my!

Jón Valur Jensson, 1.9.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það ert þú Jón Valur sem ert illa upplýstur. Síðan neitar þú að sætta þig við staðreyndir málsins og ferð bara að skálda einhverja tóma dellu um Evrópusambandið og starfsemi þess.

Jón Frímann Jónsson, 1.9.2011 kl. 22:11

3 identicon

Jón Valur,  hvaða málaflokkar eru það?  Ég er að gúggla, en ég get ekki fundið þá?

Ég er ekki að spyrja í kaldhæðni.  Það væri ágætt að fá að vita það. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Önugheitatilsvör þín, nafni, eru oftast lítils nýt, en auðvitað sæt og skondin. Hvernig væri nú að líta til þess sem þetta Evrópusamband þitt hefur sjálft sagt og gert?

"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi árið 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08%, og atkvæðavægi Íslands í því ráði, sem ræður einmitt miklu um sjávarútvegsmál ESB, yrði aðeins 0,06%, í réttu hlutfalli við fólksfjölda. Það býttar engu þótt þar sæti einn ráðherra frá Íslandi eins og frá hverju og einu hinna ríkjanna -- atkvæðavægið væri ekki meira en þetta og neitunarvaldið horfið nema með annarra tilstyrk.

Jón Valur Jensson, 1.9.2011 kl. 22:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 1.9.2011 kl. 23:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 1.9.2011 kl. 23:10

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég veit það, Steini, það þarf fjóra fulltrúa til að beita neitunarvaldi.

Ef um e-t afar mikilvægt mál er að ræða fyrir stóru ríkin -- eins og t.d. að nýta út í hörgul fiskveiðilögsögu Íslands eins og annarra Evrópusambandsríkja (gerandi ráð fyrir, að búið væri að innbyrða okkur) -- þá er afar ólíklegt, að okkur tækist að fá þrjú ríki á okkar band, því að þeir stóru og voldugu ýta þeim smærri til fylgilags eða hjásetu, ef þeim svo sýnist og ef mikið liggur við.

Og horfðu aftur á textann sem þú vitnaðir í, 4. tl. 16. gr.:

"... og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins."

Þarna er það einmitt hlutfallslega vægið út frá íbúafjölda, sem gildir líka.

Eftir 1. nóv. 2014 verður hlutfallslegt vægi stærstu þjóðfulltrúa í ráðherraráðinu þannig (gæti hnikazt örlítið til, ef misvægi verður á fólksfjöldaþróun ríkjanna):

16,41% - Þýzkaland

12,88% - Frakkland

12.33% - Stóra-Bretland

12,02% - Ítalía

9,17% - Spánn

7,63% - Pólland

SAMTALS þessi 6 ríki af 27: 70,44% (fjögur stærstu ríkin verða með 53,64% atkvæðavægi í slíkum atkvæðagreiðslum þar, og það ER gert ráð fyrir möguleikanum á slíkum atkvæðagreiðslum þar!).

Jafnvel þótt Pólland sæti hjá, ættu sjávarútvegsríkin vísan stuðning hjá t.d. Belgíu og Hollandi og ýmsum fylgispektarríkjum sínum.

Staða Íslands væri fyrir fram vonlaus.

Jón Valur Jensson, 1.9.2011 kl. 23:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:

"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið en Timo Summa telur ekki ástæðu til að óttast það.

"Lítil lönd í Evrópusambandinu, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.

Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.

Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.

Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.
""

Viðtal við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Þorsteinn Briem, 1.9.2011 kl. 23:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU stöðu og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI HÆGT AÐ BREYTA ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 1.9.2011 kl. 23:54

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ísland er EKKI land á borð við Finnland. Þessi Summa, frá landi sem hefur verið þarna inni í um einn og hálfan áratug, getur engu lofað okkar Íslendingum um ásælni gagnvart okkar fiskimiðum. Finnar fá að halda sínum skógum, en einmitt fiskveiðimálin eru sér á parti og á fiskistofna litið sem sameiginlega auðlind ESB-landa. Það er sama hvað þið þrætið fyrir þá staðreynd og nýtið ykkur kannski, að ég svari ekki aftur nú á eftir - þið breytið þessu ekki með einhverju trúgirnistali. Fjöregg okkar fullveldis má einfaldlega ekki framselja í hendur neinum tröllum, ekki einu sinni þeim alfínustu í Evrópu.

Já, vel á minnzt: fullveldi. Með ESB-inntöku Íslands væri verið að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing, já, að hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald, ekki satt?

En Steini minn, hvað sem ég segi, þá er ég þó viss um að þú gleymir ekki kalli Jacques Delors, föður EES og föður evrunnar: "Wir müßen Großmacht werden!"

Jón Valur Jensson, 2.9.2011 kl. 00:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir það í raun engu skipta hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til Evrópusambandsins þegar komi að lögfestingu ESB-gerða.

Atli Gíslason, óháður þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt að mögulega sé verið að innleiða fleiri ESB-reglugerðir en þörf sé á vegna EES-samningsins. Þannig sé smám saman verið að laga Ísland að regluverki Evrópusambandsins.

"Það fer bara eftir því hve margar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta," segir Stefán Már.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsynlegt sé til að uppfylla EES-samninginn en hugsanlega sé stundum of rúm túlkun lögð til grundvallar því hvað falli innan samningsins."

Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir

Þorsteinn Briem, 2.9.2011 kl. 01:03

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

EES-samningurinn var kænskubragð Delors, sem JBH var nógu frakkur til að ýta að Davíð og Alþingi. Svo brást Vigdís 1. (Vigdís 2. hefði EKKI brugðizt.) -Góða nótt, eilífi Esb-augnakarl.

Jón Valur Jensson, 2.9.2011 kl. 01:27

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæný (fagnaðar?) frétt handa ykkur af Vísir.is:

Þjóðverjar fari frekar en Grikkir.

Hefst þannig:

"Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja.Fari hins vegar svo, að skipta þurfi evrusvæðinu upp, þá telja þeir skynsamlegra að Þýskaland taki pokann sinn og segi skilið við myntbandalagið en að Grikkland verði rekið úr hópnum.Það var fréttastofan Reuters sem skýrði frá þessu. Meðal hagfræðinganna sautján eru Joseph Stiglitz ..." Meira!.

Jón Valur Jensson, 2.9.2011 kl. 01:41

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sveikas Steini!

I AM A PATRIOT
, so I love Lithuania's yellow fields full of sowthistles and colzas, green forests and rivers."

Þorsteinn Briem, 2.9.2011 kl. 01:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef til vill heldur þú að þér hafi tekist að eyðileggja Verkamannaflokkinn og allt það fólk um allan heim sem berst fyrir fjölmenningarsamfélagi með því að drepa vini mína og flokksfélaga.

En þú skalt vita að þér hefur mistekist.
"

"Þú skalt vita að þér mistókst"

Þorsteinn Briem, 2.9.2011 kl. 01:49

17 Smámynd: Guðjón Eiríksson

JVJ skrifar

"Ef um e-t afar mikilvægt mál er að ræða fyrir stóru ríkin -- eins og t.d. að nýta út í hörgul fiskveiðilögsögu Íslands eins og annarra Evrópusambandsríkja (gerandi ráð fyrir, að búið væri að innbyrða okkur) -- þá er afar ólíklegt, að okkur tækist að fá þrjú ríki á okkar band, því að þeir stóru og voldugu ýta þeim smærri til fylgilags eða hjásetu, ef þeim svo sýnist og ef mikið liggur við."

Hér eru engin rök færð fyrir því af hverju það sé "afar ólíklegt að okkur takist að fá þrjú ríki á okkar band" En ummælin endurspegla mikla tortryggni JVJ í garð evrópuríkja og miðað við málflutning hans almennt í garð alls þess sem útlent getur talist.

Þekkt þema þjóðernissinna um allan heim

Guðjón Eiríksson, 2.9.2011 kl. 02:33

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki stóðu Norðurlandaríkin með okkur í Icesave-svikamálinu!

Guðjón vill treysta einhverju blint út í loftið!!!

Jón Valur Jensson, 2.9.2011 kl. 07:57

19 identicon

Jón Valur:  Norðurlöndin studdu ekki stjórnarandstöðuna í Icesave málinu.  Það er rétt hjá þér.  Stjórnvöld ætluðu að semja.

Ég held að ríkisstjórnir þjóða tali saman og semji en ekki stjórnarandstöður þjóða.  Enda eru það þeir fulltrúar okkar þjóða sem fara með völd í landinu eftir kosningar. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 08:06

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Menn eru bara ekkert að skilja hvernig EU virkar. Alltaf talandi um einhverjar atkvæðagreiðslur og vægi hvers lands þar að lútandi.

Virkar ekki svona.

það er þannig í stuttu máli, að laga og regluverk er unnið í undirhópum þar sem hvert land hefur tækifæritil að koma sínum sjónarmiðum að.

Núna er það td þannig að EFTA ríki (sem eru nú fá núorðið) hafa de faktó engan möguleika til að koma að athugasemdum eða láta sína rödd heyrast. Ísland fær laga og regluverk bara sent í e-maili. Og allir bara sáttir.

Við fulla og formlega aðild mun Ísland fá sæti við borðið. það þýðir þó eigi það að Ísland fari að setja EU laga og regluverk eitt og sér. Ísland mun einbeita sér að málum er það sérstaklega varðar og koma sínum sjónarmiðum að á frumstigi og þannig setja mark á viðkomandi löggjöf á lokastigi.

það er svona sem þetta virkar.

Ergo: Fullveldið eykst við EU aðild.

Og framhaldsergo: Andsinnar eru á móti fullveldi Íslands.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 10:32

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

STEFÁN! - Norðurlöndin brugðust ÍSLENZKU ÞJÓÐINNI í Iceasve-málinu, flestir ráðandi flokkar þar. Afstaða þín er slöpp í þessu máli. Þessi stjórnvöld okkar brugðust gersamlega (líka þessi fjármálaráðherra sem var að mæta með sitt falska tal um málið á Stöð 2 í fréttunum áðan; sjá nánar á vef mínum senn!), og það gerðu mjög margir þingmenn í stjórnarandstöðunni líka. En alþýða landsins, grasrótarandstaða, frjáls samtök, forseti Íslands og að endingu þjóðin í allsherjaratkvæðagreiðslu gerðu út um málið.

Ólafur, ég nenni ekki að lesa þetta allt núna frá þér, segi þér það eitt, að EFTA er sívirkt bandalag og hefur gert tollasamninga við fjölda ríkja, ekki sízt á seinni árum.

Jón Valur Jensson, 2.9.2011 kl. 19:02

22 identicon

Jón Valur:  Mér finnst flott hvernig þér finnst að ríkisstjórnir annara þjóða bregðist íslensku þjóðinni.

Finnst þér ekki að lýðræðinu vegið?

Hvað er lýðræði fyrir þig?  Ég vildi ekki fyrsta Icesave.  Ég samþykkti annað Icesave.  Ekki hefði ég viljað að ríkisstjórnir annara þjóða segðu mér hvað ég ætti að samþykkja.

Eða hefði þér fundist það flott ef Norðurlandaþjóðirnar hefðu stutt Ísland í mótstöðu gegn Bretum og Hollendingum og ESB?

Hefði íslenska ríkið eitthvað um það að segja, eða vildir þú afvopna íslenska ríkið með erlendu afli?  Eru það ekki landráð?  Ert þú þá landráðamaður?

Ég vil ekki meina að þú sért það.  Ég kalla engan landráðamann.  En pælingin í því að erlendar ríkisstjórnir styðji þjóðina á móti kosinni ríkisstjórn?  Eigum við aðeins að hugsa um það.

Eða eru þetta ethichs?  Teological og Deontological?  Það væri gaman að heyra þitt álit á þessum kenningum.

Annað Jón,  þú færð mig ekki til að skipta um skoðun um ESB.  Ég fæ þig ekki til að skipta um skoðun.  Ég fer ekki á þínar síður til að segja hversu vitlaus þú ert, en þú ferð á síður ESB-manna.  Hverju viltu áorka?

Þú stendur þig vel í því að vera út um allt.  Þú ert fínn í því.  Ég hrósa þér fyrir það.  í hreinskilni.

Ég óska þér góðrar helgar frá Sviss.

Það er gaman að heyra í Svisslendingum hvað þeim finnst.  Hefur þú verið í Sviss og heyrt í þeim?  Þetta væri líklega gott fyrir báða hópa á Íslandi.  Líklega ættu já og nei hópar að kosta hópferð hingað. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 23:44

23 identicon

Ég sé það núna að ég skrifaði of mikið;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 23:45

24 Smámynd: Guðjón Eiríksson

"Aðspurð um hvort hún teldi ekki hluti að fullveldi Litháenhefði verið fórnað með aðild svaraði hún að henni þætti þvert á móti aðild hefði styrkt fullveldi Litháa."

Afritaður texti hér á undan er kjarninn í þessari bloggfærslu og JVJ nær að venju að teyma umræðuna út í móa með þjóðernisskotnu tortrygnisblaðri sínu.

Óskiljanlegt hvað menn láta það eftir honum.

Guðjón Eiríksson, 3.9.2011 kl. 02:33

25 identicon

Mér finnst frábært að búa í ESB ríki og í Sviss og þurfa ekki að taka þátt í þessu á Íslandi.

Það er of mikið talað um efnahagsmál.  Ef við viljum verða hluti af einhverju efnahagsbatteríi, þá mega menn segja það.

ESB er eitthvað allt annað.

Ef við náum að taka efnahagsþáttinn út úr þessu, þá er ESB aðild vís, en þangað til verður meirihluti á móti því hann miðar sig við önnur ríki og þá er ESB ekki góð viðmiðun og mun aldrei verða það. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 02:37

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Aðild" að ESB getur aldrei "styrkt fullveldi" Íslands, Guðjón, það er af og frá. Það er fjöldi málsmetandi manna í ESB og Þýzkalandi og víðar að tala um, að auka þurfi vald ESB á kostnað fullveldis ríkjanna, hefurðu í alvöru ekki tekið eftir því? Lestu bara Fréttablaðið? En þetta er enginn smáræðis listi mektarmanna!

Hef þurft að sinna allt öðru og hef ekki orku né tíma í meira núna. Stefán, þessar spurningar þínar eru furðulegar, ég held þú ættir að skýra mál þitt betur, eða kannski er ég bara orðinn svona skilningssljór á síðustu metrunum! (Hvaða landráða-bull er þetta?! - Lestu samt 86. gr. laga nr.19/1940.)

Jón Valur Jensson, 3.9.2011 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband