Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðild hindrar ekki innflutning á Cheerios!

CheeriosAllskyns hindurvitni eru áberandi í ESB-umræðunni, t.d. að ESB vilji sölsa undir sig og ná yfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins. Annað snýr t.d. að matvælum, til dæmis hvort bannað væri að flytja inn Coco Puffs (Kókópöffs) ef Ísland gengi í ESB. Sem er náttúrulega ekki rétt. Íslendingar fá sitt Kókópöffs áfram, kjósi Ísland að ganga í ESB. 

Á Evrópuvefnum er að finna spurning um Cheerios (Sjéríos), aðra vinsæla vöru frá henni Ameríku. Spurningin hljómar svona: "Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum ?"

Í svarinu segir meðal annars:

"Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheerios sé bönnuð innan sambandsins. Af því hafa síðan sprottið getgátur um að Cheerios yrði ekki lengur til sölu hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Hið rétta er að íslenskir innflutningsaðilar gætu áfram flutt inn og selt hefðbundið Cheerios í gulum pökkum frá Bandaríkjunum þó svo að Ísland gengi í ESB, en búast mætti við að söluverð hækkaði vegna aukinna tolla.

Evrópusambandið er tollabandalag, sem lýsir sér í niðurfellingu tolla milli ESB ríkja og sameiginlegum ytri tollum gagnvart ríkjum utan sambandsins. Þannig hafa einnig verið leiddar líkur að því að Cheerios sé ekki selt innan ESB vegna þess að framleiðslan sé bandarísk og svo háir tollar lagðir á hana að hún sé ekki samkeppnishæf á evrópskum mörkuðum. Staðreyndin er hins vegar sú að framleiðandi Cheerios í Bandaríkjunum, General Mills, á í samstarfi við evrópska matvælaframleiðandann Nestlé, sem framleiðir nú tvær tegundir af Cheerios og dreifir á evrópskum markaði."

Aðdáendur Cheerios (og Kókópöffs) hafa því ekkert að óttast í sambandi við ESB-aðild!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nestlé framleiðir cheerios fyrir eu markað

Óskar Þorkelsson, 2.9.2011 kl. 18:40

2 Smámynd: Kristinn Sigurðsson

Markaðurinn á íslandi er töluvert öðruvísi en í stærri löndum. Framleiðendur telja ísland of lítiin markað til þess að fara með vörunar sínar inn á hann, þess vegna eru heildsalar mjög algengir hér, þeir kaupa vöruna hingað af framleiðanda og selja svo í verslanir. Framleiðandi neitar ekki fólki að kaupa af sér vöruna.

Þessu er öfugt farið í stærri löndum eins og löndum ESB. Heildsalar eins og þeir þekkjast á íslandi eru sjaldgæfir. Það er framleiðandi vörunnar sem ákveður að fara að selja hana í viðkomandi landi.  General&Mills sem framleiða Cocopufs og Cheerios eru að framleiða sína vöru fyrir ameríku markað en ekki evrópu markað og það er aðal skýringin á því afhverju þetta fæst ekki í EU löndum. General&Mills hafa ekki sýnt því áhuga á að fara með þessar vörur inn á evrópu markað nema að takmörkuðu leiti í samstarfi við Nestle.

Við getum sagt það sama um Hunts vörurnar, þær fást ekki í EU löndum og það er afþví að þetta er amerísk vara framleidd fyrir ameríku markað sem er keypt hingað til lands af heildsala. Ef þeir myndu ætla með þessar vörur til EU landa myndu þeir koma sér upp verksmiðju í EU landi.

Heinz tómatvörurnar eru vara sem er upprunalega amerísk en fæst líka í EU löndum, ástæðan er sú að Heinz ákvað að fara inn á EU markað með vörurnar sínar og opnaði verksmiðju í Evrópu þar sem þeir framleiða sínar vörur fyrir Evrópu markað.

Kristinn Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 21:32

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki Cheerios GMO food? (Erfðabreitt innihald) Og samkv. BNA reglum þarf ekki að taka það fram.

Það hefur þó sennilega ekkert með það gera að sjaldgæft er í Evrópu. Skýringin er líklega sú, eins og fleiri hafa bent á, að í Evrópu hafa menn bara sitt morgunkorn og finnst það best. Eins og á N-löndum. Sænskt og danskt morgunkorn o.s.frv.

Hugmynd: Hvernig væri að framleiða íslenskt seríos og niðurgreiða það svo til EU?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 22:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.5.2008:

"Dear Ms. Mercedes,

Thank you for contacting General Mills regarding Cheerios.

Our US colleagues have transferred your request to the German office.

General Mills and Nestle have a global joint-venture on the cereal business Cereal Partners Worldwide CPW. Europe belongs to the region that is managed by Nestle and sold under the Nestle brand.

They have decided not to sell Cheerios anymore. The same applies for Greece. In Europe you just get the GM product in special Army shops and in Iceland.

Best regards,

Jessica Hillmer

General Mills GmbH

22083 Hamburg/Germany"



No Cheerios for Europe

Þorsteinn Briem, 3.9.2011 kl. 00:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott svar Kristinn

Óskar Þorkelsson, 3.9.2011 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband