2.9.2011 | 16:30
ESB-aðild hindrar ekki innflutning á Cheerios!
Allskyns hindurvitni eru áberandi í ESB-umræðunni, t.d. að ESB vilji sölsa undir sig og ná yfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins. Annað snýr t.d. að matvælum, til dæmis hvort bannað væri að flytja inn Coco Puffs (Kókópöffs) ef Ísland gengi í ESB. Sem er náttúrulega ekki rétt. Íslendingar fá sitt Kókópöffs áfram, kjósi Ísland að ganga í ESB.
Á Evrópuvefnum er að finna spurning um Cheerios (Sjéríos), aðra vinsæla vöru frá henni Ameríku. Spurningin hljómar svona: "Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum ?"
Í svarinu segir meðal annars:
"Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheerios sé bönnuð innan sambandsins. Af því hafa síðan sprottið getgátur um að Cheerios yrði ekki lengur til sölu hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Hið rétta er að íslenskir innflutningsaðilar gætu áfram flutt inn og selt hefðbundið Cheerios í gulum pökkum frá Bandaríkjunum þó svo að Ísland gengi í ESB, en búast mætti við að söluverð hækkaði vegna aukinna tolla.
Evrópusambandið er tollabandalag, sem lýsir sér í niðurfellingu tolla milli ESB ríkja og sameiginlegum ytri tollum gagnvart ríkjum utan sambandsins. Þannig hafa einnig verið leiddar líkur að því að Cheerios sé ekki selt innan ESB vegna þess að framleiðslan sé bandarísk og svo háir tollar lagðir á hana að hún sé ekki samkeppnishæf á evrópskum mörkuðum. Staðreyndin er hins vegar sú að framleiðandi Cheerios í Bandaríkjunum, General Mills, á í samstarfi við evrópska matvælaframleiðandann Nestlé, sem framleiðir nú tvær tegundir af Cheerios og dreifir á evrópskum markaði."
Aðdáendur Cheerios (og Kókópöffs) hafa því ekkert að óttast í sambandi við ESB-aðild!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
nestlé framleiðir cheerios fyrir eu markað
Óskar Þorkelsson, 2.9.2011 kl. 18:40
Markaðurinn á íslandi er töluvert öðruvísi en í stærri löndum. Framleiðendur telja ísland of lítiin markað til þess að fara með vörunar sínar inn á hann, þess vegna eru heildsalar mjög algengir hér, þeir kaupa vöruna hingað af framleiðanda og selja svo í verslanir. Framleiðandi neitar ekki fólki að kaupa af sér vöruna.
Þessu er öfugt farið í stærri löndum eins og löndum ESB. Heildsalar eins og þeir þekkjast á íslandi eru sjaldgæfir. Það er framleiðandi vörunnar sem ákveður að fara að selja hana í viðkomandi landi. General&Mills sem framleiða Cocopufs og Cheerios eru að framleiða sína vöru fyrir ameríku markað en ekki evrópu markað og það er aðal skýringin á því afhverju þetta fæst ekki í EU löndum. General&Mills hafa ekki sýnt því áhuga á að fara með þessar vörur inn á evrópu markað nema að takmörkuðu leiti í samstarfi við Nestle.
Við getum sagt það sama um Hunts vörurnar, þær fást ekki í EU löndum og það er afþví að þetta er amerísk vara framleidd fyrir ameríku markað sem er keypt hingað til lands af heildsala. Ef þeir myndu ætla með þessar vörur til EU landa myndu þeir koma sér upp verksmiðju í EU landi.
Heinz tómatvörurnar eru vara sem er upprunalega amerísk en fæst líka í EU löndum, ástæðan er sú að Heinz ákvað að fara inn á EU markað með vörurnar sínar og opnaði verksmiðju í Evrópu þar sem þeir framleiða sínar vörur fyrir Evrópu markað.
Kristinn Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 21:32
Er ekki Cheerios GMO food? (Erfðabreitt innihald) Og samkv. BNA reglum þarf ekki að taka það fram.
Það hefur þó sennilega ekkert með það gera að sjaldgæft er í Evrópu. Skýringin er líklega sú, eins og fleiri hafa bent á, að í Evrópu hafa menn bara sitt morgunkorn og finnst það best. Eins og á N-löndum. Sænskt og danskt morgunkorn o.s.frv.
Hugmynd: Hvernig væri að framleiða íslenskt seríos og niðurgreiða það svo til EU?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 22:59
21.5.2008:
"Dear Ms. Mercedes,
Thank you for contacting General Mills regarding Cheerios.
Our US colleagues have transferred your request to the German office.
General Mills and Nestle have a global joint-venture on the cereal business Cereal Partners Worldwide CPW. Europe belongs to the region that is managed by Nestle and sold under the Nestle brand.
They have decided not to sell Cheerios anymore. The same applies for Greece. In Europe you just get the GM product in special Army shops and in Iceland.
Best regards,
Jessica Hillmer
General Mills GmbH22083 Hamburg/Germany"
No Cheerios for Europe
Þorsteinn Briem, 3.9.2011 kl. 00:18
gott svar Kristinn
Óskar Þorkelsson, 3.9.2011 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.