Leita í fréttum mbl.is

Enn kvarnast úr Framsókn - formaður SUF segir sig úr flokknum vegna þjóðernishyggju

FramsóknEnn kvarnast úr Framsóknarflokki og nú hefur (hvorki meira né minna en) formaður ungra framsóknarmanna sagt sig úr flokknum.

Í frétt á www.visi.is segir: " Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Sigurjón Norberg Kjærnested, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann fylgir því á eftir Guðmundi Steingrímssyni sem sagði sig úr flokknum í síðustu viku og situr sem óháður þingmaður. Þá sagði Einar Skúlason, varaþingmaður, sig einnig úr flokknum."

Sigurjón sendi fjölmiðlum fréttatilkyningu í gær þar sem hann útskýrir afsögn sína og í hennis segir meðal annars:

" Síðasta hálmstráið sem olli því að ég yfirgef núna Framsóknarflokkinn er að mér þykir hann vera að sækja á mið óheilbrigðar þjóðernishyggju. Ég geri engar athugasemdir við að fólki þyki vænt um land og þjóð – mér þykir það líka. Það er notkun slíkrar þjóðernishyggju í pólitískum tilgangi sem ég geri athugasemdir við – og neita að skrifa undir.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og fylgi Framsóknar eykst eftir því sem fleiri ESB sinnar segja sig úr Framsóknarflokknum.Þessi síðasti ýjar að því eins og hinir sem fóru að Framsóknarflokkurinn sé að breytast í Nzistaflokk, rétt eins og hinir sem fóru.Evrópusamtökin eiga að hafna slíkum málflutningi.Ef það er raunin að allir sem vilja ekki að land þeirra gangi í ESB séu Nazistar,þá er Noregur samkvæmt því Nazistaríki.Það er bull að halda slíku fram.

Sigurgeir Jónsson, 3.9.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Áróður Hitlers gekk út á það að Aríarnir væru í raun ein þjóð.Undir þessa skilgreiningu hans féllu t.d.Austurríki, Noregur ,ísland,Svíþjóð,Finnland,vesturhluti Tékkaslóvakíu-Bæheimur,Danmörk. Fólk í þessum löndum sem aðhylltist þjóðernisstefnu Hitlers vildi sameinast Nazistaríki hans á þeim forsendum að þetta væri allt sama þjóðin og þetta fólk ætti því að vera sama ríkið.Það er því að snúa hlutunum á haus að saka þá sem vilja ekki sameinast ESB um Nazisma.Ekkert hefur breyst .

Sigurgeir Jónsson, 3.9.2011 kl. 11:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞJÓÐERNISHYGGJA.

"Þjóðernishyggja (eða þjóðernisstefna) er sú skoðun að þjóðir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir ríkjum og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki.

Ekki má rugla þjóðernishyggju saman við ættjarðarást.

Þjóðernishyggja er trú á að ein sameinuð þjóð í hverju ríki sé besta fyrirkomulagið
, þar sem andstæðan væri þá ríki með mörgum þjóðum þar sem óeining ríkir, samkvæmt þeirri skoðun.

Þjóðernissinnar vilja oftar en ekki aðlaga útlendinga að samfélagi sínu og gera þá að sama þjóðerni og þeir.


Andstæðingar þeirra, sem oft eru kallaðir fjölmenningarsinnar, vilja hins vegar að útlendingar haldi sínu þjóðerni og í ríkjum búi margar þjóðir.

Ekki má blanda saman orðunum þjóðernishyggja og kynþáttahyggja, enda þótt þessar stefnur hafi stundum fylgst að.

Kynþáttahyggja gengur venjulegast út á að einn kynþáttur búi í viðkomandi landi.


En þjóðernishyggja gerir ekki endilega mun á kynþætti, samanber þjóðernishyggju Bandaríkjamanna, sem eru af ýmsum kynþáttum.

Oft fylgir þjóðernishyggju sú skoðun að blöndun þjóða sé af hinu illa og sér í lagi að sumar þjóðir séu "æðri" öðrum þjóðum.


Þessi skoðun eða stefna hefur verið grundvöllur ofsókna þjóða gegn öðrum um aldir og er enn mjög áberandi víða í heiminum.


Margar styrjaldir hafa verið háðar vegna þessarar stefnu.


Skemmst er að minnast borgarastyrjaldarinnar í fyrrum Júgóslavíu og eilífra deilna Ísraels og Palestínu.

Til eru ýmsar kenningar um þjóðernishyggju, orsakir hennar og afleiðingar.

Kenningum um þjóðernishyggju er skipt í tvo flokka:

Annars vegar að þjóðernishyggja hafi einfaldlega verið búin til af rómantískum höfundum á 18. og 19. öld og hins vegar að þjóðernishyggja eigi sér eldri rætur í ættbálkasamfélögum, enda þótt hún komi fyrst fram sem kenning á rómantíska tímabilinu."

Þjóðernishyggja

Þorsteinn Briem, 3.9.2011 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hafa margir fleiri en ESB sinnar talað um að Framsóknarflokkurinn sé að stefna að öfga þjóðernishyggju. Það hafa meira að segja menn sem enn eru í Framfóknarflokknum sagt og gera það af því að þeir vilja vara þar áfram og sveigja flokkinn af þeirri braut.

Framsóknarmenn eru síðan að reyna að breiða yfir þá satðareynd að margir eru að segja sig úr flokknum vegna öfga þjóðernishyggju og tala um óánægju þeirra með ESB sem aðalástæðu úrsagnar þegar staðreyndin er sú að það er öfga þjóðernishyggjan sem á í það minnsta ekki minni þátt í brotthvarfi þeirra.

Og jú Sigurgeir. Það má vel vera að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast enda er hann að fiska í vatni öfga þjóðernishyggju og þar eru alltaf talsverður fjöldi atkvæða. En eins og einn Framsóknarmaður sagði í blaðagrein. "Það má vel vera að með þessu öflum við okkur atkvæða en við öflum okkur ekki virðingar".

Sigurður M Grétarsson, 3.9.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið á móti Nazisma og var í forystu fyrir Ísland þegar Nazisminn var á sínu blómaskeiði og hafnaði aðstöðu fyrir Nazistaríkið hér á landi.Það fólk sem vill að Ísland gangi í ESB er vægast sagt komið út á hálan ís í málflutningi sínum.Forseti Íslands er væntanlega Nazisti í huga þessa vesalings fólks því ekki var á honum að heyra í sjónvarpi í kvöld að hann vildi að Ísland gengi í ESB.Hann er kanski Nazisti í hugum brotthlaupinna Framsíknarmanna af því að hann vill vinsamleg samskipti við þjóðir utan ESB.Ég held að allir hljóti að sjá hvar Nazistahugsunin er.Evrópumanninum allt, er mottó fólks með slíka hugsun.

Sigurgeir Jónsson, 3.9.2011 kl. 20:56

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski kemur það næst frá þessu fólki að Steingrímur Hermannsson hafi verið Nazisti af því að hann lýsti aldrei yfir stuðningi við inngöngu Íslands í ESB. .Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.9.2011 kl. 21:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hér starfaði Þjóðernishreyfing Íslendinga en hún klofnaði og nokkrir félagar hennar gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem margir þeirra höfðu stutt áður."

Þorsteinn Briem, 3.9.2011 kl. 22:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalstefnumál Þjóðernishreyfingar Íslendinga var að efla íslenska menningu á þjóðlegum grundvelli og vernda kynstofn Íslendinga.

Útlendingar ættu ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, nema um sérfræðinga væri að ræða í þeim greinum atvinnulífsins þar sem Íslendingar ættu ekki sambærilega sérfræðinga.

Þjóðernishreyfing Íslendinga samanstóð af óánægðum sjálfstæðis- og
framsóknarmönnum og ungu fólki sem hrifist hafði af þýska nasismanum."

Nasismi á Íslandi

Þorsteinn Briem, 3.9.2011 kl. 22:35

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurgeir.

Hver er að segja að Framsóknarflokkur er nasistaflokkur. Ég sé engann hafa nefnt það hérna.

Þú ert bara að bulla.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband