Leita í fréttum mbl.is

Skynsamar konur í Framsókn!

FramsóknFramsóknarkonur héldu landsþing um helgina og þar var samþykkt að halda áfram samningaviðræðum Íslands og ESB. Á mbl.is segir:

"Landsþing Landssambands framsóknarkvenna samþykkti ályktun um helgina þar sem lýst er heils hugar stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins um að Íslendingar skuli áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins.

Í ályktunni er lýst stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins þar sem segir að „Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. ... Þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu.“"

Kristbjörg Þórisdóttir var kjörinn formaður Landsambands framsóknarkvenna um helgina.

Uppfært: Eyjan er með áhugaverða frétt um þetta landsþing, þar sem fram kemur að mikil átök hafi verið á þinginu um forystu þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Það er gaman að sjá að Evrópusamtökin eru ánægð með að Landssamband framsóknarkvenna lýsi fullum stuðningi við utanríkismálaályktun Framsóknarflokksins. Fullur texti þess kafla sem LFK konur vitna til er einmitt svona:

Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem

byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma.

Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar.

Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti.

Jóhannes Þór Skúlason, 4.9.2011 kl. 20:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er sáttur með Framsóknarkonunar :)

Miklu skynsamari heldur en einangurnarstefna forystu Framsóknar.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bryndís Gunnlaugsdóttir - Afsögn mín sem varaþingmaður:

"Stefna Framsóknarflokksins tók miklum breytingum á flokksþingi flokksins nú í apríl frá árinu 2009.

Ég er ekki að tala eingöngu um stefnu flokksins varðandi Evrópusambandið líkt og svo margir hafa bent á, heldur líka framsetningu á stefnumálum flokksins.

Allir þeir sem lesa ályktanir frá 2009, sem eru um 50 bls. og bera þær saman við stefnuna sem var samþykkt í ár, sem er rétt rúmar 20 bls., sjá mikla stefnubreytingu.

Flokkurinn fór frá hnitmiðaðri og ítarlegri stefnuskrá svo ljóst væri hverju grasrótin vildi stefna að, yfir í loðna og óljósa stefnu þar sem hver og einn framsóknarmaður túlkar stefnuna eftir sínu nefi.

(Sbr. ESB stefnu flokksins núna, sumir segja að það megi draga til baka viðræður og aðrir ekki og ég get ekki metið hvor hefur rétt fyrir sér enda var bæði fellt að draga til baka viðræður og að halda áfram viðræðum og leggja samning fyrir þjóðina.)"

Þorsteinn Briem, 4.9.2011 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 4.9.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur hvergi fram hér hjá ykkur, að Kristbjörg Þórisdóttir kjörin formaður LF með eins atkvæðis mun. Ég benti á það á Moggabloggi mínu í gær,* að útilokun einnar framsóknarkonu frá því að greiða atkvæði var það eina sem bjargaði Kristbjörgu frá því að falla á jöfnum atkvæðum. Hin útvísaða framsóknarkona hefur starfað með flokknum í tvö til þrjú ár og hafði tilkynnt þátttöku sína á þessum fundi landssambandsins með nægum fyrirvara, sl. fimmtudag, og slík þátttaka í þinghaldi þar hefur jafnan verið látin gilda til atkvæðaréttar, en í þetta sinn beittu fylgjendur Kristbjargar þeirri hörku að útiloka þá konu í krafti þess, að skráning hennar í Framsóknarflokknum hafði misfarizt. Þetta er gegn öllum venjum og reglum í starfi Landssambands framsóknarkvenna. Því hefur þetta mál verið kært til laganefndar flokksins. Kristbjörg getur ekki talið sig örugga með kosningu sína!

* Hér er sú grein mín: ESB-menn út og inn í Framsókn: Kristbjörg Þórisdóttir kosin með eins atkvæðis mun í krafti lögleysu.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 15:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... var kjörin ...

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband