Leita í fréttum mbl.is

Róm,ESB, einsræðisherrar og "mútufé"

RómHöfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fer mikinn í helgarblaðinu, sem kom út síðastliðinn laugardag, líkir ESB við Rómaveldi, sem stóð í um 1000 ár og liðaðist svo í sundur. Ekki verður farið nánar hér út í skýringarnar á falli Rómaveldis, sem eru fjölmargar.

Grundvallarmunurinn á ESB og Rómaveldi er hinsvegar sá ESB er samband 27 fullvalda lýðræðisríkja, en enginn hafði neitt um það að segja hvort viðkomandi vildi vera í Rómaveldi, sem byggði á meðvitaðri útþenslu.

Sögulegar samlíkingar sem þessar eru vandmeðfarnar og geta beinlínis skekkt stórkostlega hið sögulega samhengi.

Og það er ausið úr skálum í Reykjavíkurbréfinu:

"Og enn eru sameiningartilburðir uppi og enn eru þeir byggðir á sáttmálum frá Róm. Og rökin sem notuð eru um nauðsyn þess snúast enn um vald og stöðu Evrópu. Lönd álfunnar verði að sameinast undir einni stjórn í tilteknum (og sífellt fleiri) málum, eigi álfan að geta att valdakappi við Norður-Ameríku annars vegar og Austrið hins vegar. Þetta voru þó ekki rökin í öndverðu. Út á við snerust þau um tolla. En rökin sem dugðu vissu fyrst og fremst inn á við. Evrópusamband var sagt forsenda þess að ríki álfunnar gætu verið til friðs hvert gagnvart öðru. Saga styrjalda var rakin og örðugt er að neita því að slóð hennar er ekki bara blóði drifin. Stundum hafa beinlínis flóðbylgjur blóðs fallið yfir velli álfunnar. Síðasta kastið voru þeir Napóleon, Vilhjálmur II og Hitler helstu forsprakkar slíkra illinda. Og vafalítið er að hefði þeim tekist ætlunarverk sín, hverjum og einum, hefði vísast verið friðsamlegt mjög á þeirra yfirráðasvæðum þótt að öðru leyti væri ekki fundin uppskrift að sönnu sæluríki. En þann frið vildu þjóðirnar ekki kaupa, þökk sé þeim."

Svo virðist sem bréfritari geti ekki slitið sig frá Adolfi H:

"Bréfritari er eins og sagði í upphafi bréfs mjög veikur fyrir Evrópu, þjóðum hennar og náttúru, menningarsögu, byggingum hennar í borgum og búsældarlegum sveitum. Og hann hefur ekki neinar áhyggjur af bullinu um að »falli evran, fellur Evrópa.« Evran er frá upphafi stórgölluð hugmynd og því vond. En hún er ekki verri en allt sem vont er. Og miklu síst er hún verri en Hitler. Og þrátt fyrir allt þá hefur Evrópa komist yfir tilraunina ógurlegu með hann, þótt það kostaði fórnir. Evran er misheppnuð hagfræðileg tilraun og mun ekki skilja önnur ör eftir sig til lengdar en sært stolt sanntrúaðra. En á hinn bóginn er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af hinni álappalegu umræðu um Evrópusambandsaðild á Íslandi, einkum nú þegar mútugreiðslurnar verða látnar flæða yfir litla landið, í trausti þess að það sé veikt fyrir eftir hrunið."

Hér er versti leiðtogi Evrópu afgreiddur á einfaldan hátt sem "tilraun." Það hlýtur að teljast vafasöm sagnfræði, því áætlanir Hitlers og félaga voru einmitt það, vandlega úthugsaðar áætlanir.

Evran er hinsvegar tæki til að stuðla að einu helsta markmiði ESB, sem er að halda frið í Evrópu. Það hefur tekist. Engin stórstyrjöld hefur brotist út í Evrópu eftir stofnun ESB. Evran auðveldar einnig viðskipti og minnkar viðskiptakostnað.

Svo má bréfritari til með að skella vondum merkimiðum á hlutina, þegar hann talar um "mútugreiðslur" frá ESB, sem eru fjármunir sem ætlaðir eru til kynningar á sambandinu, til þess að fólk hér á Íslandi geti áttað sig betur á hvað þetta fyrirbæri er.

Í þessu samhengi er svo vert að benda á aðsamtök Nei-sinna, Heimssýn og Evrópuvaktin, annað fyrirbæri sem berst hatrammlega gegn ESB-aðild (og er stjórnað að Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni), hafa þegið "mútufé" frá þessu sama ESB og höfundur Reykjavíkurbréfs gerir iðulega lítið úr!

Það hlýtur að teljast athyglisverð staðreynd! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég las þetta Reykjavíkurbréf. Þar er talað um "tilraunina ógurlegu" (að leyfa Hitler að ríkja) sem hafi kostað fórnir. Þessi versti leiðtogi Evrópu er EKKI "afgreiddur á einfaldan hátt sem "tilraun,"" enda í 1. lagi oft verið fjallað um hann einarðlega og eins og það illþvætti átti sannarlega skilið í leiðurum sama blaðs; og í 2. lagi er ekki verið að neita því þarna, að um illræðisverk nazismans voru gerð samkvæmt ... já, einmitt því sem þið kallið: "vandlega úthugsaðar áætlanir." En "tilraunin" var í upphafi tilraun sumra kjósenda Weimarlýðveldisins, sem létu blekkjast af áróðri og meðfram héldu sig vera að forðast annað og enn verra; kommúnisma. Og þetta er engin "vafasöm sagnfræði".

Ritstjórar Moggans hata nazisma engu minna en við allir hérna og gera ekki lítið úr hrikalegu eyðingarafli hans, verið alveg handvissir um það!

En evran er vissulega "tilraun" sem ekki hefur gefizt vel, þótt engum detti í hug að líkja henni við 3. ríkið. Þið mættuð nú vera með nokkrar færslurnar hérna um óvænt, harkaleg orð ýmissa ESB-manna um evrusvæðis-tilraunina, t.d. Jacques Delors, sem enn er "going strong" og er víst nánast í guðatölu hjá sumum ESB-sinnum.

En það sést ekki mikið þau mál hér frekar en á síðum Fréttablaðsins!

Leyfi mér í þessu samhengi að minna á tilvísun mína á LiveJournal í grein eftir Hans-Olaf Henkel, fv. form. Sambands þýzka iðnaðarins (BDI), í Financial Times, 29. ág. sl.: 'A sceptic’s solution – a breakaway currency', sjá hér grein mína: A German magnate, a sober sceptic, writes against the euro.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í orðunum "að um illræðisverk nazismans voru gerð samkvæmt ..." er orðinu "um" auðvitað ofaukið.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 21:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evran hefur einmitt gefist MJÖG VEL og er langt frá því að vera einhver "tilraun".

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 21:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.

Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.

Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.

Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.

In addition:

     - it will be easier to compare prices across euro area countries;

     - risks related to the exchange rate will be minimized;

     - the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;

     - transaction costs will decrease."

Estonia will change over to the euro

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 21:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 21:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það tekur því nú varla að eyða orðum á svör Steina um evruna. Hann tekur sig hafa meira vit á þessu en Hans-Olaf Henkel, sem t.a.m. skrifaði um að "svipt möguleikanum til að fella [eigið] gengi, hafa löndin í suðrinu tapað sinni samkeppnishæfni" ("deprived of the ability to devalue, countries in the “south” lost their competitiveness").

En hvað eru "mútugreiðslur frá ESB" í augum ykkar, ef ekki fríar boðsferðir og uppihald í Brussel fyrir hundruð Íslendinga í áhrifastöðum?

Og takið þið afstöðu með því eða móti, að í áróðursatlögu Evrópusambandsins hefur fyrsta fyrirtækið fengið 230 milljónir til að snúa Íslendingum!? Á sama tíma veitir Alþingi 27 milljónum til ESB-kynningar- og fræðslumála, þar af helmingi til ESB-innlimunarsinna, þannig að hér eru þeir þá komnir með a.m.k. 243,5 milljónir, en fullveldissinnaðir Íslendingar með 13,5 milljónir, miðað við þessa tvenns konar styrki.

Hafið þið kannski nú þegar fengið styrki frá Evrópusambandinu?

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 22:52

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ótrúlegt hvað þið kynnið ykkur illa málin! Hróðugir skrifið þið hér í næstsíðustu klausu pistilsins: "samtök Nei-sinna, Heimssýn og Evrópuvaktin [...] hafa þegið "mútufé" frá þessu sama ESB og höfundur Reykjavíkurbréfs gerir iðulega lítið úr!" -- og þar eru orðin "hafa þegið "mútufé"" með tengli á þessa vefsíðu Alþingis, þar sem upplýst er um úthlutun styrkja til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið.

Þið virðizt ekki vita, að þeir styrkir koma allir af FJÁRLÖGUM ALÞINGIS, en ekki frá Evrópusambandinu. Það voru settar 60 milljónir í þetta verkefni á fjárlögum. Þetta eru því ekki mútur frá Brussel, heldur íslenzk viðleitni til að gera eitthvað, í stað þess að láta 1666 sinnum fjölmennara yfirríkið "eiga völlinn" algerlega og fá að leika hér lausum hala með milljarða króna til að reyna að sannfæra okkur, sem enn erum ekki viljug til að láta ginnast inn í þetta fullveldis-ágenga sambandsríki 42,5% evrópsks landsvæðis.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 23:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

EKKERT
RÍKI hefur sagt að það vilji segja upp aðild að Evrópusambandinu eða hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.

EF
einhver ríki teldu sér hins vegar hag í því væru þau löngu búin að því.

Og ÖLLUM Evrópuríkjum er nákvæmlega sama hvað einhverjum sérlunduðum pápista uppi á Íslandi FINNST um Evrópusambandið.

Flestir Íslendingar fara árlega til annarra landa, margir oftar en einu sinni á ári, og þeim þykir ekkert merkilegra að fara til Belgíu en annarra landa.

Síðastliðinn vetur fór sonur minn til Englands, Kanada og Kúbu.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu en það er ENGAN VEGINN þar með sagt að þeir séu allir hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

"10.1.2005| J. Örvar Jónsson

Langar þig að auka við þekkingu þína og reynslu og vinna í löndum innan Evrópusambandsins?
Núna er tækifærið.

Í gegnum Bandalag íslenskra námsmanna geta háskólastúdentar, sem og nýútskrifaðir, nú sótt um styrk til að vinna í takmarkaðan tíma á erlendri grundu.

Um er að ræða ferðastyrk allt að €650 og uppihaldsstyrk að upphæð €150 á viku
en lágmarksdvöl fyrir háskólastúdenta eru 3 mánuðir og fyrir nýútskrifaða 2 mánuðir."

Leonardo-styrkir Evrópusambandsins - Stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 23:48

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér "finnst" ekkert um Evrópusambandið, Steini, þykir ekkert til þess koma.

En ég tek eftir því, að hvorki þú né aðrir hafið svarað hér rökum mínum. Copy/paste-verksmiðja þín er hins vegar komin í gang fyrir nóttina.

Þetta bætir ekkert úr skák fyrir Evrópusamtökunum að bera vammir og skammir á Heimssýn og Evrópuvaktin og halda því fram, að íslenzk fjárlaga-framlög séu "mútufé" frá þessu sama ESB ... !!!

Jón Valur Jensson, 6.9.2011 kl. 00:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Sama endaleysan í þér og þínum skoðanabræðrum fær hér alltaf sömu svörin af minni hálfu.

Þið getið að sjálfsögðu ekki búist við að fá ný svör í hvert skipti sem þið birtið hér sama dellumakaríið.

Ég er ekki í Evrópusamtökunum, þannig að mér kemur ekkert við hvað félagar í samtökunum birta hér eða annars staðar.

Þorsteinn Briem, 6.9.2011 kl. 01:38

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er eðlilegt, Steini, að þú viljir ekki taka ábyrgð á þessu.

En "endaleysa"? Á það ekki fremur við um endann á vefpistlinum hér efst?!

Jón Valur Jensson, 6.9.2011 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband