Leita í fréttum mbl.is

Möl í tannhjólunum?

EyjanÁ Eyjunni stendur: "Evrópusambandið vill leita sérsniðinna lausna fyrir Íslendinga í landbúnaðarmálum en telur að Íslendingar séu ekki nægilega vel undirbúnir til þess að hægt sé að hefja viðræður um landbúnaðarmál í tengslum við aðildarviðræðurnar. Ástæðan er neitun Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við að vinna að breytingum á landbúnaðarkerfinu og stjórnsýslu landbúnaðarmála samhliða aðildarviðræðum.

Af þessum ástæðum hefur ESB með bréfi til samninganefndar Íslands lýst því yfir að viðræður um landbúnaðarmál muni ekki hefjast fyrr en Íslendingar hafa lagt fram tímasetta áætlun um hvernig þeir ætli að standa að innleiðingu löggjafar ESB á sviði landbúnaðarmála þannig að Ísland verði að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem aðildarsamningi fylgja frá fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta kemur fram í bréfi sem Jan Tombinski, fastafulltrúi Póllands hjá Evrópusambandinu, hefur skrifað íslenskum stjórnvöldum um leið og lögð var fram rýniskýrsla sambandsins um landbúnað og dreifbýlisþróun hér á landi sem er liður í aðildarviðræðunum.

Í bréfinu kemur einnig fram að ESB telji að vegna aðstæðna hér á landi muni verða að leita sérlausna fyrir Ísland í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum. Öll frétt Eyjunnar

Í viðbrögðum við þessu stendur á vef ráðuneytis Jóns Bjarnasonar: "Ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að fylgja samþykkt alþingis um aðildarviðræður en að sama skapi er brýnt að þau verkefni sem ráðist er í rúmist innan þeirra heimilda sem Alþingi hefur veitt."

Alþingi Íslendinga hefur ákveðið að hefja aðildarviðræður við ESB, sem eru jú hafnar. Jón Bjarnason er hinsvegar ekki á þeim buxunum og tefur málið. Það er mikið vald. Er það réttlætanlegt? Gengur hann gegn samþykkt Alþingis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Trúðurinn sjálfur að gera gloríur

Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband