Leita í fréttum mbl.is

Friðrik Jónsson með nýjan Eyjupistil

Eyjubloggarinn Friðrik Jónsson er með skemmtilegan pistil nú i byrjun hausts/loka sumars. Hann segir:

" Eftir að hafa þurft að hlusta á þus, röfl og raup andaðildarsinna árum, og já áratugum saman, um hið gagnstæða, kemur enn einu sinni fram að Evrópusambandið tekur tillit til sérstöðu aðildarríkja þar sem það á við. Þrátt fyrir að vera mestmegnis samband um almennar, sameiginlegar leikreglur um samskipti og viðskipti ríkja er ESB nógu öflugt, þroskað og já, tillitssamt og praktískt til þess að þola það og skilja að það er samband fullvalda og sjálfstæðra ríkja sem öll hafa sín sérmál sem þarf að vera hægt að taka tillit til.


Og nú erum við með það skriflega á blaði frá sambandinu sjálfu. Allt sem þarf er að Ísland setji fram eigin kröfur og skilgreiningar á því hverjar þær þarfir eru og hvernig íslendingar telji og vilji að þeim sé mætt t.d. innan sameiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins, sjá bréf fastafulltrúa Póllands, formennskuríkis ESB:

"Iceland presents a a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into account the specific circumstances for agriculture in Iceland."
 
Reyndar er rýniskýrslan sem fylgdi með hrein skyldulesning líka, en þar má einmitt rýna milli lína hvurslags fúsk og frat íslenskt landbúnaðarkerfi er, án skilvirks eftirlits eða hæfra stofnanna með fulla getu til að framfylgja markaðri stefnu (hvað er íslenska orðið yfir "competent"?)."
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Friðrik, Evrópusambandið getur svo sannarlega EKKI tekið tillit til allrar sérstöðu eða óska meðlimaríkjanna, það er enn augljósara orðið á síðustu mánuðum en fyrir hálfu ári, og all tal um fullveldi og sjálfstæði þeirra á mun síður við nú en fyrir þremur mánuðum, hvað þá fyrir daga Lissabon-sáttmálans. Fullveldi og sjálfstæði ríkjanna lætur hægt og hægt (og stundum hratt) undan síga fyrir valdi yfirríkisins, og sá er einmitt vilji ýmissa mektarmanna sem ráða meira þarna en Pólverjar gera.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það kemst lítið að nema rýnivinna,rýniskýrsla,svo mikil rýni að pistlahöfundar sjá ofsjónir milli lína. Heimsins mesta fúsk og frat,er Esb til ævarandi skammar,ættu nú kanski að rýna í Efnahagsreikninga sína,með skilvirku eftirliti endurskoðenda.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 23:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á síðastliðnu ári voru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bættist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar voru því um 11,3 milljarðar króna árið 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 23:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS fengu árið 2010 um 540 milljónir króna úr ríkissjóði.

Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 67

Þorsteinn Briem, 5.9.2011 kl. 23:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI HÆGT AÐ BREYTA ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 6.9.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 6.9.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband