Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. vill klára ESB málið!

Steingrímur J. SigfússonSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði á fundi um Evrópumál sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag að halda beri ESB-málinu áfram og fá botn í það (les: aðildarsamning og kjósa um hann!). Annars myndi "Evrópa" verða hangandi yfir okkur um ókomna tíð og málefni henni tengd.

Það kom fram í máli hans að samskipti Íslands og Evrópu hafa verið mjög mikil í gegnum tíðina og að í Evrópu séu mikilvægustu markaðir Íslands (kannski það sjónarmið sem annar fundarmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætti kannski að hafa?)

Steingrímur sagði það engum til hagsbóta að allt færi í bál og brand í Evrópua og gerði að umtalsefni þá "þórðargleði" sem hann sagði gæta hjá ýmsum andstæðingum ESB, sem virtust jafnvel óska þess að allt færi á versta veg í Evrópu. 

Steingrímur sagði það vera alrangt og fullkominn tilbúning að málið hefði kostað milljarða og að það væri algerlega á kostnaðaráætlun, væri unnið faglega af litlum hópi embættismanna. 

Steingrímur ætti að vita þetta vel, enda sá maður sem heldur um "buddu" íslenska ríkisins! 

Segja má að mál Steingríms hafe einkennst af miklu raunsæi og að hann hafi verið fullkomlega á jörðinni í sínum málflutningi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullkomlega á jörðinni?! Hann var að minnsta kosti meira en 200 mílur frá sínum eigin málflutningi fyrir síðustu alþingiskosningar, raunar eins og vanalega. Þessum manni er ekki viðbjargandi, a.m.k. ekki formennsku hans í þessum flokki til frambúðar.

Jón Valur Jensson, 28.9.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er gott að einhverjir í VG eru raunsamir. Og sjálfur formaður flokksins. Ég er sáttur með hann.

Verst að hann er bara formaður flokksins að nafninu til.

Hann ræður ekkert við sinn flokk.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Raunsamir", raupsamir eða raunsannir, hvað meinið þið?

Því miður ræður Steingr. of miklu í flokknum og hefur of lengi komizt upp með að teygja menn þar á asnaeyrunum, en sjálfur svikið allar sínar helztu kosningaáherzlur árið 2009 (sjá tengil minn ofar), og með yfirlýsingum sínum í gær flæðir yfir.

Vinstrivaktin hér á Moggabloggi stendur trúrri vörð um kosningastefnu VG en formaðurinn!

Jón Valur Jensson, 29.9.2011 kl. 12:55

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og með yfirlýsingum hans í gær ...

Jón Valur Jensson, 29.9.2011 kl. 12:56

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar tveir flokkar fara í samstarf þurfa báðir flokkar að gefa eftir í ýmsum málum.

Svo má deila um hver er að drega hvern á asnaeyrunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2011 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband