Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að skipta um mynt - Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni

Í nýjum pistli skrifar Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni um gjaldmiðilsmál og segir þar:

"Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi. Þar sem 60 prósent af útflutningi Íslendinga fari til Evrópulanda væri þá ráðlegast að taka upp evru. Árni Oddur sagðist einnig þeirrar skoðunar að íslensk matvara væri að verða samkeppnishæf á alþjóðavísu. Því gætu falist tækifæri í því að ganga í ESB til að fá aðgang að þeim markaði.

Frá 1. apríl 2006 til 1. apríl 2010 hækkaði gengisvísitala krónunnar um 91 prósent sem þýðir að virði hverrar krónu fór nærri því að helmingast. Seðlabankinn kynnti nýlega skýrslu þar sem kemur fram að Íslenska krónan hefur rýrnað um 99,99 prósent frá seinna stríði vegna verðbólgu. Bankinn segir sögu peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi vera þyrnum stráða. Verðbólga hefur valdið því að kaupmáttur hefur rýrnað afar mikið síðustu áratugi.

Sem dæmi má benda á það þarf 7100 krónur til að kaupa þá vöru og þjónustu sem ein króna hefði keypt undir lok heimsstyrjaldarinnar árið 1944 ef ekki hefði komið til þess að tvö núll voru slegin af krónunni árið 1981. Það er rýrnun upp á 99,99% á rúmlega 65 ára tímabili."

Síðar segir: "Með því að halda krónunni lágri er verið að skapa gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Þeir aðilar sem halda því fram að það sé fínt að láta gengið falla til að vinna sig út úr vandanum eru einungis að horfa á rekstrareikning þjóðarinnar, ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra), en ekki er horft á afleiðingar þess á efnahagsreikning þjóðarinnar, og skuldir hækka um tæpa gríðarlega.

Gengisfallið hjálpar einungis skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og framkvæmd er stórkostleg eignatilfærsla. Sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali.

Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja einir borða kökuna og eiga hana." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það var þá helzt : að taka upp brauðfóta-evruna !!!

Því miður væri það líka SKYLDA okkar, ef ráðamönnum tekst að smygla okkur þarna inn! Það er EKKI skylda 10 ESB-ríkja, sem eru ekki með evruna, en það er skylda allra nýrra ESB-ríkja.

Jón Valur Jensson, 28.9.2011 kl. 22:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo á nú aldeilis við að gefnu tilefni að vitna í yfirvaldið:

Í "stefnuræðu forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem hann hélt í Strassbourg í morgun [sagði] Barroso meðal annars að það væri blekking að halda að einn gjaldmiðill og einn markaður geti virkað, ef aðildarríki fái áfram að ráða fjárlögum sínum og efnahagsstefnu sjálf.

Hann endurómar boðskap helstu ráðamanna stóru ESB ríkjanna; boðar aukna miðstýringu og stofnun ESB-sambandsríkisins." (HÉÐAN af hinum frábæra Moggavef Haraldar Hanssonar, nánar þar!)

Jón Valur Jensson, 28.9.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er alveg glæsileg grein :)

Það væri gaman að fá framtíðarsýn NEI-sinna í peningamálum.

Vilja þeir 99,99999999999999999% rýrnun í staðinn fyrir 99,99%.

Bæta metið?

Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2011 kl. 00:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var ógáfulegt innlegg. "Rýrnun" merkir hér ekki rýrnun íslenzkra lífskjara frá upptöku ísl. krónu um 1922 nema síður sé. Lífskjörum okkar fleygði fram margfaldlega á 20. öld, og við vorum engir eftirbátar Dana t.d. um síðustu aldamót, þótt króna okkar hafi "rýrnað" mikið miðað við þá dönsku––það skipti bara engu máli í sókn okkar eftir betri lífskjörum og í ævintýralegum vexti atvinnulífsins og í husakosti hér á landi, bæði almennings og fyrirtækja, að ógleymdum glæsilegur fiskveiðiflota okkar. "Rök" Sleggjunnar og Hvellsins eru sýndarrök og blekkja engan og varla þá sjálfa, strákana sem standa þar á bak við.

Jón Valur Jensson, 29.9.2011 kl. 12:48

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ásláttarvillur – það eru mínar einu villur hér!

Jón Valur Jensson, 29.9.2011 kl. 12:49

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Rýnun íslensku krónuna er alvarlegt mál. Sérstaklega þar sem að íslenska krónan var aðskilin við dönsku krónuna á 1:1 (pari) árið 1920. Í dag er danska krónan rúmlega 2100 sinnum verðmætari en sú íslenska.

Íslendingar eru búnir að taka tvö núll af krónunni nú þegar. Íslenska krónan er verðlaust fyrirbæri sem refsar íslendingum og efnahag íslendinga.

Þetta er staðreynd sem andstæðingar Evrópusambandsins eins og Jón Valur hérna skilur ekki. 

Jón Frímann Jónsson, 29.9.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband