Leita í fréttum mbl.is

Gjaldmiðilsmál: Einhliða upptaka ekki kostur

Árni Páll ÁrnasonÁ Eyjunni stendur: "Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er ekki kostur fyrir Íslendinga að mati efnahags- og viðskiptaráðherra. Segir hann slíkt fræðilega mögulegt en þá séu íbúar landsins skuldbundnir til að kaupa mikinn gjaldeyri í þeim gjaldmiðli og efnahagskerfið verði áfram jafn óvarið fyrir áhlaupi braskara og gróðakaupmanna.

Kom þetta fram á fundi Árna Páls Árnasonar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun en þar var farið vítt og breitt um stöðu skuldugra heimila og fyrirtækja og ráðherrann spurður spjörunum úr."

Síðar segir: "Sagði Árni Páll að í sínum huga væri ekkert annað í boði fyrir Íslendinga en búa við krónu í höftum eða sækja hratt og örugglega um evruna samhliða aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Aðeins evran veitti litlu myntkerfi það skjól sem nauðsynlegt væri fyrir land og þjóð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband