Leita í fréttum mbl.is

Fundur ? Matís og IPA-styrkir

FréttablađiđFréttablađiđ sagđi frá ţví í gćr ađ Matís, sem tilheyrir Landbúnađarráđuneytinu, hafi sótt um 300 milljóna IPA-styrk frá ESB, vegna innleiđingar matvćlalöggjafar ESB hér á landi.

Sagt er frá í fréttinni ađ hćstvirtur ráđherra, Jón Bjarnason, hafi veriđ á fundinum, en ţađ er samt ekki alveg á hreinu. Ţađ var jafnvel ekki alveg á hreinu hvort fundurinn hefđi veriđ haldinn!

Jón Bjarnason vill ađ minnsta kosti ekki tjá sig um máliđ (sem kemur kannski ekki á óvart)!

En hinn ágćti fjölmiđlafulltrúi Jóns Bjarnasonar, Bjarni Harđarson, stađfesti síđan ađ fundurinn hefđi fariđ fram og ađ Matís hefđi haft frumkvćđi ađ honum.

IPA-styrkir eru til ađ ađstođa umsóknarrríki til ađ fćra ýmislegt til betri vegar fyrir ađild og Matís hefur einnig fengiđ ađra styrki frá ESB í metnađarfull verkefni eins og sjá má hér.

Ólafur StephensenÍ leiđara Fréttablađsins í dag tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri, ţetta mál fyrir og segir međal annars:

"Fréttablađiđ sagđi frá ţví í gćr ađ Matvćlarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytiđ, hefđi sótt um 300 milljónir króna í svokallađan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ćtlađir til tćkjakaupa ţannig ađ Matís geti framkvćmt ýmsar lögbundnar mćlingar í ţágu matvćlaöryggis.

Ný matvćlalöggjöf, sem er hluti EES-samningsins, tekur gildi um nćstu mánađamót og ţađ er til ađ geta uppfyllt skilyrđi hennar sem Matís sćkir um styrkinn.

Styrkumsóknin er óneitanlega athyglisverđ í ljósi ţess ađ Jón Bjarnason landbúnađarráđherra, sem fer međ hundrađ prósenta eignarhlut ríkisins í Matís, hafđi látiđ ţađ bođ út ganga ađ stofnanir sem heyrđu undir landbúnađarráđuneytiđ ćttu ađ láta ţađ ógert ađ sćkja um IPA-styrki. Ráđherra talađi raunar alls ekki fallega um ţessa styrki, kallađi ţá andlýđrćđislega og "fémútur" á Búnađarţingi í vor."

Síđar skrifar Ólafur:

"Jón Bjarnason setur sig međ öđrum orđum ekki upp á móti ţví ađ Matís, sem heyrir undir hann, sćki um IPA-styrkinn. Enda vćri ţađ svolítiđ skrýtiđ ef ráđherrann fćri ađ reyna ađ ţvćlast fyrir ţví ađ fyrirtćkiđ gćti uppfyllt skilyrđi laga sem hann mćlti fyrir sjálfur á Alţingi í fyrravor.

Ţađ vćri líka sérkennilegt ef sá mađur á Íslandi sem mest og oftast talar um matvćlaöryggi (ađ Haraldi Benediktssyni kannski undanskildum) vćri á móti ţví ađ gera Matís kleift ađ sinna ţeirri lögbundnu skyldu sinni ađ mćla til dćmis skordýraeitur og varnarefni í matvćlum.

Sömuleiđis hefđi ţađ veriđ furđulegt ađ ráđherrann hefđi sett sig upp á móti ţessari styrkumsókn Matís, í ljósi ţess ađ fyrirtćkiđ og forverar ţess, rannsóknastofnanir á vegum ríkisins, hafa fengiđ hundruđ milljóna króna í styrki frá Evrópusambandinu frá ţví ađ EES-samningurinn tók gildi. Matís sótti á síđasta ári um 25 slíka.

Andstöđuleysi Jóns Bjarnasonar viđ styrkumsókn Matís afhjúpar hins vegar tal hans um vondu múturnar frá ESB sem innantómt og hrćsnisfullt píp. Sem er undirstrikađ enn frekar af ţeirri stađreynd ađ sjálfur stýrđi Jón einu sinni ríkisstofnun sem sótti um og fékk drjúga ESB-styrki, nefnilega Háskólanum á Hólum. En ţá hétu ţeir auđvitađ ekki mútur."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband