Leita í fréttum mbl.is

Mútur? Varla!

Háskóli ÍslandsEins og fram kom hér í færslunni á undan, hafa IPA-styrkir verið til umræðua. Í svari á Evrópuvef H.Í. um þessa styrki segir meðal annars þetta:

"Undirbúningi verkefna sem til greina kæmi að styrkt yrðu á fyrstu landsáætlun IPA 2011 lauk formlega 3. júní síðastliðinn þegar íslensk stjórnvöld sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sína. Að sögn utanríkisráðherra voru öll verkefnin valin með tilliti til þess að þau nýtist óháð aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun verður tekin í nóvember næstkomandi á vettvangi stjórnar IPA þar sem öll aðildarríki sambandsins eiga sæti.

Í þessari tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 eru lögð fram alls sjö verkefni:

  1. Hagstofa Íslands: Endurbætur á gerð þjóðhagsreikninga.
  2. Matís: Framfylgni reglugerða um matvælaöryggi sem hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi sem hluti af skuldbindingum í EES.
  3. Náttúrufræðistofnun: Kortlagning vistkerfa og fuglalífs á Íslandi.
  4. Þýðingamiðstöð: Þýðing á regluverki Evrópusambandsins yfir á íslensku.
  5. Skrifstofa landstengiliðar: Samræming og miðlun styrkja og uppbygging þekkingar á stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.
  6. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Efling á starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.
  7. Háskólafélag Suðurlands: Verkefnið Katla Jarðvangur sem felur meðal annars í sér þróunaráætlun fyrir svæðið kringum Eyjafjallajökul og uppbyggingu á þekkingarsetri um svæðið."

Það er varla hægt að kalla þetta "mútur"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Fallega orðað en auðvitað reyna þeir að mýkja landsmenn til fylgilags við sig enda eftir miklu að slægjast fyrir gjaldþrota Evrópusambandið að komast yfir auðlindir landsins.

Örn Ægir Reynisson, 6.10.2011 kl. 19:46

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Örn, Þessi mýta um auðlyndir Íslands er farin að verða talsverð þreytt og útslitin.

Jón Frímann Jónsson, 6.10.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband