10.10.2011 | 10:59
"Minni háttar mál" !
Á nafnlausu bloggi sem er mótfallið ESB er færsla sem snýr að aðildarsamningi Íslands og ESB, sem þjóðin á að fá að kjósa um, þegar hann liggur fyrir. Alþekkt er að sterk öfl í íslensku samfélagi VILJA TAKA ÞANN RÉTT AF ÞJÓÐINNI AÐ FÁ AÐ KJÓSA UM HANN.
Úlfar Hauksson, togarasjómaður og stjórnmálafræðingur gerir þetta meðal annars að umræðuefni í hvassri grein í Fréttablaðinu um helgina og leggur þetta upp með skýrum hætti.
En á þessu nafnlausa bloggi er verið að tala um sérlausnir og óhætt er að segja að léttilega sé tekið á málum: "Tímabundnar undanþágur eru þó stundum veittar, svo og sérlausnir um minni háttar mál."
Einmitt! Eiríkur Bergmann Einarsson birti grein um þessi ,,minni háttar mál" í Fréttablaðinu vorið 2008.
Meðal þeirra ,,minni háttar mála" sem hann fjallar um er t.d. landbúnaðarlausn Finna og Svía, sem og sérlausn Möltu varðandi sjávaútveg!!
Einnig fjallar Eiríkur um undanþágur, sem lesa má um hér, en í grein hans segir: "Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum frá reglugerðaverki ESB og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB. Bæði Bretland og Danmörk eru undanþegin þriðja stigi myntbandalags ESB og þar með frá því að taka upp evruna. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB taki framar dönskum ríkisborgararétti og eru einnig undanþegnir varnarstefnu ESB.[i]
Þá má nefna að Danmörk fékk ennfremur sérlausn í sínum aðildarsamningi frá árinu 1973 sem kveður á um að Danir mega viðhalda löggjöf sinni á kaupum útlendinga á sumarhúsum í Danmörku."
En þetta eru að sjálfsögðu allt saman "minni háttar mál" !!
Að slá ryki í augu fólks, í því eru Nei-sinnar sleipastir!
Ps. Um kl. 17.00 í dag var farið að skrifa undir færslurnar á þessu bloggi, sem er víst runnið undan rifjum Ragnars Arnalds, fyrrum formanns Alþýðubandalagsins gamla, frá síðustu öld.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já, "sérlausn Möltu varðandi sjávarútveg"!!!!!!!!!!!!!
Ætlið þið enn að voga ykkur að tala um það í okkar eyru?!
Þetta er EKKERT FORDÆMI sem skipta myndi neinu máli hér.
Malta er naumast fiskveiðiríki, heildarveiði um 1.600 tonn á ári!
Þetta er ekki upp í nös á ketti hér á Íslandi, sozusagen.
Þetta er ekki hálfur árskvóti EINS okkar yfirmeðaltalstogara!
Svo var lausnin ekki fólgin í neinni varanlegri eign Möltu yfir neinum 200 mílum kringum eyna (og miðlínum).
Íslendingar myndu glata forræði sjávarauðlindarinnar í ESB, og EKKERT HALD yrði í "reglunni" (princípinu) um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða–––hún er gersamlega óstöðug sjálf, getur fokið eða gerbreytzt þegar stórríkjunum í ESB þókknast (við fengjum 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu til að spyrna gegn því!!), og Spánverjar stefna fullum fetum að því að Evrópusambandsvæða Íslandsmið.
Jón Valur Jensson, 10.10.2011 kl. 13:12
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 10.10.2011 kl. 14:09
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 10.10.2011 kl. 14:11
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP samkvæmt samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.
Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.
Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.
"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.
Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
RÍKIN setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands
Þorsteinn Briem, 10.10.2011 kl. 14:24
JVJ: Rólegur nú! Það er "prinsippið" sem skiptir máli! Malta hafði hagsmuna að gæta í sambandi við sjávarútveg og það var tekið tillit til þess. Það sama á við um Ísland. Ekki fara á límingunum!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.10.2011 kl. 17:06
Jón Valur, ritskoðari og öfgamaður. Það er greinilegt að sannleikurinn fer illa í þig.
Ég ætla ennfremur að benda á þá staðreynd að efnahagslögsaga Möltu er meira en helmingi minni heldur en efnahagslögsaga Íslands eins og hún er í dag.
Íslendingar fengu sömu völd og Malta í Evrópusambandinu. Enda svipaðar stærðir um að ræða. Spánverjar fengu ekki að veiða á íslenskum fiskimiðum, ekkert frekar en þegar EES samningurinn tók gildi á Íslandi (þessi mótrök voru þá líka notuð það).
Það er íslenski sjávarútvegsráðherran sem er alltaf handhafi þess sem gert er í íslenskri lögsögu. Evrópusambandið tekur ekki það vald af honum. Þó svo að sest sé niður einu sinni á ári og samið um fiskveiðikvótan.
Spánverjar eru stærsta fiskveiðiþjóð Evrópusambandsins í dag. Íslendingar mundu veita þeim harða samkeppni ef að íslendingar yrðu aðildar að Evrópusambandinu. Þetta óttast spánverjar talsvert og munu örugglega gera kröfur þess efnis þegar þar að kemur til þess að vernda hagsmuni sína.
Öfgamenn eins og Jón Valur eru alltaf ómarktækir. Það hefur ekkert breyst.
Jón Frímann Jónsson, 10.10.2011 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.