Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin um "íslensku leiðina" í FRBL

Jón BaldvinJón Baldvin Hannibalsson skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu um það sem hann kallar "Íslensku leiðina." Þar fjallar hann um það hvernig Ísland tekst á afleiðingar hrunsins árið 2008. Hann ræðir meðala annars hrun krónunnar:

"Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort."

Í lok greinarinnar fjallar Jón um Eistland og aðgerðir þeirra í því efnhagslega brambolti sem margar þjóðir eiga í núna og segir:

"Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst“.
Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves.
En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari.
Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin?"

Greinin í heild sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Vá!

Hvers vegna sætta Eistar sig við veruna í ESB? Af því að það er skárra en harðstjórn Stalíns og Kommúnistaflokksins í gamla Sovét.

Hvílík meðmæli!


Svo gerir JBH það sama og evrusinnar gera svo "málefnalega" að kenna krónunni um Ólafslögin frá 1979 um verðtryggingu. Hvað bjóða margir bankar upp á óverðtryggð lán núna? Þurftu þeir að spyrja krónuna leyfis?

Haraldur Hansson, 18.10.2011 kl. 22:31

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Eistland vill verða (og er orðið) hluti af bandlagi lýðræðisþjóða í Evrópu og hafa lagt mikið á sig til þess að snúa landinu frá niðurníðslu kommúnismans. Í ár er spáð 7% hagvexti í Eistlandi, laun hafa hækkað og eftirspurn eftir vinnuafli eykst! Enda er landið með nothæfan, alþjóðlegan gjaldmiðil, sem hægt er að nota í alvöru viðskiptum!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.10.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvers vegna reynir Jón Baldvin ekki að fræða lesendur um hvernig hann ímyndi sér að samningaviðræður ríkisins og BSRB um hugsanlegar uppsagnir fjölda félagsmanna 0g 15 til 20% launalækkun hefði gengið fyrir sig?

Hvers vegna segir Jón Baldvin ekki lesendum sínum frá því hvernig skattlagningu fyrtæki er háttað í Eistlandi, sem á auðvitað stóran þátt í því hve aðlaðandi erlend fjárfesting er og hefur verið í landinu?

Auðvitað eru þjáningar á við að þurfa að ábyrgjast skuldavanda sér ríkari Euroþjóða í Evrópusambandinu leikur einn á við að þurfa að þola morðóða kommúnista hernema land sitt.  Það segir sig sjálft.

Að þurfa að ábyrgjast skuldir erlendra þjóða, sem jafngildir u.þ.b. 1/3 af fjárlögum ríkisins er þungur biti, en auðveldari að kyngja en að sjá þúsundir samlanda sinna flutta í gripavögnum til Síberíu.

Líklega er Eistneska ríkisstjórnin betur vandanum vaxin heldur en sú Íslenska, það þarf ekki mikið til að margra áliti.

Það er rétt að Eistneska þjóðin er vön að herða beltisólina og hafa úr littlu að spila, sú ábyrgð sem hún nú þarf að gangast undir vegna sér ríkari þjóða er heldur ekki í fyrsta sinn sem hún þarf að horfa á eftir hluta þjóðarframleiðslu sinnar til að aðrir geti haft það betra en hún.

En þeir eru fleiri en nokkru sinni fyrr sem spyrja hvers vegna.  Stærsti munurinn er sá að núna geta þeir gert það upphátt.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 23:41

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Á næsta ári hljóða hagvaxtarspár í Eistlandi með 1 til 3% hagvexti, flestir reiknia með að neðri talan verði nær raunverleikanum.  Auðvitað er auðveldara að ná aukningu, þegar þjóðarframleiðslan hefur fallið skarpt.

Atvinnuleysi er ennþá u.þ.b. 14%, þrátt fyrir gífurlegan fjölda sem hefur farið erlendis í atvinnuleit.  Flestar spár gera ráð fyrir áframhaldandi fólksflótta.

G. Tómas Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

EISTLAND FÆR UM 600 MILLJARÐA ÍSLENSKRA KRÓNA NETTÓ FRÁ EVRÓPUSAMBANDINU.

"The financial perspective for 2007-2013 focuses on the integration of a common market and the development of economic, social, and environmental policies.

During the budgetary period, Estonia will get over 4.5 billion euros from the EU budget (2004 standing price; estimated nominally 4.8 billion euros), of which close to 3.3 billion will go to regional aid, about 0.6 billion to rural life, and about 0.5 billion to support agriculture.

Estonia will contribute about 0.9 billion euros to the EU budget over 7 years."

Estonia in the European Union


Estonian Government's European Union Policy for 2007–2011

Þorsteinn Briem, 19.10.2011 kl. 00:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2010:

"Estonian finance minister Jürgen Ligi admitted yesterday that Estonia would have to pay at least 10 billion kroons [UM EINN MILLJARÐ ÍSLENSKRA KRÓNA] into the stabilization aid package that was agreed by the EU finance ministers yesterday.

In addition to the 10 billion kroons, Estonia would participate in the IMF quota with about 1.5 billion kroons [um 150 milljónir íslenskra króna] plus its share in the EU budgetary aid package.

Ligi said that there was no escape for Estonia from participating in the aid package, adding that thinking that we can evade eurozone problems is taking us nowhere. "It's better to be part of the eurozone", he added."

"Economist Janno Reiljan said that EU member states are participating in the aid package according to their share in the capital of European Central Bank."

Eistland vill vera á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 19.10.2011 kl. 00:38

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Eistland er með svo "nothæfan" gjaldmiðil að þegar G20 ríkin funda kemst ekkert annað að en evran, vegna vandamálanna sem hún skapar. Í þrjú misseri samfleytt hafa verið neyðarfundir um evruna, aðra hverja helgi og enn engin niðurstaða.

Eistar eru með evruna, sem Spiegel segir "hættulegasta gjaldmiðil í heimi". Jafnvel gallharðir evru-sinnar í Bretlandi og Þýskalandi hafa nú opnað augun og leita leiða til að komast hjá því að hún valdi stórskaða umfram það sem orðið er.


Við Íslendingar eigum mun betri gjaldmiðil. Enn eru samt til kjánar sem skilja ekki hlutverk gjaldmiðils, klína verðtryggingunni á krónuna og heimta evru!

Bak við íslensku krónuna stendur fullvalda þjóð og land búið miklum auðlindum. Okkar vandi er vanhæf ríkisstjórn, verðtrygging og skaðleg skattastefna. Þetta er hægt að laga. Evrunni er ekki hægt að bjarga nema með auknum samruna, sem yrði aldrei samþykktur af almenningi (sem verður ekki spurður).

Haraldur Hansson, 19.10.2011 kl. 00:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

EISTLAND OG EVRAN.

"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.

Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.

Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.

Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.

In addition:

     - it will be easier to compare prices across euro area countries;

     - risks related to the exchange rate will be minimized;

     - the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;

     - transaction costs will decrease."

Estonia will change over to the euro

Þorsteinn Briem, 19.10.2011 kl. 00:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 19.10.2011 kl. 01:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 3,33%, Kanadadollar um 6,44%, breska sterlingspundinu 1,46%, íslensku krónunni 3,67% og sænsku krónunni 2,48% en lækkað um 2,41% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,76% og svissneska frankanum 0,8%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,22%.

Þorsteinn Briem, 19.10.2011 kl. 01:19

12 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Haha copy/paste fyndið að fylgjast með þessum krötum sem eru á launum við að reyna að ljúga að þjóðini það trúir þeim enginn þettað er alltaf sama bullið.Staðreyndirnar blasa við allt í kringum okkur. Evrópusambandið er að hrynja en þeir halda áfram að vinna vinnuna sína.

Örn Ægir Reynisson, 19.10.2011 kl. 02:31

13 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

DIW í Berlín: Frakkland getur misst AAA verði neyðar­sjóður stækkaður-evru­svæðið splundrast



18. október 2011 klukkan 07:31

Í Berlín er starfandi rannsóknarstofnun, sem nefnist DIW og er í hópi þeirra ráðgjafa, sem Angela Markel, kanslari leitar til. Þessi stofnun hefur varað við því skv. fréttum í Daily Telegraph í dag, að stækkun neyðarsjóðs ESB (ESFS) úr 440 milljörðum evra í 2 trilljónir evra geti leitt til þess að Frakkland missi AAA lánshæfismat sitt. Slík aukning á fjárhagslegu bolmagni neyðarsjóðsins gæti verið „eitruð“ fyrir Frakklandi að mati stofnunarinnar og jafnvel leitt til þess að evrusvæðið splundrist.

Örn Ægir Reynisson, 19.10.2011 kl. 02:33

14 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hahhahhha aha a

Örn Ægir Reynisson, 19.10.2011 kl. 02:33

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Framlag Eistlands í neyðarsjóð "Eurosvæðisins" er núna 2. milljarðar Euroa.  Við skulum vona að hann verði ekki stækkaður frekar, alla vegna Eistlendinganna vegna.  Síðast þegar ég vissi var það u.þ.b. 320 milljarðar Íslenskra Króna.

Hitt er rétt að Eistlendingar hafa komið út í plús fjárhagslega með veru sinni í "Sambandinu" og er reiknað með að framlag til þeirra verði u.þ.b. 3.2 milljörðum Euroa hærri til þeirra en sú upphæð sem þeir reiða af hendi á árabilinu 2007 til 2013.  Það væri þá u.þ.b. 512 milljarðar Íslenskra króna.

Það ber þó hér að hafa í huga að "Sambandið" og Euroið, er ekki einn og sami hluturinn, þó að vissulega sé skeggið skylt hökunni, ef svo má að orði komast.

Það er ekkert nýtt að ríkari ríki aðstoði hin fátækari, bæði innan og milli heimsálfa og ekki síst innan ríkjasambanda, s.s. hér í Kanada og t.d. Bandaríkjunum.  Þannig fær Quebec t.d. rétt tæpa 1000 milljarða Íslenskra króna frá Alríkisstjórninni í ár og Ontario fær á milli 2 or 300 milljarða Íslenskra króna, en Ontario byrjaði að fá styrk fyrir fáum árum, er það komst í flokk "have not" fylkja.

En það er líklega einsdæmi að það ríki sem fær styrk frá sér efnaðri ríkjum, þurfi að senda meira en helming þeirrar upphæðar (og upphæðin að sjálfsögðu ekki komin öll til landsins) til baka til að styðja neyðarsjóð fyrir sér efnaðri ríki, og er þó hugsanlega ekki séð fyrir endan á hve mikið sá mikli neyðarsjóður þarfnast.

Og fyrst er farið á minnast á Jurgen Ligi, fjármálaráðherra Eistlands hér, er ekki úr vegi að minnast á þau orð sem hann lét falla í janúar síðastliðnum, er hann sagði að Eistland væri of lítið land til að hafa efni á fullu sjálfstæði.

Þeir eru býsna góðir margir Eistnesku stjórnmálamennirnir.  Þeir veigra sér ekki við óvinsælar ákvarðanir, eru ekki skattaglaðir, hika ekki við að skera niður í ríkiskerfinu og eins og Ligi, tala umbúðalaust við fólkið og segja þeim sannleikann en hlaupa ekki í felur.

Líklega er það ekki hvað síst það sem vantar á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2011 kl. 03:08

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alltaf gaman að sjá þegar  NEI sinnar benda á veika evru... og fatta ekki að hér er króna í höftum sem er ekki meira virði en Disney peningar.  Þ.e virka hvergi í heiminum nema á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 08:47

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rétt hjá Jóni náttúrulega. Vandamálin hjá Grikklandi eru aðallega - að það gerist lítið sem ekkert varðandi betrumbætur á fjármálum ríkisins. Gerist lítið og alltof hægt. það á eingöngu rætur sínar í innanlandsvandamálum pólitískt séð. Hvort sem Grikkir væru með Evru eða Krónu - þá þyrfti að taka til í fjármálum gríska ríkisins. Estonía þurfti miklu mun meiri aðgerðir - og líka Ísland í rauninni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2011 kl. 09:42

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ennfremur að með The European Financial Stability Facility (EFSF) - að þá er mikill misskilningur í gangi hvernig hann virkar. Og það er óvinnandi verk að ætla að skýra út vegna þess að andsinnar eru svo ómálefnalegir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2011 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband