Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið og Bændablaðið í eina sæng?

Ritari fékk sér kaffi og "meððí" á kaffihúsi einu um síðustu helgi og rakst þar á and-ESB-dagblaðið Morgunblaðið. Eitthvað þótti ritara helgarblaðið vera í þykkara lagi, enda kom skýringin þegar blaðinu var flett.

bændablaðiðInni í Morgunblaðinu var nefnilega kálfur, Bændablaðið! Annað blað sem nánast skrifar ekki eitt jákvætt orð um það sem ESB gerir eða aðhefst!

Bændasamtök Íslands gefa Bændablaðið út og eins alkunna er fá samtökin digra styrki frá íslenska ríkinu á hverju ári. Á síðustu fjárlögum fengu samtökin rúmlega hálfan milljarð króna í beinan styrk frá skattgreiðendum Íslands. Sjá hér.

Landbúnaðarkerfið í heild sinni fær svo um 10 - 11 milljarða á ári frá íslenskum skattgreiðendum.

Fjölmiðill þeirra sem fá hvað mestan styrk frá skattgreiðendum og fjölmiðill þeirra sem hingað til hafa verið hvað mestir stuðningsmenn þess að lækka skatta, ganga því hér saman í eina sæng!

Og það sem sameinar þessa miðla er: Andstaðan gegn ESB!

Gríðarlegt tap hefur verið á Morgunblaðinu síðan fyrrum flokksformaðurinn, forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann, Davíð Oddsson, tók við blaðinu, en hann ritstýrir því ásamt Haraldi Johannessen.

En hvað með Bændablaðið? Er tap á því? Hvar eru upplýsingar um afkomu Bændablaðsins? Séu orð á borð við tekjur, afkoma, tap og rekstur lögð við orðið Bændablaðið í Google, kemur ekkert upp!

Er rekstur Bændablaðsins vel geymt ríkisleyndarmál? Eru ársreikningar þess "leyndó" ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband