Leita í fréttum mbl.is

Margrét Kristmannsdóttir með góða grein í Fréttablaðinu

Margrét KristmannsdóttirMargrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og kemur þar meðal annars inn á Evrópumálin. Kíkjum á nokkrar glefsur úr greininni: "Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert."

"Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu – nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina.

Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum"

"Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti – sem er ágætt í sjálfu sér – en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni „Framtíðin“ og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands.

Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið – að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli."

"Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn – þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd."

Öll grein Margrétar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hverjir vilja sitja að innflutningi á vörum frá Evrópusambandinu fyrir utan Bónusgengið?

Hvaða Evrópusamband er það sem aðildarsinnar vilja ganga í?

Verður evran til eftir 10 ár?

Það sem þarf að gerast er að Íslendingar þurfa að losna hér við leppstjórn Evrópusambandsins sem komst til valda eftir að Evrópusambandið gerði efnahagsárás á Ísland og fá menn við völd sem vinna út frá hag Íslensku þjóðarinnar en ekki Evrópusambandsins eins og núverandi vinstri kratastjórn gerir.Íslendingar vilja ekki og munu ekki ganga í Evrópusambandið vegna þess að hag þeirra er betur borgið þar utan við.Þar að auki er Evrópusambandið stórkostleg ógn við lýðræðið eins og við höfum áður séð og sjáum nú frá Grikklandi.Segum því nei við ESB aðild og stöðvum aðildarviðræður og komum þeirra leppstjórn frá völdum hér með öllum ráðum.

Örn Ægir Reynisson, 4.11.2011 kl. 19:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún er nú orðin fræg þessi fyrir sífelldan áróður fyrir innlimun í Evrópusambandið. Hvað ætli valdi? Hafið þið glætu?

Já, hvernig á að leysa vanda "örmyntar" 320.000 manna þjóðar? Til hvers að kalla þetta "örmynt"? Eru Grikkir betur settir með sína "stórmynt" en dröchmuna? Tók Margrét Kristmannsdóttir ekki eftir orðið Nóbelsverðlaunahafans Pauls Krugman fyrir um einni viku---eða búin að gleyma þeim? Hentar ekki að vera minntur á þetta:

"Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að Íslendingar hafi hagnast á því eftir hrun að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil. Þeir væru ekki eins vel staddir nú ef þeir hefðu haft evruna sem gjaldmiðil við hrun." (Ruv.is.)

Og aftur:

"Krugman varar við kenningum um að evran sé lausn til frambúðar á efnahagsvandanum. ... Krugman segist velta mikið fyrir sér hvernig standi á þeim áhuga á að taka upp evruna strax, því staða Íslands eftir hrun virðist leiða betur í ljós kostina við að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil. Ísland hefði ekki komið jafn vel út úr kreppunni og raunin hefði verið ef evran hefði verið gjaldmiðill landsins."

Margrét skrifar hins vegar um "þær byrðar sem hún [krónan] leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu." –– Hvaða byrðar? Talar hún í nafni þeirra aðildarfyrirtækja Samtaka verzlunar og þjónustu, sem hafa stórgrætt á auknum ferðamannastraumi hingað og miklum innkaupum ferðamanna vegna hagstæðs gengis fyrir ferðaþjónustuna og ferðamenn?

Þótt innfluttur varningur hafi hækkað mikið í verði, hefur samt matarkarfan minnkað hlut sinn í útgjöldum heimilanna á síðustu árum---nýlegar fréttir, sem Margrét hefur líklega ekki heyrt eða lokað eyrunum fyrir.

Hún talar samt galvösk um að "rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn [!!!]"! en fólk lætr ekki blekkja sig: við vtum öll, að skuldirnar hverfa ekki með neinni evruupptöku.

Og þykir henni engin goðgá að fórna sjálfstæði landsins, þessari konu?

Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 19:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 4.11.2011 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 4,05%, Kanadadollar um 6,12%, breska sterlingspundinu 0,7%, íslensku krónunni 2,86% og sænsku krónunni 1,56% en lækkað um 0,18% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,75% og svissneska frankanum 1,86%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 111,55%.

Þorsteinn Briem, 4.11.2011 kl. 21:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 4.11.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Evrópusambandið er eina lausn íslendinga. Það er það eina sem tryggir stöðugleika.En nánara eftirlit þarf með fjármálum landanna..

Árni Björn Guðjónsson, 5.11.2011 kl. 17:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það fer ekki mikið fyrir "stöðugleikanum" í Evrópusambandinu núna, Árni Björn, nema hvað þar eru jú stöðug vandræði.

Eða ætlar þú kannski að lofa stöðugleika þar á komandi áratugum og öldum? Og hver getur treyst þeim orðum þínum? Ertu kannski meiri efnahagssérfræðingur en Össur sjálfur? En "í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur" reyndar "fram að Össur Skarphéðinsson hafi viðurkennt að hafa "ekki hundsvit á efnahagsmálum", sjá líka hér góða útleggingu á því í bráðskemmtilegum Staksteinum, sem munu víst vera opnir fyrir lestri allra nú orið: Hundsvitið ruglar hagfræðingana (ella hér).

Jón Valur Jensson, 5.11.2011 kl. 20:14

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ásláttarvillur í innleggjum mínum (ýmist vegna þreytu minnar eða slappleika lyklaborðs-takkanna).

Jón Valur Jensson, 5.11.2011 kl. 20:37

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er alveg rétt hjá Margréti. Þögnin er æpandi... og þá sérstaklega hér á moggablogginu.

Þessir NEI-snillingar eru ekki mikið snillingar eftir alltsaman.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2011 kl. 20:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir hver? (jafnan talar aðeins annar ykkar í einu, og þið eruð ekki einu sinni sammála í málum; hvers vegna að blogga saman eins og samlokur? – og hvað varð um hina tvo?).

Stoltir NEI-menn þögðu ekki í Icesave-máli (en ykkar 2ja/4ra bloggstarfsemi tók afstöðu gegn þjóðinni), og stoltir NEI-menn þegja heldur ekki í þeirri aðsteðjandi hættu sem lýðveldið er statt í gagnvart gráðugu stórveldi.

Jón Valur Jensson, 5.11.2011 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband