Leita í fréttum mbl.is

Gjaldmiðilsmál í brennidepli

Tíu íslenskar krónur (með loðnu)!Gjaldmiðilsmálin hafa aftur "dúkkað upp" eftir Hörpu-ráðstefnuna um daginn. Einn þeirra sem um þetta fjallar er bloggarinn Jón Frímann og má í nýrri færslu á bloggin hans lesa áhugaverðar fréttir og gröf sem tengjast sögu gjaldmiðilsmála hér á landi.

Einnig var þetta mikið rætt í Silfri Egils í dag og það sýnist sitt hverjum. Málið var einnig rætt í þættinum Sprengisandi. Þar benti t.d. Katrín Ólafsdóttir á það að við værum ekki að græða eins mikið á krónunni, einfaldlega vegna þess að við getum ekki aukið það magn af vöru (t.d. fiski, innskot, ES-blogg) sem við getum selt. Krónan hjálpi okkur því ekki eins mikið og menni vilji vera láta. Svo viti menn hreinlega heldur ekki hvert raunverulegt virði krónan sé. Og það sé ekki gott upp á hagstjórnina að gera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf enginn að efast um að ESB-batteríið borgar áróðursmeisturunum í Evrópusamtökunum það góð laun, að ekki hvarflar að nokkrum ESB-kristnuðum á Íslandi, að það sé eitthvað bogið við þetta samband "allra heilagra".

Og ekki hvarlar það að trúboðurum í þjónustu ESB-toppanna, að eitthvað sé óeðlilegt við það, að almenningi í ESB-ríkjum sé stillt upp við vegg og hótað dauða og djöfli, ef ekki verði farið eftir skilaboðunum að ofan, að bjarga bankaræningjum. Og á sama tíma borga hár upphæðir til ríkja sem eiga að ESB-"kristnast".

Þeir siðspilltu í hinu jarðneska "efra" hvöttu og blekktu fólk um alla álfuna, til að skuldsetja sig, svo bankaránið yrði framkvæmanlegt, á siðlausan og dauðadæmdan hátt. Það var höfðað til græðgi og vanþroska breyskra manna, með mútum og seinna hótunum.

Það er misjafnt hvernig mannskepnurnar nota vitið sem þeim hefur verið gefið, og fer það eftir reynslu og þroska persónunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2011 kl. 19:27

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Anna... hvernig væri að hætta með svona langar lygaklausur sem tengjast umræðunni ekki neitt.

Tæklaðu málefnið sjálft.

Hvað er svona gott við krónuna... fyrir utan að geta fellt gengið og skert kjör Íslendinga.

?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2011 kl. 19:59

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Anna hefur alveg hárrétt fyrir sér engar lygaklausur þar á ferð. Lygin kemur frá Evrópusambandinu og þeirra meðhjálpurum hér.Krónan hentar okkur Íslendingum betur en evra um þið vitna reyndari menn en þeir kratabjánar sem ganga erinda Evrópusambandsins og halda áfram að bulla og rugla þó öll spjót standi á þeim.Sem segir manni bara eitt það er búið að múta þessum kvikindum annað kemur ekki til greina!!

Örn Ægir Reynisson, 6.11.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Nú þurfa Íslendingar að tryggja sig á öðrum mörkuðum en ESB til að vera ekki um of háðir þessu ólýðræðislega sovéti sem gerði efnahagsárás á okkur og

hefur mútað hér fjölda manns það blasir við öllum hvernig farið er með Grikki ESB er með leppstjórn þar eins og hér.

Örn Ægir Reynisson, 6.11.2011 kl. 20:27

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sama sagan allstaðar þar sem þessi ESB óværa stingur niður fæti pólitíkusum og viðskiptalífi lánað stórfé fyrirtæki veðsett óhemju fé stungið undan og komið í skjól síðan koma kröfuhafarnir úr ESB og hirða það sem er bitastætt almenningur á síðan að bera ábyrgð á skuldunum með stórlega skertum lífskjörum niður með Evrópusambandið!!!

Örn Ægir Reynisson, 6.11.2011 kl. 20:35

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Byrjar Örn  með lygar og þvælu.. maður sem er ekki einusinni með grunnskólapróf.

Ef þú ert að halda fram svona stóryrði einsog ESB hefur sett af stað efnahagsárás á Ísland þá áttu að bakka það upp með heimildum.

En þú getur það ekki. Það segir mikið um þig drengur.

Sorglegur.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 00:19

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sleggjan og hvellurinn.

Heimildirnar eru um allt flettu blöðum á landsbókasafni.Þú sjá þettað allir þó þið kratabjánar

séuð að reyna að blekkja fólk með lygum og kjaftæði.

Eitt dæmi um froðuna sem vellur út úr þer er fullyrðingin um að ég sé ekki með grunnskólapróf.Ég er nú með eitthvað rúmlega það + það að ég er með vit en því virðist ekki vera fyrir að fara hjá þer og hinum kratabjánunum mörgum þrátt fyrir háskólagráðu hjá sumum þeirra og sannanir fyrir því eru allt í kringum okkur líka.Vertu svo ekki væna fólk um lygi sem er að segja sannleikann og skrifaðu undir nafni en ekki dulnefni mannfýla

Örn Ægir Reynisson, 7.11.2011 kl. 01:42

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég hef ekki rekist á neitt sem má kallast efnahagsáráð ESB.. þó að ég fer uppá landsbókasafn 2-3 í viku. Og les "blöðin" þar. Þá er ég að meina Viðskiptablaðið, Moggan, DV og önnur tímarit. Þetta eru ekkert merkilegri blöð þarna uppá Landsbókasafni.

En ég er ennþá að bíða eftir að þú kemur með EINA heimild um þessa staðlausu stafi. Þa skal ég draga ummælin mín til baka.

Það þýðir ekkert lengur að koma með svona þvælu aftur og aftur sem ekkert er á bakvið.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 12:15

9 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hrunið sjálft aðdragandinn árin þar á undan matsfyrirtækin hvernig þau spiluðu með. ESB áróðurinn í þeim sem rústuðu hagkerfinu og keyptu hér allt upp rændu innanfrá,keyptu hér allt upp með lánsfé frá mið Evrópu.Samfylkingin sprengir Ríkisstjórn Geirs Haarde á réttu augnabliki,skipulagðar óeirðir á réttu augnabliki,vinstri grænir og samfylkinging búnir að semja um ESB umsókn fyrir kosningar blekktu kjósendur þóttust vera á móti,icesave viðbrögðin við því þeir sem unnu á móti vilja þjóðarinnar þar.Horfum til Grikklands sjáum hvað er að gerast þar.Heimildirnar blasa allstaðar við hvert mannsbarn sem fylgist með á annað borð skynjar og sér hvað Evrópusambandið er og hvernig það vinnur,þrátt fyrir blekkinga tilraunir krata og fl.meðhjálpara Evrópusambandsins.Forseti Póllands ekki ómerkari maður en það fullyrðir að Evrópusambandið sé með pólska yfirstétt í vasanum (mútur)og þjóðverjar séu hreinlega að kaupa upp allt sem er bitastætt í Póllandi.Nenni ekki að telja upp meira af nógu er að taka ef finna á vafasöm vinnubrögð og spillingu Evrópusambandsins út um alla Evrópu.

Örn Ægir Reynisson, 7.11.2011 kl. 19:41

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Örn. Þú varst að telja upp einhverja þvælu sem tengist efnahagsárás á Ísland ekki á neinn hátt.

Matsfyrirtækin eru Bandarískt og koma ESB ekkert við. ESB hafa stigið fram og vilja setja reglur um matsfyrirtækin en það eru Bandaríkin sem eru hikandi.

Þó að Íslendingar fengu lán frá t.d Þýskalandi þá er það ekki ESB að kenna. Útlendingar fengu miklu meira lán frá Íslandi (miðað við höfðatölu) heldur en öfugt. Vorum við þá að stunda efnahagsárás á Evrópu???

Þó að það kom búsáhaldabylting á Íslandi og ríkisstjórnin féll þá er það ekki ESB að kenna. Hvað þá efnahagsárás ESB á Ísland.

Grikkland er í vanda. Ítalía líka.... .. reyndar flest versturlönd. En það er engin sönnun um efnahagsárás á Ísland.

Þú ert annaðhvort lygari eða alveg ótrúlega fáfróður Örn.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband